Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 24
166
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
og erum því innilega þakklátar þegar ein-
hver gerir okkur þá ánægju að líta hér
heim. Og nú skulum við reyna að gera
þetta kvöld ánægjulegt. Fyrst plokkum
við niður af jólatrénu það, sem þar er að
fá, þar næst syngjum við jólasálm, og
drekkum svo kaffi síðar. Ég óska yður
hjartanlega gleðilegra jóla, herra Sjön-
ning!“ sagði hún að lokum, og rétti hon-
um höndina. Ester tók einnig í hönd hans,
og óskaði honum gleðilegra jóla. Að því
búnu kom hún hinu dýrmæta kaffistelli
fyrir á borðinu, og festi svo litlu hörpuna
í kjólbarminn, svo neðarlega, að hún gæti
séð hana sjálf.
Ætlar þú ekki að láta á þig fingurbjörg-
ina líka?“ spurði móðir hennar hlæjandi.
„Nei, en nú ætla ég að taka niður af
jólatrénu, áður en kertin eru útbrunnin",
sagði Ester glaðlega.
Svo voru smábögglarnir teknir niður af
trénu, og úthlutað. Sjönning varð að láta
sér nægja lítið eitt af sætabrauði, en var
samt hjartanlega ánægður. Að því loknu
settist Ester við orgelið.
„Þú spilar auðvitað gamla, fallega sálm-
inn okkar, Ester mín“, sagði móðir henn-
ar.
„Já, mamma“.
Svo sungu þau sálminn: „Ofan af himn-
um boðskap ber“. Ester söng með hreinni,
fallegri rödd, og frúin tók undir, en
Sjönning sat lengra frá og fól andlitið
ósjálfrátt í höndum sér. Það var einkenni-
legt, að þessar konur skyldu alltaf hitta á
að syngja þá söngva, sem minntu hann
svo mjög á bernskuheimili hans.
Þetta var einmitt jólasálmurinn, sem
mömmu hans þótti vænzt um. Hann
mundi enga þá jólanótt heima, að þessi
sálmur væri ekki sunginn. Hann sá í
anda blessaða litlu stofuna þeirra. Hann
sá móður sína, systur og sjálfan sig við
jólaborðið með sálmabækurnar sínar. Og
á meðan þær mæðgur héldu áfram að
syngja sálminn, gat hann ekki lengur tára
bundizt. Hægt og hljótt runnu þau niður
kinnar hans og skegg, og hrundu svo nið-
ur á kné hans eins og tærar perlur.
Skyldu þær sjá þetta? Æ, hvað gerði það
til, þær mundu ekki gera gys að tilfinn-
ingum hans.
Enn voru sungnir nokkrir sálmar. Svo
stóð Ester upp og fór að leggja á kaffi-
borðið. Eftir litla stund var allt tilbúið.
Á miðju borðinu stóð silfurstellið, en log-
andi kertaljós á litlum grenigreinum stóð
við hvern kaffibolla.
„Nú hellir þú í bollana, mamma mín“.
Þegar Sjönning stóð loks upp til að
kveðja, gekk ungfrú Ester til hans og
mælti: „Þér megið ekki reiðast mér, herra
Sjönning, en það er dálítið, sem mig lang-
ar svo mikið til að biðja yður um“.
„Og hvað er það, ungfrú?“
„Það er — það er múrarafjölskyldan
ennþá. Ég get fullvissað yður um, að þar
eru ekki haldin gleðileg jól. Ég býst ekki
við að múrarinn sé vondur maður, en
hann er svo algjörlega á valdi flöskunnar,
að hennar vegna gleymir hann öllum sfn-
um skyldum. Við mamma höfum reynt að
gera það sem við gátum til að bæta úr
sárustu neyðinni, en við getum svo lítið,
en þér, Sjönning, eruð auðugur maður.
Þætti yður ekki gaman, að ganga upp og
gleðja hina bágstöddu konu með einhverri
lítilsháttar jólagjöf?“
„Ester! hvernig dettur þér þetta í hug?“
sagði gamla frúin og horfði hálf hrædd á
dóttur sína, yfir gleraug’un.
Sjönning stóð alveg ráðalaus: „Ég þekki
þetta fólk alls ekkert, og það væri dálítið
einkennilegt að koma þannig vaðandi inn
til þeirra á sjálfa jólanóttina'V
„Ég skal koma með yður, og það verður
að haga því þannig til, ef þér gefið frú
Hansen eitthvað, að maður hennar fái
ekki að vita það, því annars væri hann