Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Side 50

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1938, Side 50
44 NÝJAR KVÖLDVÖKUR tók enskt tímarit, sem lá á skrautlegu smáborði rétt hjá. Hún beit á vörina, til þess að bæla nið- ur grátinn, sem ætlaði að brjótast upp, hún kreppti hnefana til að hleypa í sig kjarki og stilla taugar sínar og gekk yfir gólfið á eftir honum. — „Þér verðið að segja mér það! Ég verð að fá að vita það! Hvenær ætlið þér að láta mig fá að fara?“ Hann sneri hægt blaði í tímaritinu, og sló rólega öskuna af vindling sínum, áður en hann leit upp. Svipur hans var þung- búinn og ógnandi, og hann virti hana nákvæmlega fyrir sér frá hvirfli til ilja, hægt og rannsakandi, á þann hátt, að það fór hrollur um hana. — „Þegar eg verð orðinn leiður á þér“, svaraði hann kulda- lega. Hún varð gagntekin af sterkum skjálfta og hún sneri sér snöggt undan og stundi hátt við; svo staulaðist hún eins og í blindni að innra tjaldherberginu; en er hún kom að fortjaldinu, staðnæmdist hún við það, að hann sagði eitthvað. Hann hafði fleygt frá sér tímaritinu og lá nú endilangur á dívaninum og teygði sig makindalega með hendurnar undir hnakkanum. „Þú ert svei mér' falleg og spengileg í þessum strákafötum“, sagði hann í létt- um tón, og brosti lítið eitt, „en það var ekki strákur, sem eg sá, er eg sá þig í Biskra. Þú skilur mig víst,. eða hvað?“ Hún stóð stundarkorn innan við þykka dyratjaldið og skalf og nötraði eins og hrísla í vindi. Hún tók báðum höndunum fyrir andlit sér, og lá við að hún gæfist alveg upp. Já, hún skildi hann fyllilega! Þetta voru orð þess, sem var viðbúinn því að sigra með valdi. Það var fyrirskip- un um að halda sér sérstaklega til, svo að hún yrði enn álitlegri og eftirsóknarverð- ari í augum þessa manns, er leit á hana á þann hátt, sem enginn annar karlmaður nokkuru sinni áður hafði árætt að líta á hana. Þessi maður leit á hana rannsóknar- augum, eins og ætti að meta hana til fjár. Og henni fannst svo greinilega, að nú væri hún ambátt, sem höfð var til sýnis og átti að selja á opinberum mark- aði. Hún varð að fara úr karlmannsfötun- um, sem höfðu verið einskonar vörn hennar og aukið henni kjark, — til þess að hlýðnast duttlungum þessa villimanns, og klæða sig í kvenbúning sinn, er sýndi íturfagran vöxt hennar enn betur og alla hina sérstæðu fegurð hennar. Hún gekk reikul í spori að búningsborð- inu og starði gremjulega á nábleikt andlit sitt í speglinum. Orð Aubry bróður henn- ar hljómuðu nú fyrir eyrum hennar með allri sinni bítandi kaldhæðni! í kvöld skreytti hún sig sannarlega ekki sjálfri sér til ánægju! Andlit hennar var eins og köld steingríma, augu hennar voru djúp og dökk af niðurbældri bræði. En undir niðri leyndist innibyrgður ótti. Hún hrökk við í hvert sinn og eitthvert hljóð barzt inn úr fremra herberginu. Hún var svo skjálfhent, að henni ætlaði varla að takast að hafa fataskifti. Hún hataði hann ákaflega, hataði sjálfa sig og fegurð sína, sem hafði valdið öllum þessum ógn- um og skelfingum! Hún leit aftur í speg- ilinn og starði fjandsamlegum augum á fölt andlit sitt. Átti hún að þola það, að hann horfði á hana á sinn kaldhæðnislega hátt, bleiknefjaða og með ótta í augum eins og lúbarinn hundur! Hafði hún ekki einu sinni kjark til að leyna óttanum, sem gagntók hana alla með andstyggð! Bræðin, sem blossaði upp í henni, hleypti dálitlum roða í kinnar henni. Hún beygði sig nær speglinum og tautaði eitthvað sýnilega hressari í bragði — en þagnaði í sama vetfangi og greip skjálfandi utan um borðbrúnina, en hélt samt áfram að stara í spegilinn, ekki þó á sitt eigið andlit, heldur á hvítan búning með djúpum fell-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.