Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
161
íslenzkt, og ber eigi minnst að þakka það
á þeim breytinga- og byltingatímum, sem
nú eru.
Það má vel vera, að skoðanir manna
um Sólon Islandus verði skiptar, en við-
tökur þær, sem bókin hefir þegar fengið,
sýna bezt, að hún hefir fallið þorra les-
enda í geð. Hitt er og víst, að Davíð hefir
þegar með þessari fyrstu skáldsögu sinni
tekið sér sess meðaL hinna fremstu ís-
lenzku sagnaskálda.
Karen M. Nielsen:
Jólagjöfin.
Hans Sjönning var hvorki laglegur eða
glæsilegur maður, þar sem hann stóð fyr-
ir innan búðarborðið í ölkjallaranum sín-
um. Það bætti heldur ekki úr, að hann
var frekar illa til fara, venjulega bæði
með ógreitt hár og skegg. En þrátt fyrir
þetta, bauð maðurinn af sér góðan þokka.
Það var eitthvað góðlegt við gráu augun
hans, sem stundum voru dálítið þung-
lyndisleg.
Hann hafði verið í Ameríku og grætt
þar stórfé, það vissi hvert mannsbarn í
götunni. Og menn vissu það líka, að hann
kærði sig ekkert um, hvað aðrir töluðu og
hugsuðu um hann, en eitt var víst, verzl-
un hans gekk vel, og hann hafði' marga
góða viðskiptavini.
Hans Sjönning hafði verið 20 ár í Ame-
ríku. Hann var tvítugur þegar hann fór
þangað vestur, og öll þessi löngu ár, í
fjarlægri heimsálfu, hafði hann unnið
baki brotnu. Hann safnaði líka fé, reikn-
aði og taldi saman, hvað hann væri nú
búinn að græða. En loksins, eftir öll þessi
ar, varð heimþráin svo sterk, að hann
lagði af stað heim til átthaganna. Þegar
þangað kom var móðir hans búin að hvíla
tvÖ ár í kirkjugarðinum við hliðina á litlu
systur hans, Línu, sem var dáin áður en
hann fór vestur. En hinir fáu og fátæk-
legu munir, sem móðir hans hafði átt,
voru komnir eitthvað út í veður og vind.
Þreyttur á líkama og sál, eftir 20 ára
þrældóm í fjarlægri heimsálfu, kom hann
nú hemi til átthaganna aftur, en þar fann
hann enn meir til tómleikans í sál sinni,
og einstæðingsskaparins, en nokkru sinni
áður. Hann keypti* tvo fallega kransa,
lagði þá á hin tvö leiði úti í kirkjugarðin-
um, kvaddi síðan fæðingarþorp sitt og
hélt til höfuðstaðarins. Eftir stutta dvöl
þar keypti hann ölkjallara í fjölfarinni
götu, og allt gekk vel.
Þótt hann væri auðugur maður, hafði
hann alltaf neitað sér um hvíld og lífs-
þægindi, öll þessi ár, sem hann var í Ame-
ríku, og þannig varð það einnig hér. Á
bak við búðina hans var lítið og óvistlegt
herbergi. Þarna kom hann nú rúmi sínu
fyrir, ásamt litlu borði, stól og olíuofni,
sem hann notaði stundum til að steikja
sér fleskbita á, eða hita kaffisopa, sem
vildi nú verða misjafnt að gæðum. Þessu
óbrotna lífi hélt hann áfram að lifa.
Þegar hann var svo búinn að loka búð-
inni á kvöldin, gerði hann upp reikninga
21