Verði ljós - 01.12.1902, Síða 4
180
VERÐI LJÓS!
varið íneð hrelling mótlætis og mæðu. Einnig til ])essa, sem í
augum svo margra manna er versta og hræðilegasta böl lífsins,
ná orö engilsins til hirðanna: Ottist ekki! En hvernig er þetta
að skilja? Hefir þá fæðing frelsarans tekið hurtu sorgina. mótlæt-
ið og mæðuna hjá þeini, sem trúa? Nei, að vísu ekki, en alt
þetta hefir skift útliti fvrir alla ]>á, er á hann trúa. Vér, sem læi't
höfurn að skoða lífið í ljósi Betlehemsstjörnunnai’, vér stöndunx
ekki frammi fyrir öllu þessu eins og heiðinginn, án ])ess að sjá
merki vísdóms og gæzku einnig í því, sein rnæðir og grætir. Fæð-
ing frelsarans Jesú táknar einnig fæðingu Ixins barnslega trausts á
guði, en fyrir þetta traust til guðs höfum vér ekki að eins lært að
segja : Synd nnn er afmáð, sekt mín er greidd! Iieldur höfum vér
og lært að segja: „Þeim verður alt til góðs, sem elska guð!“ —
hvort heldur er auðlegð eða örbirgð, heilsa eða vanheilsa, gleði
eða sorg, líf eða danði, og því ber oss að þakka guði fyrir alt
þetta jafnt. Sá, sem með lotningu og tilbeiðslu trúaðs hjarta hefir
í auda dvalið við Betlehemsjötuna og kornið þar auga á lávarð
lífsins og lausnara sinn, hann hlýtur að hugsa á þessa leið: Frá
þeim guði, er af miskunn sinni gaf rnér sinn eingetinn son fvrir
frelsara, getur ekki komið annað en ]>að sem gott er. Þegar
hann því sendir mér sorgir og mótlæti og mæðu, þá veit ég, að
einnig þetta er votlur guðlegrar miskunnar og mildi, ])á skil ég,
að þetla er gert í vísdómsfullum og gæzkuríkum tilgangi eins fyrir
]»að ])ótt það sé óskum mínurn gagnstætt. Því skal eg ekki In’æð-
ast, heldur láta þaö hvetja mig til að þrýsla mér enn fastar að
hjarta hans. Skyldi ég þurfa að leiða rök að þessu frekar? Skyldi
ég þurfa að koma fram með sannanir fyrir ]iví, að fæðing Jesú í
þennan heim hafi gefið þúsundurn þúsunda styrk og þrótt til að
bera þær af byrðum lífsins, sem lengst af hafa verið óttalegastar
taldar, hyrðar sorganna, mótlætisins og mæðunnar? Nei, þess
gerist engin þörl’, því að það spurðist aldrei hér á jörðu, að Jesús
fæddist í hjarta nokkurs manns án ]>ess að hið guðdómlega ávarp:
Ottist ekki! í frá sömu stundu hljómaði í hjarta hans og bægði
burtu sérhverjum kvíða fyrir hinu motdræga og þungb’æra, seni
lífið leggur á oss, og hann lærði til fulls að skilja hið poslullega
orð: „Þeim verður alt til góðs, sem guð elska“.
Og loks getum vér sagt: Betlehemsstjarnan varpar ljóma sín-
urn ekki að eius á brautir lífsins, heldur sjáum vér einnig í skinx
hennar letrað yfir dyrum dauðans hin dýrðlegu orð: „Ottist