Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Síða 19
HEIMILISKENNARINN.
115
sem allar hugsanir hans höfðu snúist um síð-
ustu dagana, og það kom yfir hann óstjórn-
leg þrá, að mega í eitt einasta skifti þrýsta
henni að brjósti sér, og kyssa rósrauðu, blóm-
legu varirnar hennar, og leggja kinn við kinn,
aðeins í eitt einasta skifti, svo hægt og Ijúft,
að hún yrði eigi vör við; og flýja svo þegar
langt, langt á brott, og sjá hana aldrei framar.
Rað varð hann auðvitað að gera vegna hinna
grimmu örlaganorna, sem höfðu leikið hann
svo grátt. Og hann læddist inn í rjóðrið með
hjartslætti og æstum tilfinningum, en þegar
liann nálgaðist hana, var sem hrygðardráttum
brygði fyrir í andliti hennar, og hún nefndi
nafn hans f svefninum.
Pað kom hik á hann, og hann var hrædd-
ur um, að hún hefði orðið sín vör. Og þó
ekki. Retta var varla annað en draumur, ef til vill
hafði nærvera hans áhrif á drauma hennar. Svo
laut hann ofan að henni og kysti hana á munn-
inn. »Eiríkur» hvíslaði hún, og greip með báð-
um handleggjum yfir háls honúm. Var hon-
um þá öllum Iokið, og»vafði hana að sér fast og
innilega og kysti hann í sífellu.
Nokkrar mínútur leið hún þetta án mót-
þróa, og honum fanst einu sinni hún kyssa
sig aftur. En svo alt í einu vatt hún sér úr
faðmi hatis með lágu ópi, og greip báðum
höndum blóðrauð fyrir andlitið.
Petta kom vitinu fyrir hinn unga mann, og
hann fór að átta sig á, að framkoma hans
mundi ekki hafa verið sem drengilegust. Hann
reyndi samt að tala með rósemi, og sagði í
auðmjúkum, nærri biðjandi rómi:
«Ó, fyrirgefið ! fyrirgefið mér!»
Hin unga mær svaraði engu, hún sat með
hendurnar fyrir andlitinu, og hafði ákafan ekka,
svo allur líkami hennar titraði.
Litlu síðar hélt hann áfram í sama biðjandi
rómi:
«Mér er Ijóst, að eg hefi móðgað yður
óumræðilega inikið. Eg veit, að eg hefi mikið
til saka unnið, og að það er fátt sem getur
verið mér til afsökunar. Og þó vil eg segja
yður, þótt það engan veginn sé fullnægjandi
afsökun, að þetta var enginn léttúðarleikur. Rað
var hin hreina og sanna ást, sem var or-
sök til þess, að eg misti vald yfir sjálfum mér,
og reyndi eg þó af ítrasta megni að stríða á
móti þessum tilfinningum, svo þér aldrei feng-
juð að vita um mína sönnu en vonlausu ást.
Öll mín framkoma gagnvart yður var látlaus
styrjöld gegn þvf, að þessi tilfinning fengi yfir-
hönd yfir mér, og endirinn varð, að þær báru
sigur úr býtum, sein sýnir hvað mikill bjálfi
eg er, og hvað eg er ósjálfstæður.
Hann tók málhvíld og horfði á hana. Hún
svaraði engu, en hélt höndunum fyrir andlitið.
Ekkinn var hægri og heyrðist naumast.
«Pér eruð svo góðar, göfuglyndarog hlut-
tekningarsamar gagnvart öllum, get eg þá ekki
einnig orðið þess aðnjótandi, og að þér fyr-
irgefið mér, svo að eg með léttari samvizku
geti farið héðan.«
Og þar sem hún enn engu svaraði, kraup
liann á kné fyrir henni, og reyndi blíðlega að
taka hendur hennar frá andlitinu.
«Hefi eg þá vilst á yður?» sagði hanii.
»Æ, segið að eins orðin, að þér fyrirgefið og
að þér álítið mig engan ódreng.*
En sat hún, og svaraði engu, og hreyfði
hvorki legg né lið, og ekki náði hann hönd-
unum frá andliti hennar.
Svo sagði hann, og röddin var óvenju-
Iega harmþrungin: «Ó, ef að þér vissuð alt
sem hryggir mig. um þessar mundir, og þekt-
uð allar þær þjáningar, sem kvelja mig, þar
sem stolt og sjálfstæði, háir stríð við fyrirlitn-
ingu og vesalmensku. Svo bætti hann við
með dálítið beyskjublandaðri rödd. «Og svo
fer eg héðan nú þegar, eins og eg lengi hefi
ætlað inér; þér skulið eigi þurfa að bera
kinnroða fyrir að sjá mig hér. Eg fer langt í
burtu og kem hér aldrei aftur. Og eins og
Gyðingurinn gangandi mun eg víða flækjast
með sorgir mínar og hinn þunga örlagadóm.»
Hann ætlaði að standa á fætur, en þá lagði
ungmeyjan alt í einu hendurnar um háls hon-
um og kysti hann áður en hann áttaði sig.
Og svo fékk hún loks málið ogsagði: «Eg
15*