Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Síða 16
10
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
í ILLUGAVERI.
Þegar í Illugaver kom tókum við okkur
náttstað í leitarmannakofa, sem stendur
í mel norðan við verið. Hann er lítill en
þurr og allvistlegur með bálk fyrir
stafni og járnþaki. Yfirleitt eru fjallakof-
ar betur úr garði gerðir sunnan jökla en
norðan, bæði um stærð og allan búnað.
Ulugaverskofa má telja í röð hinna lakari
kofa syðra, og er þó mikill munur, hve
hann er vistlegri en Gráni við Geldingsá,
sem þó mun vera í betri kofa röð nyrðra.
Fyrir nokkru var Guðmundur frá Miðdal
að rita um fjallakofa og gaf þeim ófagran
vitnisburð og ekki að öllu með óréttu.
Enda þótt allvíða séu til sæmilegir kofar
skortir þó mjög á, að þeir séu svo búnir,
sem æskilegast væri, og margir þeirra eru
beinlínis til vansæmdar, þótt þeir vitan-
lega séu oft kærkomin skýli hröktum
ferðamönnum, væri þeirra þó mikill mun-
ur, ef lítið eitt meira væri hugsað þar um
þægindi þeirra, er þar eiga að gista. Eins
og nú er komið högum vorum, er áreið-
anlega hægt að gera fjallakofana vel úr
garði án verulegs tilkostnaðar, ef menn
einungis hafa hugsun á því. Er það hið
mesta þarfaverk, ef að því yrði undið,
enda þótt ekki væru reistar skýjaborgir
eins og Guðmundur frá Miðdal vill helzt
vera láta. En jafnframt þurfa þeir menn,
er leggja leiðir sínar um fjöll að læra það
frumatriði menningar að ganga vel um
kofana, og skilja aldrei við þá skemmda
eða óhreinsaða.
Eftir þenna útúrdúr skulum við litast
um í Illugaveri. Það er dálítill hagablett-
ur norðan og vestan undir Sauðafelli.
Mestur hluti þess er mýrlendi blautt, en
nokkrar víðigrundir og mosar einkum
norðan til. Austan að því er Köldukvísl,
en Sauðafell að sunnan, annars er verið
umkringt lágum melaöldum. Útsýn er lít-
il frá kofanum, en þegar kemur út í ver-
ið mitt opnast fjallahringur mikill og
fríður. Sézt þar lengst vestur til Bláfells
og Kerlingarfjalla suður af Hofsjökli.
Eru þau hin mikilfenglegustu þrátt fyrir
fjarlægðina. Lengra til norðurs er bunga
Hofsjökuls og Arnarfell. í norðri rís
Tungnafellsjökull, og suður frá honum
Hágöngur, fögur fjöll og stílhrein, en í
austri eru reginbreiður Vatnajökuls, svo
langt sem sér. Upp úr þeim rísa ýmsir
tindar og ber mest á Kerlingum. I suðri
byrgir Sauðafell sýn. í verinu er góður
hagi, en víða torfær sakir bleytu, eink-
um í grend við Illugaverskvísl, sem renn-
ur gegnum verið mitt, sem víða er illfær
sakir bleytu þótt sái'avatnslítil sé.
Við dvöldum í Illugaveri til kl. 1, not-
aði eg tímann sem annrs staðar til gróð-
urathugana, en Gunnbjörn brá sér upp á
Sauðafell, og naut þaðan hins glæstasta
útsýnis til suðurs og vesturs um Þóris-
vatn, til fjallanna við Landmannaleið og
allt suður á Heklutinda. Lét hann svo af
för sinni, að víst má telja það, að engan
muni iðra að leggja þá lykkju á leið sína
að bregða sér upp á Sauðafell, komi hann
í Illugaver, enda er leiðin stutt og gi'eið.
AÐ FISKIVÖTNUM.
Frá Illugaveri lögðum við af stað kl. 1
og skyldi nú haldin beinasta leið til Fiski-
vatna. Við fórum suður austan í Sauða-
felli og yfir Köldukvísl sunnan undir því.
Hún vai’ tæplega í kvið. Botn hennar er
allstórgrýttur en öruggur að öðru leyti.
Við Köldukvísl eru síðustu hagateyging-
arnir unz komið er að Fiskivönum, ann-
ars liggur leiðin um reginauðnir, hraun
og sanda.
Öræfin milli Köldukvíslar og Tungnaár
eru fyrir margra hluta sakir einhver
furðulegasti og hrikalegasti hluti öræfa
íslands. Óvíða munu jafnstór svæði vera
fullkomin eyðimörk og þar, skiftast þar á