Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Qupperneq 46
40 NÝJAR KVÖLDVÖKUR og hún hörfaði inn undir trjáhlífðina og þaðan inn í tjaldið. Hún barðist gegn hin- um lamandi ótta, sem hún gat ekki varist. En samt nam hún staðar rétt innan við tjalddyrnar. Hún skyldi ekki láta óttann reka sig lengra! Hér ætlaði hún að mæta honum, en ekki inni í innsta tjaldinu eins og dauðhrætt skjálfandi dýr í innsta skoti búrsins. Svo mikinn sjálfsþótta átti hún þó ennþá til. Hún stóð þarna í felum og sá þá ríða inn á opna svæðið. Höfðinginn reið kol- svörtum hesti, og Díana leit háðslega á fannhvíta skikkju hans, sem féll niður um gljáandi og silkimjúkt hrossið. „Svart og hvítt! Svart og hvítt! Lodd- ari!“ tautaði hún og beit saman tönnun- um; en er hann sveiflaði sér af baki, var eins og hverri hugsun væri sópað burt úr höfði hennar, svo var hún gagntekin af ótta og skelfingu fyrir honum. Hjartað lamdist í brjóstinu á henni, svo að henni varð erfitt um andardrátt og hún leið nærri því líkamlegar kvalir, er hún beið þess, sem verða mundi. Hún sá, að hann klappaði stóra hestin- um svarta. Og er hann var teymdur burt, stóð hann kyrr og horfði á eftir honum, meðan hann talaði við ungan og hávax- inn Araba, sem hafði komið með honum. Loksins sneri hann sér við og gekk hægt í áttina til tjaldsins. í tjalddyrunum nam hann staðar, sem allra snöggvast, til að segja eitthvað við Frakklendinginn: hann var aðsópsmikill og villimennskulegur til að sjá. Víður búningurinn og fannhvít skikkjan blakti um hann, og magurt and- lit hans með skörpum dráttum bar við kvöldhimininn fyrir utan. Hann bar höf- uðið hátt og borginmannlega, og allur var svipur hans sjálfbyrgingslegur og mikilúðgur, og lýsti því greinilega, að hér kom höfðinginn. Hann pataði höndunum í sífellu, er hann talaði, og rödd hans var mjúk og blæ-dimm, en samt áberandi valdsmannsleg. Hún sá, að hann benti með útréttum handlegg á eitthvað, sem var utan við hennar sjónarsvið, og hann hló um leið og hann sneri sér við — og sá hlátur hans olli henni titrandi skjálfta um allan líkamann. Svo gekk hann inn i tjaldið, — og Díana hörfaði fáein skref aftur á bak og stóð og horfði niður fyrir sig. Hún vildi ekki líta á hann, vildi ekki mæta augnaráði hans. Nærvera hans var henni móðgun. Hún var eldheit af blygð- un. Hver taug í líkama hennar andmælti hávært nærveru hans. Hún skalf og nötr- aði eins og í hitasótt og beit á vörina, til þess að hann skyldi ekki verða þess var að hún skalf. „Ég vona að Gaston hafi séð vel um þig. meðan ég var í burtu?“ sagði hann blátt áfram og gekk hljóðum skrefum yfir gólfið og laut niður yfir lítið borð til að kveikja í vindlingi. Þetta kuldalega á- varp og öll framkoma hans höfðu þau á- hrif á hana, eins og steypt hefði verið yfir hana fötu af köldu vatni. Öllu öðru hafði hún getað búizt við, en ekki svona kulda- legum manni og rólyndum undir þessum kringumstæðum. Hann talaði eins og veit- ingamaður, sem afsakar nauðsynlega fjar- veru sína með hversdagslegasta orðalagi. Ótti hennar breyttist í einu vetfangi í logandi bræði. Hún rétti út sér og kreppti hneíana. „Er nú ekki bráðum nóg komið af svo góðu? sagði hún æst. „Hversvegna hafið þér hagað yður svona svívirðilega?“ Þunnt reykjarský þyrlaðist í áttina til hennar, eins og höndinni, sem hélt á vind- lingnum, hefði verið sveiflað í þá áttina með samskonar handapati og hún hafði tekið eftir hjá honum í dyrunum. En hann svaraði ekki. Við það varð hún enn- þá æstari, og orðin fossuðu af vörum hennar á ýmsum endum — nú var henni alveg sama, hvað hún sagði, og hvernig hún sagði það!

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.