Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1914, Síða 18
162 NYJAR KVÖLDVÖKUR. að vera vel æfður undir það að líkama til eða lífseðli. Margir þeirra, sem eru að reyna að gera eitthvað í þessa átt, gera það í blindni, í stað þess þeir ættu að gera það með aðstoð þekkingarinnar, Hefðu þeir kynt sér vandlega líkamsbygginguna og lífseðlisfræðina, þá mundu þeir ávinna tíu sinnum meira með hugsunum sínum, og gætu þá mjög svo sparað sjálfum sér krafteyðslu. Hvernig skal maður að fara, þegar svo stend- ur? Ef menn þekkja líkamsbyggingu og lífs- eðli þess sjúka hiuta, sem menn vilja hafa á- hrif á, gera menn sér hugsunarmynd af þess- um sama hluta eins og hann er, þegar hann er heilbrigður. Pessi hugsunarmynd er svo færð yfir á hinn sjúka stað, og með því að beina afli hugsunarinnar einmitt á réttan stað, vekja menn þá krafta t sjúklingnum, sem ætl- aðir eru til þess að endurreisa líkamann, svo að þeir taka fljótt og rösklega til starfa og gera það á stuttri stund, sem þeir annars eiga að gera á löngum tíma, og byggja upp í skynd- ingu líkamsvefi, sem annars þarf langan tíma til að koma í verk. Pessa meðferð verður að endurtaka dag eftir dag, af því að hér er ekki um neitt furðuverk að ræða, heldur aðeins að hraða eðlilegum þroska náttúrunnar. í rýrnun- arsjúkdómum þeim, sem eg gat um þér á und- an, tók aðeins eina viku að lækna annan en hinn þrjár eða fjórar vikur. En ef menn hafa góða, vfsindalega þekkingu, og beina hugsun- inni á þennan hátt skynsamlega og með föstum vilja á hinn sjúka hluta, þá er mér næst að halda, að það sé enginn sá mannlegur sjúk- dómur til, sein ekki mœtti lækna á þenna hátt. Ef einhver tæki sig nú til og spyrði mig, hvort eg áliti þá þessa læknaaðferð heppilega, hvernig svo sem á stæði, þá yrði eg að svara: »Nei, það geri eg ekki. Eg held það sé ekki æfinlega hyggilegt að nota hugsuriarkraft til þess að lækna líkamlegan sjúkdóm og líkam- leg mein. Eg hygg að afleiðingin af því yrði oft sú, að líkaminn yrði um of næmur fyrir slíkum áhrifum, einmitt af því að menn hugsa þá ofmikið um líkamann. Hann fengi þá vald yfir manni, í stað þess að maður á að láta hann þjóna sér. Þessi hætta liggur fyrir öllum, sem fást^við »Christian Science-lækningar«; lík- aminn verður miðstöð alls, sem þeir hugsa og gera; þeir tala ekki um annað en sjúkdómaog lækningu þeirra. En það má nota hugsunina til annars enn betra. (Meira). M enningarþættir. 11. Gufa og gufuvélar. Allir hafa séð vatnsgufu streyma fram úr ketiltúðu, þegar góð suða er komin í ketilinn, og má sjá, að það er meir en lítill kraftur í henni á því, ,hvað hún streymir út með miklu fjöri. F*að hefði því átt að vekja snemma eftir- tekt manna á því, að hér var um meira en lítið afl að ræða. En það var nú samt undar- lega seint, sem mönnum kom til hugar að reyna að færa sér það í nyt. Reyndar vissu menn það, að ef vatnsgufa var lokuð inn í þéttu í- láti, hafði hún mikið þrýstingarafl, og það enda svo, að hún gat sprengt kerið utan af sér; en engum kom þó til hugar að notfæra sér þetta afl eða handsama það með vélaumbúnaði fyr en á 17. öld; þá reyndi frakkneskur maður, Mondecaus að nafni, að festa gufu í vélum, eða öllu heldur að gera teikningar til þess að faéra rök fyrir að þetta væri hægt; en samtíð- armenn hans héldu að hann væri vitlaus, lokuðu hann inn í örvitahúsi og þar dó hann. Annar franskur maður, Papín að nafni, komst að því nokkru síðar, að gufu má nota til eins og annars. Hann bjó til Papínspottinn 1681, og er hann að nokkru leyti frummynd gufuketilsins. Pottur þessi er sterkur járnsivaln- ingur og er skrúfað á hann loftþétt lok. Ef potturinn er settur á eld, nærfelt fullur af vatni, hitnar vatnið, og gufan fyllir auða rúmið að ofan, því að út kemst hún ekki, því heitara sem vatnið verður, því meiri verður gufuþrýst- ingin. Pegar vatnið er orðið 121° C, er gufan

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.