Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Síða 20
116
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
er ekki reið við yður, því eg er jafn sek og
þér. Eg var einungis lömuð af öllu þeim hugs-
unum erbrutust um í mér, Eg sofnaði hérna
og mig dreymdi um yður, og svo« —
»Og svo náði draumurinn uppfylling, himii
sælu og sorglegu uppfylling, að fá að faðmast
með fullvissu um hina trúustu og hreinustu ást,
en jafnframt með fullri vissu um að verða nú
að skilja, það sem eftir er æfinnar. Já,
þessari stund verðum við að gleyma, og
þó ekki eg. Eg vil varðveita minninguna
um hana eins og helgidóm alla mína daga.
En leiðir vorar geta aldrei legið saman. Rað
liggur engin brú yfir hyldýpið, sem skilur okk-
ur að.»
»Eg get eigi hugsað, ekki talað, og enga
ákvörðun tekið. Petta hefir komið svo snögg-
lega, og eg þarf að hugsa mál okkar. En þér
verðið að lofa mér, að fara ekki,« sagði Geir-
þrúður og horfði á hann bænaraugum.
«Ekki í dag og heldur ekki á morgun. Eg
veit það nú ekki, en eg lofa því að tala við
yður áður en eg fer.»
Geirþrúður leit til-■ hans með þeim svip,
sem bar vott um innilega ást, og hvarf svo
bak við runna.
Eiríkur var seztur á grasbekkinn og hug-
ur hans^dvaldi við þessa minningu, sem unaðs-
ríkan draum, án þess hann hugsaði um hverj-
ar afleiðingar þetta mundi hafa fyrir sig og
ástmey sína, og hann dró bréfaveskið upp úr
vasa sínum, sem nafn hennar stóð á, og ritaði
í það mansöng er hann orti, til hennar, sem
hann unni svo heitt, svo, heitt.
Að áliðnum næsta degi hafði Eiríkur tekið
saman farangur sinn. Hann varð að fara bæði
sín vegna og Geirþrúáar. Rað, sem fram hafði
farið milli þeirra deginum áður, varð eigi aftur
tekið. Og þar sem aljan grundvöll vantaði
undir, að þau framvegis mættu gefa tilfinn-
ingum sínum lausan tauminn, urðu þau að
skilja, annars var eigi kostur.
Hann var búinn að rita bréf til barónsins,
sem fyrst skyldi afhendast honum, þegar hann
væri farinn, og í því skýrði hann frá, að hann
hefði orðið að fara frá kennarastöðunni á heim-
ili hans fyrir fult og alt, og að hann mundi
senda eftir ferðakistum sínum næstu daga. Nú
átti hann einungis eftir að ná í Geirþrúði til
þess að kveðja hana. Hann var sannfærður um
að réttast hefði verið að sleppa því, en hann
hafði lofað að tala við hana áður en hann
færi, og það varð hann að efna.
Svo kom tækifæri til þess. Hann heyrði að
gengið var inn í herbergi Bennós, sem var á
sama lofti og hans, en hann vissi að dreng-
urinn var úti, hafði séð hann í garðinum hjá
liðforingjunum, og grunaði því, að það mundi
hafa verið Geirþrúður, sem gekk uin. Til skýr-
ingar má geta þess, að úr herbergi drengsins
var hægt að ganga inn í bókasafnsherbergið,
og þaðan voru dyr út á aðalganginn.
Eiríkur fór því inn í berbergi Bennós til
að vita hvört ungfrúin væri þar, svo hann gæti
kvatt hana, og hann hafði getið rétt til, hún
var fyrir í herberginu, þegar hann kom þang-
að. Hvorugt þeirra hafði grun um að þriðji
maðurinn hafði veitt för þeirra inn í herberg-
ið eftirtekt. Rví var þó svo varið, að Prank-
nitz liðforingi hafði tekið eftir þessu. Hann
hafði síðan afmælisdaginn verið í versta skapi
og fengið sér óspart í staupinu, svo að hans
innri maður kom því betur í Ijós. Geirþrúður
hafði verið svo fálát og stygg við hann þessa
daga, að hann sá að öll von var úti, um að hún
mundi taka sér. Af því hafði magnast hatur
hans til Eiríks, sem hann kendi um, ekki að
ástæðulausu, að hefði heillað uugfrúna frá sér.
Sá grunur hafði vaknað hjá honum, að
hann og barónsdótturin niundi eiga með sér
launfundi, og hann veitti því öllu framferði
þeirra nána eftirtekt í þeim tilgangi að geta
Ijóstrað upp um þau, ef slíkir fundir ættu sér
stað, og með því ef til vill komið því til leið-
ar, að kennarinn yrði rekinn burtu af slotinu.
Honum hafði fundist heimasætan eitthvað und-
arlegri þennan dag en endrarnær, og hann
hafði því haft stöðugar gætur á henni, og varð