Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Page 10
152
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
þessa prestskosningu. Þegar allt var um
garð gengið, rann móðurinn af mönnum,
og þeir, sem lentu í minnihluta, sættu sig
við orðinn hlut. Lífið fór aftur að ganga
sinn vanagang. Fólk fór að hugsa um
annað og tala um annað, eins og gengur
og gerist. Svona er það æfinlega. Jafnvel
stærstu og þýðingarmestu atburðir verða
að víkja fyrir því, sem nýrra er, þó að það
sé aðeins eitthvað hversdagslegt og lítil-
fjörlegt.
Séra Bjarni hélt til Reykjavíkur eftir
að hafa falið vini sínum, Jóhannesi með-
hjálpara, og handleiðslu guðs, söfnuðinn,
á meðan hann væri fjarverandi. Hann
ætlaði að vera kominn aftur fyrir septem-
berlok, ef þess væri kostur. Honum veitti
ekki af tímanum, því að það var svo
margt, sem þurfti að hugsa fyrir og und-
irbúa, áður en hann gat kvatt Reykjavík,
til þess að setjast að norður í landi.----
Seinnipart dags gekk hann upp tröpp-
urnar að húsi foreldra sinna. Móðir hans
var heima og fagnaði honum innilega.
Faðir hans var ókominn heim af skrifstof-
unni. Hann var þreyttur og svangur, svo
að það var ekki fyrr en hann var búinn
að matast og hvíla sig dálítið, og þau fóru
að tala um ferðalagið og árangur þess.
Við heyrðum í útvarpinu kosningaúr-
slitin, sagði móðir hans. Það var stoltasta
augnablik æfi minnar. En það var annars
merkilegt, hvað hann fékk mörg atkvæði
þessi Jónas.
— Tja, það virðist svo að órannsökuðu
máli, svaraði sonur hennar. En raunar
var fylgi hans lítið, þegar þess er gætt,
hversu allt var í pottinn búið. Maðurinn
var þekktur þarna, en ég kom öllum ó-
þekktur. Áður en ég kom, hafði hann alla
með sér, en þú mátt trúa því, að það
snerist við eftir að ég kom.
— Það hlaut að vera, sagði móðir hans.
Henni fannst sonur sinn svo langt hafinn
yfir aðra, að hún gat ekki skilið að nokk-
ur leyfði sér að efast um það.
— Hefði ég bara haft dálítið meiri tíma,
hélt sonur hennar áfram, er ekki vafi á,
að munurinn hefði orðið ennþá meiri.
— Það var nú bara gott og blessað, að
þú hafðir það. En mikið held ég að ég
sakni þín, þegar þú ert kominn langt
norður í land. Er ekki fjarska afskekkt
þarna, og er nokkuð nema bændafólk að
umgangast?
Séra Bjarni róaði móður sína með því
að fullyrða, að þetta væri þéttbýl og fjöl-
menn sveit. Landkostir og náttúrufegurð
var í betra lagi. Og fólkið. Ja, náttúrlega
var það óupplýst og villuráfandi, margt
af því. Það hafði hann fyrir löngu gert sér
ljóst. Heilbrigðir þurfa ekki læknis við,
heldur þeir, sem sjúkir eru. Sá, sem ætl-
ar sér það hlutverk, að leiða aðra eftir
hinum grýtta og þrönga vegi, sem liggur
til andlegrar farsældar, verður að gera
sér það ljóst, að hann fær ekki notið allra
tímanlegra þæginda. Það verður meðvit-
undin um blessunarríkt starf að bæta
upp. —
Seint um kvöldið gekk hann vestur í
bæinn. Þar drap hann á dyr á fremur
litlu húsi. Ung og grannvaxin stúlka lauk
upp hurðinni. Þegar hún sá, hver kominn
var, flaug hún upp um hálsinn á honum
fyrirvaralaust. Þetta var frúarefnið á
Breiðavaði.
— Þetta dugar ekki, góða, sagði hann
og náði varla andanum. Hér geta allir séð
okkur.
— Það má allur heimurinn sjá okkur.
sagði frúarefnið, en hún lét hann samt
góðfúslega ýta sér svo langt inn úr dyr-
unum, að hann gat lokað hurðinni, og
íyrir lokuðum dyrum kyssti hann unn-
ustu sína, ekki á munninn, heldur á vang-
ann. Öll hans ástaratlot voru hnitmiðuð
og laus við allan ástríðuhita. Allt varð að
hafa sín takmörk, það sem annað. Það var