Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Page 21
SUÐUR FJOLL 15 samt nokkuð á enn. Hún er víða allvand- rötuð, ef dimmviðri er. Til þess að bæta úr þessu þarf að varða ýmsa hluti leiðar- innar. Einkum ber nauðsyn til að varða og það vandlega leiðina upp úr Eyjafirði og inn að Geldingsá, og frá Laugafelli yf- ir á Sprengisandsveg, eða að minnsta kosti að Bergkvísl. Þá væri nauðsynlegt vegna þeirra er fara kynnu gangandi að reisa sæluhús bæði við Laugafell og í Ey- vindarveri. Þetta eru verkefni, sem bíða Ferðafélags íslands eða annarra, sem áhuga hafa á þessum efnum. Enn má bæta því við að út frá leið þessari eru tvær tiltölulega auðveldar hliðarleiðir, undir Arnarfellsjökul til vesturs, en þá er að vísu yfr Þjórsá að fara, og til austurs upp í Nýjadal í Tungnafellsjökli. Það er von mín og trú, að leið sú, sem lýst hefú verið í undanfarandi línum, verði fjölfarin, er fram líða stundir, og ferðalýsing þessi megi þá verða einhverj- um hvatning til ferðar og koma honum að nokkru gagni. Þá er tilgangi mínum náð. Stærstu eylönd jarðarinnar. 1- Grænland .............. 2,175,000 km.2 2. Nýja Guinea ............. 785,000 — 3. Bomeo ................... 736,500 — 4. Madagaskar .............. 618,450 — 5. Buffinsland ............. 611,000 — 6. Sumatra ................. 471,551 — 7. Stóra-Bretland .... 228,200 — 8. Honshu (í Japan) . . 228,000 — 9- Celebes ................. 188,940 — 10- Nýja-Sjáland, syðri eyjan 150,525 — 11- Java .................... 126,803 — 12. Kuba .................... 114,524 — 13. Nýja-Sjáland, nyrðri eyjan 114,295 — 14. Nýfundnaland .... 110,670 km.1 2 * * * * * * 9 10 11 15. Luson (í Filippuseyjum) 105,704 — 16. ísland ................ 102,819 — 17. Mindano (í Filippus- eyjum) 95,583 — 18. Novarja Semlja .... 91,800 — 19. írland ................. 82,456 — 20. Jesso (í Japan) .... 77,900 — 21. Haiti .................. 76,555 — 22. Sachalin ............... 75.000 — 23. Eldland ................ 71,500 — 24. Tasmania ............... 67,890 — 25. Ceylon ................. 65,608 — 26. Spitsbergen ............ 63,290 — 27. Franz Josepsland . . 54,000 — 28. Kynshi (í Japan) . . 35,600 — 29. Hainan (tilh. Kína) 34,000 — 30. Nýja Bretland .... 33,700 — 31. Sikiley ................ 25,740 — 32. Sardinía ............... 24,000 — 33. Shikoku (í Japan) .. 17,760 — 34. Jamica ................. 11,525 — 35. Nýja írland ............. 9,400 — 36. Kýprus .................. 9,285 — 37. Portorico ............... 8,996 — 38. Korsika ................. 8,722 — 39. Krít .................... 8,222 — 40. Sjáland ................. 7,016 — (Hér er sleppt nokkrum íshafseyjum, sem enn munu ómældar og lítið rannsak- aðar). -----ÍK------ Maður nokkur var sí og æ að kvarta um það við tengdaföður sinn, að konan sín væri bæði skapill og duttlungasöm. Loksins leiddist karli þetta endalausa rex og mælti: »Ef hún hegðar sér ekki sæmilega héðan af, þá skal eg finna hana í fjöru og gera hana arflausa“. Upp frá því kvartaði tengdasonurinn aldrei einu orði undan konunni.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.