Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Síða 25
BRÚÐKAUP JOHN CHARRINGTONS 19
mínútna. Eg reiknaði það út í flýti, að nú
væri aðeins tími, til þess að komast til
kirkjunnar, áður en vígslan átti að hefj-
ast. Ó, þvílíkur klaufi var hann að missa
af fyrstu lestinni. Hver annar en hann
hefði getað gert þetta?
. Þessar tuttugu og fimm mínútur fund-
ust mér eins og heilt ár, þar sem eg gekk
fram og aftur á brautarpallinum og las
auglýsingarnar, ferðaáætlanirnar og járn-
brautarreglurnar. Eg varð alltaf meira og
meira reiður við John. Eg var alveg að
tapa traustinu á honum. Eg hata það að
bíða. Það gera líka allir, en eg held, að eg
geri það öðrum fremur. Þessar tuttugu
og þrjár mínútur voru því lengi að líða.
Eg tuggði pípumunnstykkið milli tann-
anna og stappaði niður fótunum af óþol-
inmæði, meðan eg athugaði brautarmerk-
in.
Klikk, þarna féll burtfararmerkið nið-
ur. Fimm mínútum síðar stökk eg upp í
vagninn, sem eg hafði ætlað að sækja
John í.
„Akið til kirkjunnar'1, sagði eg, „John
kom ekki með lestinni“.
Nú var eg orðinn kvíðafullur, í staðinn
fyrir að vera reiður. Hvað gat gengið að
manninum? Ætli hann hafi orðið skyndi-
lega veikur? Eg vissi ekki til þess, að
honum hefði nokkurntíma orðið misdæg-
urt. Og ef svo væri, þá hefði hann símað.
Eitthvað hræðilegt hlaut að hafa komið
fyrir. Hugsunin um það, að hann hefði
hlaupist frá henni, datt mér ails ekki í
hug.
Já, eitthvað hræðilegt hlaut að hafa
komið fyrir, og nú var það hlutverk mitt
að segja brúðurinni frá því. Eg óskaði
þess næstum því, að vagninn ylti og eg
færi úr hálsliðnum, svo að einhver annar
yrði að segja henni það, en ekki eg, sem
— en það. var ekkert hægt við þessu að
gera.
Klukkuna vantaði fimm mínútur í fjög-
ur, þegar við komum að kirkjugarðshlið-
inu. Tvöföld röð af áköfum áhorfendum
stóð beggja megin við stíginn frá sálar-
hiðinu til kirkjudyranna.
Eg stökk út úr vagninum og gekk upp á
milli raðanna. Garðvörðurinn okkar stóð
rétt við dyrnar. Eg stanzaði.
„Bíða þeir ennþá, Byles?“, sagði eg við
hann, enda þótt eg þættist viss um, að svo
væri.
„Bíða, nei, nei, því þá það, því hlýtur
að fara að verða lokið?“
„Lokið, kom John þá?“
„Alveg á mínútunni, og hann hlýtur að
hafa farið á mis við yður, en eg get sagt
yður nokkuð“, sagði hann og lækkaði
róminn. „Eg hefi aldrei séð hann svona
áður, en eg held, að hann hafi fengið sér
ríflega í staupinu. Fötin hans eru öll ryk-
ug, og hann er hvítur sem nár. Eg get
sagt yður, að hann er alls ekki líkur sjálf-
um sér, og fólkið þarna inni segir sitt af
hverju. Þér munið sjá, að eitthvað er
bogið við John, og að hann hefir drukkið
meir en lítið.
Hann leit út, eins og afturganga, gekk
beint af augum og leit hvorki til hægri
eða vinstri né yrti á okkur; hann, sem
alltaf hefir verið þvílíkt prúðmenni“.
Eg hafði aldrei heyrt Byles halda svona
langa ræðu fyrr. Fólkið í kirkjugarðinum
stakk saman nefjum. Hringjararnir stóðu
tilbúnir til að hringja út ungu brúðhjónin
með glaðværum klukknahljómi.
Kliður frá kirkjudyrunum, gaf það til
kynna, að þau væru að koma. Þarna koma
þau. Byles hafði á réttu að standa. John
var ekki líkur sjálfum sér. Það var ryk á
jakkanum hans og hárið var allt í óreiðu.
Hann virtist hafa lent í áflogum, því að
það var dökk rák yfir augabrúnunum.
Hann var fölur sem dauðinn. En fölvi
hans var ekki meiri en brúðurinnar, hún
var sem höggvin í marmara — fötin,
blæjan, andlitið og allt —.
3*