Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Side 34

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Side 34
28 NÝJAR KVÖLDVÖKUR vopnaðir. Þeir héldu rifflunum fyrir framan sig, en höfðu þá ekki hangandi á öxlinni, eins og hún hafði séð í Biskra. Þeir hleyptu fram hjá henni á örstuttu færi — í þéttri, þráðbeinni röð, er bar vott um tamningu og aga, sem hún alls eigi hafði búist við að sjá. Enginn þeirra svo mikið sem vék við höfði, er þeir hleyptu fram hjá henni. Og linuðu heldur ekki á sprettinum. Hestur hennar ókyrrð- ist, og Díana tók fast í taumana og sneri sér í hnakknum til að horfa á eftir reið- mönnunum. Hún var frá sér numin af hrifningu. „Hverjir eru þetta?“ kallaði hún til Mústafa Ali, sem var dálítið á eftir. En hann virtist einnig hafa allan hugann við reiðmennina og ekki heyra spurningu hennar. Fylgdarlið hennar var einnig talsvert á eftir. Díana horfði á allt þetta hugfangin — þetta var fögur sjón. Allt í einu — algerlega óvænt — skeði atbui'ður, er gerði hana forviða og hálf skellkaða. Reiðmannafylkingin var komin rétt að kalla aftur fyrir fylgdarlið henn- ar, er þeir allt í einu stöðvuðu hesta sína í einum rykk, svo að hestarnir prjónuðu. En nú var ekki tími til að dást að reiðlist Arabanna, því að nú tók við hvað af öðru. Hin þétta reiðmannafylking tvístraðist allt í einu, og nú riðu þeir tveir og' tveir samhliða í langri runu í stórum sveig ut- an um menn Mústafa Ali og komu svo til baka á harða spretti og riðu umhverfis Díönu og fylgarlið hennar. Hún sat kyrr, hleypti brúnum og horfði á þá, og áttaði sig ekki til fulls, hvað hér var um að vera. Hún reyndi að halda hesti sínum í skefjum, en hann ætlaði alveg að tryllast. Tvívegis hleyptu þeir hringinn í kringum litlu varðsveitina hennar, hvítu skikkj- urnar þeirra feyktust eins og segl aftur af þeim, og þeir veifuðu rifflunum sínum hátt í loft upp. Díana tók nú að verða ó- róleg. Þetta var nógu falleg sýning og nýstárleg, en tíminn leið óðum, og senn myndi taka að dimma. Hefði þetta verið snemma dags, var allt öðru máli að gegna. Hún sneri sér í áttina til Mústafa Ali og ætlaði að segja honum að halda áfram. En hann hafði riðið enn lengra burt frá henni á móti leetarmönnum sínum. Hún átti fullt í fangi með að ráða við hest sinn og snúa honum við, svo að hún gæti riðið til fararstjóra. Þá var allt í einu skotið af mörgum rifflum í einu. Hún hrökk við og hestur hennar prjónaði hátt í loft upp. Svo hló hún hátt. Þetta' var auðvitað kveðjuskothríð! Hún leit við til að horfa á eftir þeim — og brosið fölnaði á vörum hennar. Þetta voru alls eigi kveðjuskot. Arabarnir miðuðu eigi riffl- um sínum í loft upp, heldur beint á hana sjálfa og fylgdarlið hennar. Og er hún dauðskelkuð litaðist um, hurfu menn Mústafa Ali á bak við þéttan hóp Araba, sem riðu fram á milli hennar og þeirra, og Mústafa Ali sjálfur lá fram á makkann á hesti sínum, sem stóð grafkyrr og ró- legur mitt í öllum þessum gauragangi. Svo kom önnur skothríð, og fararstjórinn seig hægt út af í hnakknum og rann ofan á jörðina, og í sama vetfangi hentist hest- ur Díönu af stað með hana, svo að hún var nærri því dottin af baki. Henni hafði ekki dottið í hug, fyrr en Arabarnir hófu skothríðina, að þetta væru óvinir. Hún hafði haldið, að þeir væru bara að sýna sig, því að henni var vel kunnugt, hvað þeir gátu verið barnalegir. Franska ríkisstjórnin hafði þá samt haft rétt fyrir sér! Og Díönu rann í skap af gremju og fyrirlitningu yfir ríkisstjórn, sem léti annað eins og þetta viðgangast rétt undir handarjaðrinum á siðmenning- unni. Svo varð henni hugsað til Aubrey — hve hann myndi nú hæðast að henni — og hún hló við þá hugsun!! En hláturinn hjaðnaði skjótt, er hún varð þess vör, að það var sár, en ekki ótti, sem olli því, að

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.