Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Qupperneq 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Qupperneq 15
MATTUR HUGSANANNA. 159 taugakerfið að öðru leyti sé alt í dáleiðslu. Ungur læknir og ógætinn var þar við og sagði v'ð hana: »Járnið að tarna, sem eg held hérna a> er rauðglóandi.« Rað var eitt af verkfær- Um læknanna; svo lagði hann það á brjóst konunnar. Voðalegt brunasár kom þegar undan verkfærinu. Hvað eftir annað hafa menn gert svipaðar tilraunir; það er illa gert og verður ekki varið, en það hefur sannað að fullu, að undirstungan ein er nóg til þess að framleiða mein þau og skemdir á líkamanum, sem menn eru undirstungnir með. Á Saltpétriére — spít- a,anum mikla í París má sjá fjölda Ijósmynda at svipuðum fyrirbrigðum. Það er hægt að hleypa upp blöðrum með því að taka miða af þerriblaði, dýfa honum í vatn, leggja hann a hörundið og segja: »Petta er brunaplástur.« t^eð þessu móti má vekja bólgu og roða á hörundinu, draga vatn að blöðru og gera sama sviðann og undan brunaplástri — alt með því að undirstinga hugsun þess, er dáleiddur er. Sömuleiðis má og gera hið gagnstæða. Það er hægt að taka brunaplástur, leggja hann á hörund sjúklingsins og segja: »Petta er ekki nema þerriblaðsmiði vættur í vatni.« Pá vinn- Ur plásturinn ekki á: hörundið verður óbreytt sem áður, og engin blaðra hleypur upp. Pað ma leika sér við mannslíkamann eftir vild sinni ~~ gera honum gott eða ilt, alveg eftir því sem menn vilja. Að tilraunir þessar eru áreiðanlegar, efast enginn mentaður maður um. Ymsar aðrar m'kilsverðar tilraunir hafa og verið gerðar, og eru þær ólíkar hinum að því leyti, að það er ekkert Ijótt til í þeim. Eina þeirra hefi eg lesið Um í franskri bók, og gert hana sjálf eftir fyr- írsögn þeirri, er þar var. Tilraunin var gerð við ungan mann, sem var í betra lagi móttækileg- Ur fyrir'dáleiðslu eða öllu heldur segulsvæfingu. I dáinu var hann undirstunginn og sagt: »Þeg- ar bér vaknið, getið þér ekki séð frú Besant. Álla aðra getið þér séð, en hún skal vera ósýni- teg fyrir yður.« Síðan vaknaði hann og varð ekki annað séð, en hann væri eins og hann átti að sér. Einn af þeim sem við voru, bað hann að telja fólkið í herberginu. Hann gerði svo og benti á alla nema mig. Eg tók þá vasa- klút í hönd mér og gekk fram og aftur í her- berginu; hann fylgdi mér með augunum. Pá spurði einhver hann: »Nú, á hvað eruð þér að horfa?« »Já, er það ekki undarlegt,« sagði hann, »að vasaklúturinn sá arna svífur um í lausu lofti, en enginn heldur honum. Eruð þið að gabba mig?« Eg hélt áfram tilrauninnij; eg tók spil, varaðist að líta á það sjálf eða láta nokkurn annan líta á það, til þess að girða fyrir hugsanafærslu, og hélt því fyrir aftan bak- ið á mér. Ungi maðurinu tók þegar eftir spil- inu ogsagði: »Parna hangir spil í lausu lofti.« »Segðu okkur hvaða spil það er,« var sagt við hann; hann sagði það óðara, nefndi bæði lit og gildi spilsins og sannaði með því að eg var honum með öllu ósýnileg, o: að hann gat fyllilega séð í gegnum mig. Eg hef gert margar þess kyns tilraunir sjálf til þess að komast að raun um að það væri rétt, sem eg sá tekið fram í bókum um þetta efni. Og fyrir eigin reynslu hefi eg komizt að þeirri sannfæringu, að það sé alveg hægt að afnema kendur- eða áskynjunarhæfileikann svo mikið sem maður vill, með því að undirstinga þann sem dáleiddur er, og það þótt nauðugur sé; það má fá hann til að sjá eða sjá ekki, heyra eða heyra ekki, þekkja eða þekkja ekki. Pegar eg var að reyna þetta fyrst, og var ekki orðin eins vel heima á þessu svæði, eins og sg varð sfðar, lá einu sinni við að það ætlaði að verða slys af. Eg hafði dáleitt ungan mann, stóran og samanrekinn að vexti, en lítt gáfum gæddan og mjög næman fyrir segulsvæfingar- áhrifum. Eg hafði sagt honum, að hann skyldi ekki geta séð mig; en svo var eg svo ógætin, þegar hann var vaknaður, að eg lagði höndina á öxl honum og talaði til hans. Hann heyrði til mín, fann að eg kom við hann, en gat ekki séð mig; afleiðingin varð sú, að hann greip slíkt hræðsluofboð, að hann var nærri búinn að fá krampaflog, svo eg varð að vekja hann hið snarasta að fullu. Eg tek þessi smáatriði fram til að sýna það,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.