Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Qupperneq 9
TUMI LlTLl.
153
»En hann var jarðaður á laugardaginn.
Sóttu þeir hann þó ekki á sunnudagsnóttina?«
»Hvaða vitleysa! Hvernig hefði það átt að
vera? Pú veist það líklega, að klukkan tólf
byrjar sunnudagurinn og skrattinn heldur víst
kyrru heima fyrir á helgum dögum!«
»F*að þykir mér líklegt; eg hugsaði nú ekk-
ert út í það. En lof mér að koma með þér
í kvöld.«
»Já, það er mér sama, ef þú ertekki hrædd-
ur.«
»Hvað, hræddur — eg! Það er nú ekkert
annað. Viltu mjálma, þegar eg á að koma?«
»Já; en þú verður að mjálma á móti. Síð-
ast þegar þú baðst mig að mjálma, var eg að,
þangað til Hays gamli henti til mín steini,
krossbölvandi yfir þessu kattarspangóii um mið-
jar nætur, því hann hélt að eg væri köttur;
en eg henti tígulsteinsmola í gegnum eina rúð-
una hans, en þú mátt engum segja það.«
»Nei, það skal eg ekki gjöra. Pá nótt gat
eg ekki tekið undir við þig, því frænka mín
hafði gætur á mér; en í nótt skal eg mjálma.
Hvað hefirðu þarna ?«
»Það er nú ekkert merkilegt, það er veggja-
lús.«
“»Hvar náðirðu í hana?«
»Uti í skógi.«
»Hvað viltu selja hana?«
»Eg veit svei mér ekki; eg vil helzt ekki
selja hana.«
»Þetta er þó mesti aumingi, bæði lítil og Ijót.«
»Pað er nú altaf hægt að skíta alt út sem
aðrir eiga. Eg er vel ánægður með hana; hún
er nógu stór handa mér.«
£»Jæja, sama er mér, það er víst nóg til af
veggjalúsum. Eg gæti verið búinn að ná þeim
svo þúsundum skifti, ef eg hefði kært mig um.«
»Ojæja, og þú hefir enga tekið! En þú
hefir enga fundið ennþá, laxmaður, það skal
eg ábyrgjast. Þessi veggjalús er óvenju snemm-
fengin; þetta er sú fyrsta, sem eg hefi orðið
var við í ár.«
»Það getur vel verið. Eg skal láta þig hafa
tönn íyrir hana.«
»F*að er víst lagleg tönn!«
Tumi tók tönn sína inn úr pappírsblaði og
rétti hana að Huck, sem skoðaði hana nákvæm-
lega. F*etta var óvenjulega gott tilboð: »Hún
er þó líklega ekki fölsk?« spurði Huck loks.
Tumi opnaði munninn og sýndi honum
skarðið eftir tönnina.
»F*að er gott, þetta eru þá afgjörð kaup,«
sagði Huckleby.
Tumi lét veggjalúsina í hvellhettuöskjurnar,
þar sem tordýfillinn hafði verið. Svo skildu
drengirnir og héldu sinn í hvora áttina.
F’egar Tumi kom loksins til skólans, voru
öll börnin komin fyrir löngu og kenslan byrj-
uð. Hann gekk inn hinn öruggasti, rétt eins
og samvizkan væri í bezta lagi. Hann hengdi
upp hattinn sinn og settist í sæti sitt með mesta
sakleysissvip. Kennarinn, sem gnæfði hátt yfir
hópinn við púltið sitt, var eins og liálfsofandi.
Hann vaknaði úr dvalanum við hávaðann og
kallaði strax: »Tómas Sawyer!»
Tumi vissi það vel, að þegar á hann var
kallað fullu nafni, var ekki von á góðu.
»Já, herra,« svaraði Tumi og stóð upp.
»Komdu hingað. Hvar hefirðu nú verið að
slæpast —ennþá kemur þú ofseint!«
Tumi var að því kominn að skrökva ein-
hverju til um dvöl sína, en þá gætti hann alt
í einu að tveimur gulum hárfléttum, er héngu
niður um bak lítillar stúlku, sem honum virtist
hann þekkja. Við hlið hennar var autt sæti,
hið eina, sem autt var í stúlkubekkjunum. Tumi
svaraði því djartlega: »Eg var dálitla stund að
tala við Huckleby Finn!«
Kennarinn varð svo hissa, að hann vissi
ekkert hvað hann átti að segja, og öll börnin
héldu að þessi fífldjarfi drengur hefði mist vitið.
En töluð orð verða ekki aftur tekin; kennarinn
var nú búinn að jafna sig og hrópaði: »Tóm-
as Sawyer! Petta er sú psvífnasta játning, sem
eg hefi heyrt um mína daga. F’að er ekki nægi-
leg. hegning við slíku afbroti að slá á gómana
með reglustikunni. Farðu úr treyjunni þinni!«
Kennarinn sveiflaði reyrprikinu þangað til
hann var orðinn uppgefinn í handleggnum, og
20