Verði ljós - 01.12.1902, Page 6
182
VERÐI LJOS!
því að gagnvart öllu þessu getum vér sagt: „GuSs náð heíir
birst sáluhjálpleg öllum mönnum“ með fæðingu guðs sonar, —
hvað skyldi ég þá þurfa að óttast?
Lofaður sé guð og faðirinn, sem með sendingu sonarins í
heiminn hefir letrað á lífshimin allra sinna barna: „Ottist ekki!“
Iveir jólasdlmar.
Eftir N. P. S. Grundtyig.
Islonzkað hefir Stoingrlmur Thorstoinsson.
I
(Vélkommen icjen Gucls Encjle smaa).
^pelkomnir liér enn, þór englar smá
krá innum himinsala,
í skartklæðum sólskins, skært er gljá,
I skugga jai'ðar-dala;
£>ó frost só, þér góð-árs flytjið spá
Um fugl og sáð í dvala.
Á kirkjustíg út í köldum snjá
Má kærum gestum mæta
Um miðnæturskeiðið erli á,
Þá eiga oss Jól að kæta;
Ó, sneiðið ei vorum húsum hjá,
Það helzt oss mætti græta.
Hjá oss eru bláeyg börnin góð,
Sem blómin gróa á engi,
í vöggum bæði og rúmum rjóð,
Að rótt þau dreyma fengi;
Sem sumarfuglar þeim syngið ljóð,
Ei slíkt þau heyrðu lengi.
Um Betlehem þá þau dreymir dátt
Þann draum, sem átti að rætast,
Um barnið í jötu, er lá svo lágt,
Það lýða hnossið mætast;
Þau leika við þá í leiðslu um uátt,
Sem ljóð þeim kváðu sætast.
Af draumnum vakna þau dögun í,
Þá dvelst þeim tíminn varla,