Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 29

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Blaðsíða 29
LARS SÖREN í HÖFUÐSTAÐNUM 23 ef Sören hefði verið peningalítill, en sú var ekki ástæðan. Hann hafði fjögur hundruð krónur í brjóstvasanum. En sannleikurinn var sá, að honum þótti fjarska vænt um peninga, og hverja krónu sem hann varð að láta af hendi syrgði hann eins og látinn vin. Hann hafði hugsað sér að kaupa sér ný og falleg föt í höfuðstaðnum. Þess vegna lagði hann af stað í gömlu sunnudagaföt- unum sínum, sem voru fyrir löngu orðin allt of lítil, og hann fór að hugsa um það, hvort réttara væri að fleygja þeim strax og hann væri kominn í nýju fötin, eða slíta ögn betur út úr þeim. Raunar átti hann betri föt heima, en, það var nú þetta með hana Stínu, hún fékkst aldrei til þess að segja af eða á. Það gat skeðt að það hefði ofurlítil áhrif á hana, ef hann kæmi heim í nýjum falleg- um fötum. Hann fór að rangla um göturnar og líta inn í búðirnar, þar sem föt voru til sölu. Honum voru sýnd föt af öllum gerðum og stærðum, en öll voru þau ákaflega dýr, svo að hann fór að prútta um verðið, eins og karlarnir heima í sveitinni, þegar þeir voru að verzla með kálfana sína eða grísina. — A einum stað voru honum sýnd ljómandi falleg blá föt, sem kostuðu hundrað tuttugu og fimm krónur. Hann mátaði þau á sig og þau fóru honum svo "vel, að það var engu líkara en þau hefðu verið sniðin á hann. En þegar Sören vildi alls ekki gefa meira en fimmtíu krónur fyrir þau, varð kaupmaðurinn reiður og lét búðarsveinana tafarlaust fleygja hon- um á dyr. Hann fékk ekki svo mikið sem tíma til þess að klæða sig aftur í frakk- ann og treyjuna inni í búðinni, það varð hann að gera úti á götunni og láta fólk hlægja að sér á meðan. Þetta fannst Sören hreinasta ósvífni. Heima í sveitinni var það alltaf siður, þegar menn urðu ekki strax ásáttir með verðið, að mætast á miðri leið. Það gerðu ekki nema heimskingjar að borga strax það, sem upp var sett. Nei, takk! Sören var ékki svoleiðis maður að hann léti hvern sem var féfletta sig. Hann leitaði uppi bekkinn sinn á Ráð- hústorginu, og settist þar við hliðina á ungum velbúnum manni. Þessi ókunm maður fór að tala við hann, og spurð.i hvort hann væri atvinnulaus. Sören varð himinlifandi glaður, þegar hann loks hitti mann, sem ávarpaði hann að fyrra bragði, og ekki leið á löngu þar til þeir voru orðnir mestu mátar. Sagði Sören honum allt af létta um ferðalagið og öll æfintýr- in, sem hann hafði lent í. Hvað Stína væri treg til að vilja verða konan hans, og hann meira að segja gleymdi ekki að segja honum frá fjögur hundruð krónun- um, sem hann hafði í brjóstvasanum. Okunni maðurinn var hinn vingjarnleg- asti og bauðst til að sýna honum 'borgina, en Sören afþakkaði boðið. Borgina þekkti hann þegar út og inn. Hann sagðist ætla heim strax í dag með síðdegislestinni. Okunni maðurinn hlustaði með stök- ustu þolinmæði á allt, sem Sören hafði að segja, en þegar talið barst að heimferð- inni, skaut hann því inn í, að það væri óviðkunnanlegt að koma tómhentur heim aftur. Stínu vegna yrði hann að minnsta kosti að fá sér ný föt. Og hann bætti því við, að hann gæti sem bezt leyst úr þess- um vandræðum. Hann væri í peninga- þröng nú sem stæði, og hann sagðist skyldi selja honum fötin, sem hann stæði í, fyrir þrjátíu krónur, og gömlu fötin hans Sörens að auki. Þetta væri raunar ekkert verð, því það mætti Sören eiga víst, að Stína mundi strax hlaupa upp um hálsinn á honum, þegar hún sæi hann í nýju fötumun. Sören horfði gráðugum augum á fötin. Fimmtán krónur er víst alveg nóg, hugs- aði hanrt með sér. Þeir þjörkuðu lengi uní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.