Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 30
172
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
breytt hölðu ást hans í hatur. Hún hafði
aldrei raulað lag þetta, nema þegar hún
var einsömul og hélt, að enginn heyrði
til sín.
Höfðinginn tautaði eitthvað í hljóði,
reif tjaldflíkina alveg frá dyrunum og
þaut inn í tjaldið.
Á lágu skrautborði stóð kaffikanna og
hylki með vindlingum í, og þar rétt hjá
sat söngkonan litla mitt í stórri svæfla-
hrúgu. Hún laut höfði niður yfir gítarinn,
sem lá á kné hennar, og ruggaði sér hægt
eftir hljóðfalli söngsins. Þótt hún væri
með allan hugann við óljósar bernsku-
minningar, er tengdar voru söng þessum,
voru þó eyru hennar næm fyrir öllum
hljóðbrigðum næturinnar. Hún heyrði
því óðar, er hinn þungi búrnus (skikkja)
höfðingjans slóst við reiðstígvél hans, lét
gítarinn renna niður með kné sér og leit
upp með eftirvæntingu — en glöð kveðju-
orðin visnuðu á vörum hennar. Hún
spratt á fætur, þrýsti höndunum upp að
brjósti sér og dró djúpt andann og starði
hrædd og forviða á mennina tvo á víxl.
Þeir voru báðir svo kuldalega hörkulegir
á svip, svo einkennilega furðulíkir og þó
svo ólíkir að yfirbragði. Allt í einu áttaðl
hún sig, rak upp lágt hljóð og flýði inn í
innra tjaldið.
„Who is that girl?“ (Hvaða stúlka er
þetta?) Það var í fyrsta sinni á ævinni,
að höfðinginn ávarpaði son sinn á ensku.
Ahmed ungi fölnaði og hörfaði undan
bræðiþrungnu augnaráði föður síns.
Hann hikaði með svarið, en sagði svo:
„Það er stúlkan, sem — ég hefi tekið“,
svaraði hann og kerrti allt í einu hnakk-
ann þrákelknislega.
Augu höfðingjans leiftruðu geigvæn-
lega. „Þú — hefir tekið!“ endurtók hann
hvasst. „Og það geturðu sagt svona kæru-
leysislega?“ Og svo hellti hann sannköll-
uðu syndaflóði af svíðandi sárum bitur-
yrðum yfir höfuð sonar síns, er stóð
frammi fyrir honum, þögull og náfölur, og
beið þess, að heljarhríð þessari skyldi
létta. Er höfðinginn þagnaði að lokum,
leit sonurinn framan í föður sinn með
einkennilegu augnaráði.
„Þú hefir formælt mér fyrir það, sem
ég hefi gert“, sagði hann skjálfraddaður i
hálfum hljóðum, „en hvernig tókst þú
„mömmu litlu“?“
Höfðinginn hrökk við, eins og hann
hefði verið barinn með svipu, og náföln-
aði. „Veizt þú — það?“ sagði hann loks-
ins, og var auðséð, að hann tók þetta
nærri sér. Og „drengurinn“ sá nú, að
hefnd hans hafði orðið sárari og áhrifa-
meiri, en hann hafði búizt við.
„Eg hefi vitað það, síðan ég var ofurlít-
ill angi“, svaraði hann lágmæltur, „og það
lá við, að Gaston dræpi manninn, sem
sagði mér það“.
Höfðinginn svaraði þessu engu. Hann
gekk út í tjalddyrnar og starði út í
myrkrið, og tilfinningar hans voru í upp-
námi. Blygðun og sársauki skáru sem
bitrir hnífar í sálu hans.
Þetta var hans eigin synd endurvakinl
Endurminningin um eigin afbrot mætti
honum hér í mynd lastatilhneigingu hans
sjálfs. Hvernig ætti hann þá að geta
dæmt, hann, sem framið hafði sömu synd-
ina? — Þetta var miklu frekar hans eigin
sök en „drengsins“, því að þetta var arf-
ur hans. Arfur! Og hafði hann ekki ver-
ið of skeytingarlaus um allt uppeldi
„drengsins“, þótt hann hefði auðvitað að-
varað hann þrásinnis. — Og hér komu nú
afleiðingarnar í Ijós — þessi augljósu
mök við þarlenda stúlku!
Hann andvarpaði þungt og gekk yfir
að legubekknum og benti „drengnum“ að
koma nær. „Úr því að þú veizt þetta“,
sagði hann og var þungt niðri fyrir,
„verður auðveldara fyrir okkur að tala
rækilega og opinskátt um þetta. Þú hefir
þóttst hafa fullan rétt til að minna mig á,