Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Síða 10
154 NYJAR KVÖLDVÖKUR. þegar hann var búinn að kasta dálítið mæðinni, sagði hann: »Seztu nú hjá stúlkunum, hafðu þetta fyrir ósvífnina, og láttu þér þetta framvegis að kenn- ingu verða.« Rað sýndist svo sem Tumi yrði hálfsneypt- ur við þessa skipun, en með sjálfum sér varð hann þó allshugarglaður og lofaði hamingjuna í hljóði. Hann tylti sér á bekksendann hjá Ijós- hærðu stúlkunni, en hún færði sig frá honum svo langt sem hún komst. Tumi fór þó brátt að renna til hennar hornauga, en hún fussaði og gretti sig og sneri sér' undan. Regar hún leit við aftur lá ferskjan fyrir framan hana á borðinu. Hún ýtti henni strax frá sér, en Tumi lagði hana aftur á sama stað; hún ýtti henni frá sér aftur, en ekki eins hranalega og fyr- Ennþá færði Tumi hana á sama stað, og nú lá hún kyr. Hann skrifaði á spjaldið sitt. »Borð- aðu hana—eg á fleiri. Telpan sá vel hvað hann skrifaði, en lét sem hún sæi það ekki. Tumi fór nú að draga eitthvað upp á töfluna sína, en huldi það með vinstri hendinni. Leið svo nokkur stund, að telpan virtist ekki gefa því neinn gaum. En það leyndi sér nú ekki lengur, að hún fór að verða forvitin, en hann hélt á- fram. Hún fór nú að gægjast eftir því, hvað það væri, sem hann var að teikna, ett hann gaf því engan gaum, en hélt áfram ótrauður. Loks gat hún ekki stilt sig lengur, en sagði lágt: »Lof mér að sjá þetta, sem þú ert að drága upp.« Tumi sýndi henni teikninguna; það voru frumdrættir að húsi; báðir sáust á því gaflarn- ir og upp úr reykháfnum sté reykurinn, sem á myndinni leit út eins og tapparati. Telpan gleymdi sér nú alveg og hvíslaði: »Ljómandi er þetta fallegt hús! búðu nú til mann.« Listamaðurinn dró nú upp mann frammi fyrir húsinu. Sá piltur leit út eins og gíraffi og svo var hann stór, að hann hefði vel getað stígið yfir húsið ef honum hefði legið á, en telpan var hin ánægðasta með þessa langleggj- uðu ófreskju og bað nú Tuma að teikna sig, eins og hún væri að korna. Tumi bjó nú til stundaglas og ofan á því hvíldi tungl í fyllingu; handleggirnir og fæturn- ir voru beinir og stirðir eins og spýtur og í útglentum greipunum var heljarmikill blævæng- ur. Telpan hvíslaði aftur: »En hvað þetta er fallegt; ó, að eg kynni að teikna.« »Það er nú ekki mikill vandi,« sagði Tumi, »eg skal kenna þér það.« »Ósköp ertu góður. Hvenær ætlarðu að gjöra það?« »í miðdegistímanum; ferð þú heim að borða?« »Eg verð hér eftir ef þú verður.« >-Jæja, við skulum þá verða eftir. Hvað heitirðu?« »Eg heiti Bekka Thatcher, en hvað heitir þú—já, það er satt, þú heitir Tómas Sawyer.« »Já, þeir kalla mig það þegar eg á að fá hýðingu; annars heiti eg Tumi. Kallaðu mig altaf Tuma.« »Já, það skal eg gjöra.« Tumi fór nú að skrifa eitthvað á töfluna, en lét Bekku þó ekki sjá það, þó hún bæði hann um það. Hann sagði að það væri svo sem ekkert markvert. »Ójú, víst er það eitthvað!« • Nei, það er ekkert sem þú kærir þig um að sjá.« »Jú, mig langar til að vita hvað það er.« »Svo segir þú frá því.« »Nei, það veit guð, að eg skal ekki segja einum einasta manni frá því.« »ö, eg held þú kærir þig lítið um að sjá það.« »Fyrst þú segir þetta, þá vil eg hafa það að þú, sýnir mér það,« sagði hún. Rau voru um stund að kýta um þetta, unz Tumi lét undan. Hann dró hendina smátt og smátt ofan af því sem hann hafði skrifað og hún las jafn- óðum þessi orð: „Eg elska þig !“ ^Þú ert vondur strákur,« og hún sló dá- lítið högg á hendi hans. Pó var svo að sjá, sem hún væri ekkert reið. Á þessu hátíðlega augnabliki var tekið ó-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.