Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1909, Side 22
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. «Herra liðforingi,« hrópaði Eiríkur með ógnandi raust. »Hvað eigið þér við, á þetta að vera hót- un ?» «Nei, einungis vil eg benda yður á, að umburðarlyndi mitt er ekki takmarkalaust.» «Og þetta vogið þér að segja hér í mín- um húsum, á eftir atburð þann, sem undan er gengin?» »Já, í þessu húsi, sem eg er að yfirgefa fyr- ir fult og alt. En ef þér óskið, mun eg gera upp reikninginn við yður annarstaðar.« »Auðvitað. Eg læt finna yður fljótlega,« sagði Kunó í bræði. Systkinin, sem við voru stödd, höfðu að þessu ekkert lagt til málanna. Drengurinn viss ekkert hvað um var að vera og horfði uudr- unarfullur á fullorðnu mennina, en Qeirþrúð- ur var lömuð af hrygð og feimni. En þegar hún heyrði síðustu orð bróður síns spratt hún á fætur ákaflega óttaslegin og sagði: «Einvígi, og það mín vegna, milli bróður míns og míns — — nei, nei, það má eigi koma fyrir, heyrðu bróðir, það er alvara og hrein ást milli okkar Eiríks, enginn leikur eða alvöruleysi. Nei, ner, einvígi má ekki eiga sér stað, Eiríkur, eg bið yður vegna ástar okkar að berjast eigi við bróður minn.» Eiríkur átti í auðsæju stríði við sjálfan sig, en svo sagði hann: «Geirþrúður, þetta er fyrsta bænin, og ef til vill sú síðasta, sem eg get veitt yður. Eg lofa því að skjóta ekki á hann.« «En eg skal neyða yður til þess,« æpti Kunó fölur af reiði. »Haldið þér að eg láti fara með mig eins og barn. Ef að þér, neitið mér um uppreisn þá sem eg á heimting á, megið þér kenna sjálfum yður um, að eg mun fara með yður eins og illa siðaðan dreng,» og svo stökk hann að dóktornum með reiddan hnefa. Eiríkur stóð náfölur og titrandi, en hörfaði þó hvergi. En áður en höggið reið hafði Bennó snarast inn á milli mannanna og gripið um hinn upplyfta handlegg bróður síns, svo ekki yarð af högginu, «Enginn strákapör hér, Kunó,» hrópaði hann æstur af gremju við bróður sinn. «Eg læt þig vita, að eg hefi lofað doktor Davíð vináttu minni, og eins það, að eg veit hann hefir ekk- ert rangt að hafst, hér er því um misskilning að ræða, sem hlýtur að jafnast.» Eiríkur strauk hendinni yfir augun, lagði hana svo um háls drengsins, þrýsti honum upp að sér ogsagði: «Púertgóður drengur,» Bennó horfði á hann stoltur og glaður, og leyndi það sér ekki, að honum þótti mikill heiður að því að vera vinur þessa manns. Síðan sagði Eiríkur við Kunó. «Orð bróð- ur yðar ættu að sannfæra yður um það, sem þér sjálfir í svipinn gátuð ekki áttað yð- ur á, vegna þess að þér eruð skapbráður. Það sem hér hefir komið fyrir er ekki annað en það, að eg elska systur yðar, en jafnframt veit eg, að engin von er til, að eg fái hennar. Rað er engin vanvirða fyrir hana, að þessi til- finning hefir gagntekið mig, því sönn ást er afl, sem menn ráða eigi við. Eg get því ekki gert annað en að yfirgefa þetta heimili, og forðast að sjá systur yðar framar, og það hefi eg ákveðið að gera nú þegar, eg var hér inni einungis til að kveðja Geirþrúði í síðasta sinn. Rað kom uin stund hik á liðforingjann við milligöngu Bennós og hin alvarlegu orð dokt- orsins. En af því að einu sinni var komin ólga í blóð hans, var eigi auðvelt að fá geðsmuni hans til þess að ná jafnvæginu aftur. Hann sagði því eftir litla stund: «Eg skil eigi vaðal yðar um sanna ást, herra minn. Ef hún ætti að vera yður nokkuð til afsökunar, ætti hér einungis að vera að ræða um andlega ást. En eg hefi séð yður í faðmlögum við systur mína, og það er henni til skammar og allri fjölskyldunni, og það verður að afplánast.« «Eins og þér viljið,» sagði Eiríkur eftir litla yfirvegun. «Eg skal afplána það, sem yð- ur finst vera brot, á þann hátt að heiður syst- ur yðar, sem þér teijið að eg hafi hnekt, fái fulla uppreisn. Eg skal fara héðan beint til for- eldra ykkar, og segja þeim, að eg elski dóttir þeirra, og biðja þau um samþykki sitt til hjóna-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.