Nýjar kvöldvökur - 01.10.1914, Qupperneq 17
TUMI LITLI.
283
vissum þetta þá væri hann búinn að drepa
okl.ur.«
Tumi varð nú dálítið róiegri, en eftir stundar-
korn tók hann aftur til máls: »Er nú óhætt að
reiða sig á, að enginn Iifandi maður geti veitt
þetta upp úr þér?«
»Já, það er víst óhætt að reiða sig á það,
því mig langar ekkert til að láta horngrýtið
hann Indíana-Jóa afhausa mig eina og þorsk!«
«Nei, eg get nú trúað því. En mér finst
samt tryggara að við sverjum ennþá einu sinni
bagnareiðinn.«
»Pað má gjarnan fyrir mér,« sagði Huck.
Unnu þeir svo eiðinn.
»Hvað segja menn annars um þetta?« sagði
Tumi.
»Menn eru einlægt að stagast á því að Muff
Patter sé morðinginn. Það gengur ekki á öðru.
Það slær altaf út um mig köldum svitanum,
þegar eg heyri hann nefndan, enda hef eg mig
þá altaf í burtu.«
»Svona er það líka fyrir mér; eg ímynda
tnér, því miður, að dagar hans séu bráðum
taldir. Tekur þig ekki sárt til hans stundum ?«
»Ojú, því ætli það sé ekki ; auðvitað er nú
lítill mannskaði að honum, en hann hefur verið
Hestum meinlaus, greyið. Það getur nú verið
að hann hafi hnuplað sér fáeinum skildingum
svona við og við, til þess að fá sér í staupinu
fyrir, og auðvitað stundar hann enga sérstaka
atvinnu, — en svona erum við fleiri, t. d. prest-
arnir. Þetta er greyskinnsgarmur, mesta góð-
roenni, og ekki er hægt annað að segja, en
hann sé sæmilega ráðvandur. Hann gaf mér
e*nu sinni hálfan fisk, sem hann átti, og var
þó soltinn sjálfur, og oft hefur hann hjálpað
mér úr margri klípunni, þegar í harðbakka hef-
nr slegið fyrir mér.«
»Já, hann hefu; líka oft hjáipað mér til að
setja nýja öngla á færið mitt og búið mér til
flugdreka. Eg vildi að við gætum hjálpað hon-
um út úr svartholinu.«
»Já, það væri nú ekki nema rétt gjörl, en
e8 held það væri til lítils, þeir yrðu víst ekki
lengi að klófesta hann aftur!«
»Það gjöri eg nú ráð fyrir, en mér fellur
það svo þungt, að heyra menn altaf vera að
áklaga hann fyrir sakleysi.«
Drengirnir ræddu Iengi fram og aftur um
þetta og þegar dimt var orðið, gengu þeir út
að fangelsinu og voru þar á vakki góða stund
í þeirri von, að forsjónin myndi gjöra eitthvert
kraftaverk til að frelsa Patter. En það varð nú
ekkert af því. Þeir urðu að láta sér nægja að
stinga dálitlu af tóbaki og eldfærum inn um
grindagluggann til hans, eins og þeir höfðu
svo oft gjört áður. En samvizkan beit þá ver
en nokkru sinni fyr, er Patter hvíslaði til þeirra
út um gluggann:
»Þið hafið verið mér óskpöp góðir, dreng-
ir mínir, langbeztir af öllum hér í þorpinu,
enda skal eg muna ykkur það! Já, börnin mín!
Eg hefi drýgt voðalegan glæp, en eg var drukk-
inn og viti mínu fjær, og það er hið eina er
eg hefi mér til málsbóta. Eg verð að líkindum
hengdur, enda er það að maklegleikum. En
drekkið ykkur aldrei frá vitinu, börn, ef þið
viljið ekki láta fara fyrir ykkur eins og fórfyrir
mér. Lofið mér nú að taka í hendurnar á ykk-
ur, þið getið stungið litlu loppunum ykkar
hérna inu um gluggagrindina, lúkan á mér er
ofstór til þess, að hún komist í gegn. Þið haf-
ið glatt mig eins og þið hafið getað og mynd-
uð hafa gjört það betur, ef ykkur hefði verið
það mögulegt, en verið þið nú sælir, og kær-
ar þakkir fyrir mig, drengir mínir!«
Tumi var hryggur í huga þegar hann gekk
heimleiðis og hann dreymdi illa alla nóttina.
Næstu tvo daga gengu drengirnir jafnan til
dómsalarins, en fóru þó aldrei inn, heldur réðu
þeir af orðum þeirra, er út gengu, hvernig
málið stæði og það heyrðu þeir, sér til lítillar
gleði, að altaf þrengdi meir og meir að Patter.
Að kvöldi hins annars dags var sagt, að vitn-
isburður Indíana-Jóa væri sjálfum sér samkvæm-
ur, og gat nú enginn vafi á því leikið, hvernig
dómurinn mundi falla.
Þetta kvöld kom Tumi seint heim og skreið
því inn um gluggann. Hann var mög æstur í
skapi og lá andvaka svo tímum skiíti.