Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 25
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 167 vís til að taka það af henni. Ó, ætlið þér ekki að koma, Sjönning?“ „Jú, ég skal koma“. Hann rétti gömlu frúnni höndina, þakkaði henni fyrir kvöídið, og fylgdist því næst með Ester UPP. Það var satt, sem Ester sagði. Hansen múrari sat við ofninn, ásamt þremur drykkjubræðrum sínum, er spiluðu og drukku. Það var einnig satt, að hinum megin í stofunni, þar sem bæði var dimm- ara og kaldara, sat nú sárþjáð kona, sem var að enda við að svæfa tvö börn í rúm- fleti, sem bar vott um hina sárustu fátækt. í stofunni voru því nær engin húsgögn. Hansen múrari stóð undranai á fætur, þegar gestirnir komu inn. „Ölkaupmaður- inn! Það var óvæntur heiður!“ Sjönning rétti honum höndina, en það var eins og einhver nýr heimur opnaðist fyrir honum á meðan hann stóð þarna og bauð gleðileg jól. Hann laumaði peningabuddunni sinni í lófann á ungfrú Ström, án þess að nokkur tæki eftir, og tók sér því næst sæti, eftir boði húsbóndans, hjá þeim félögum. En Sjönning leið illa þarna, hann stóð því fljótlega á fætur, og í sama bili kom ungfrú Ström og frú Hansen til hans. Tvær kaldar og magrar hendur gripu um hönd hans, og þrýstu hana innilega, og tvö augu full af tárum, horfðu á hann með svo innilegu þakklæti, að hann gleymdi því aldrei. Hann opnaði hurðina, kvaddi og gekk Ýt. Dálítið feimnisleg rétti hún honum Peningabudduna aftur. „Herra Sjönning, þér megið ekki reiðast uiér, en ég gaf henni 20 kr. Ég veit ekki uema yður finnist það of mikið“. „Nei, það var ekki of mikið, og ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi“. Svo kvöddust þau. ^egar hann var kominn niður stigann, sneri hann sér við, og leit til baka. Þama stóð hún ennþá, hátt uppi og lýsti niður stigann með lampanum. Þegar hann kom niður í litla herbergið sitt, fleygði hann sér niður .á stól, hallaði sér fram á borðið, huldi andlitið í hönd- um sér og var í ákafri geðshræringu. Það hafði runnið upp fyrir honum nýr sannleikur í kvöld, sannleikur, sem hon- um fannst svo sorglegur og hræðilegur, að hann væri verri en allt annað. Hann hafði sjálfur vanrækt hina ástkæru, góðu móð- ur sína, sem hann átti meira að þakka en nokkrum öðrum. í 20 löng .ár hafði hún setið alein þarna heima, og dregið fram lífið með sveitarstyrk. Hvers vegna hafði hann ekki skrifað henni, að minnsta kosti einu sinni eða tvisvar á ári? Hvers vegna fór hann ekki heim og heimsótti hana? Hvers vegna hafði hann aldrei sent henni peninga? Jú, það var af því, að hann hafði sett sér það takmark, að verða auðugur maður, og gleymdi svo öllu öðru, öllum sínum skyld- um. Og svo var hann sokkinn niður í þetta eina áhugamál sitt, að • það liðu oft svo langir tímar, að hann mundi ekki eft- ir að hann ætti neina móður. Að síðustu dó hún, án þess að fá að sjá son sinn ,og var jörðuð á kostnað sveitar- innar. Og hér í höfuðstaðnum hélt hann svo áfram að safna peningum. Hann græddi fé á að selja öl, fjölskyldum, sem lifðu við svipaða neyð eins og múrarafjöl- skyldan þarna uppi. Hann vissi það að vísu, að þótt hann hætti að selja þeim öl- ið, þá myndi einhverjir aðrir gera það, og þó fann hann, að einmitt með þessari at- vinnu sinni var hann að breiða út sorg, fátækt og alls konar ógæfu. Ungfrú Ström hafði því miður alltof rétt fyrir sér. Ester Ström! Hann sá hana enn svo ljóst í huga sér þarna uppi, bjarta og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.