Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 15

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 157 stofunni á bak við búðina, þegar sonur hans kom þar inn. Faðir hans benti hon- um að setjast og bíða á meðan hann væri að ljúka við áríðandi bréf. Sonurinn fékk sér þegjandi sæti andspænis föður sínum. Þurfti nú karlinn endilega að láta hann bíða, eftir að hafa ginnt hann þangað vitanlega að þarflausu? Það hafði aldrei verið mikið ástríki á milli feðganna. Símon var hæglátur, góð- lyndur maður, sem aldrei skipti sér af öðru en því, sem við kom verzluninni. Á heimilinu hafði kona hans ætíð stjórnað öllu, og eftir að Bjarni komst á legg, stóð hann ætíð með móður sinni. Hann hafði aldrei leitað til föður síns, nema þá til þess að fá hjá honum peninga, sem hann hafði ætíð fengið orðalaust. í raun réttri var hann föður sínum ókunnugur. Hálft í hvoru fannst honum það vera sér óskyld- ur og óþekktur maður, sem sat þarna á rnóti honum við borðið. Hann varð leiður yfir því að þurfa að bíða, svo að hann sagði dálítið óþýðlega: — Þarftu endilega að ljúka við þetta hréf núna? Faðir hans leit upp og lagði frá sér pennann. — Ég veit það, að það er illa gert af mér að tefja þig núna, Bjarni minn, sagði hann. En ég verð að ljúka við þetta bréf. Svo greip hann pennann aftur, skrifaði nafnið sitt undir bréfið og gekk síðan frá því í umslagi. Síðan kallaði hann á dreng, sem hann hafði til snúninga, og bað hann fyrir það í póstinn. Þegar þessu var lokið; sneri hann sér að syni sínum. — Við höfum ekki talazt mikið við, tveir einir, um dagana, byrjaði hann svo eftir nokkra þögn. Það verður þess vegna dálítið erfitt að komast að efninu. Mér þykir vænt um, að þú skuljr vera búinn aÖ fá embætti, sem vel má lifa af, svona uýkominn frá prófborðinu. — Það er ekki launanna vegna, sem ég valdi mér prestsstöðuna, svaraði sonur- inn, því að laun okkar prestanna eru sví- virðilega lág. — Með nægjusemi má vel lifa af þeim, svaraði faðir hans. Og það verður þú að láta þér takast. Það er ekki svo að skilja, að ég vilji ekki veita þér þá hjálp, sém ég get í té látið. En mín geta er því miður lítil eins og sakir standda. — Séra Bjarni leit undrandi á föður sinn. — Á að skilja þetta svo, að þú sért ekki eins vel stæður eins og ég og aðrir hafa álitið? Faðir hans kinkaði kolli. —Já, Bjarni minn, það er síður en svo, að ég sé ríkur maður. Sannleikurinn er, að ég er fátækari en þú og aðrir geta gert ykkur grein fyrir. — Hvernig stendur á þessu? Varstu ekki einu sinni allvel efnaður? —Það mátti kallast svo, en ég lét til- leiðast að leggja fé í nokkur vafasöm fyr- irtæki. Það tiltæki mitt hefir kostað mig aleiguna og rúmlega það. —Ertu — ertu gjaldþrota? —• Raunverulega er ég það. Þó er ekki fyllilega séð fyrir endann á þessu ennþá. Ef til vill rætist eitthvað úr. En ég gat ekki annað en látið þig vita, hvernig kom- ið er, því að framvegis get ég ekki veitt þér neinn fjárhagslegan stuðning. Fram- vegis verður þú að miða þarfir þínar við þær tekjur, sem þú hefir af starfi þínu. —- Þessir síðustu dagar hafa líka verið óvenju fjárfrekir, hélt faðir hans áfram eftir dálitla þögn. En mamma þín vildi nú hafa þetta svona, ég gat ekki fengið mig til að ræna hana þeirri gleði, sem þetta hefir valdið henni. Svo ert þú líka eina barnið okkar, svo að það má ekki minna vera en reynt sé að gera þig sómasamlega úr garði. En meira get ég ekki heldur gert fyrir þig að svo stöddu. Séra Bjarna fannst faðir sinn síga sam-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.