Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 8
150
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
lyndum manni fyrir þá sök, að hann er
fátækur. Eftir því, sem ég hefi kynnzt
skoðunum séra Bjarna, tel ég að við höf-
um nóg af íhaldi og þröngsýni, þó að
ekki sé bætt við.
Nú hafði Páll „sitt á hvað“ þagað svo
lengi, að hann hélt ekki út lengur.
— Neftóbakið hans séra Bjarna er
hreint það bezta, sem ég hefi nokkurn
tíma þefað af---------.
Hann komst ekki lengra, því að með-
hjálparinn rak olnbogann svo hart í síð-
una á honum, að hann æjaði við
— Þegi þú, Páll, sagði hann höstugur.
Hér er alvarlegra mál til umræðu en nef-
tóbak. Það er andleg og veraldleg velferð
okkar allra, sem um er að ræða, Hún
stendur og fellur með því, hver verður
kosinn. En viðvíkjandi þessu, sem hann
Pétur var að minnast á um íhald og
þröngsýni, vil ég leyfa mér að halda því
fram, að við, sem styðjum að kosningu
séra Bjarna, séum ekkert verri framsókn-
a'rmenn en hann. Ég leyfi mér því að vísa
þessum dylgjum hans heim til föðurhús-
anna. Það er ekkert íhald, þó að maður
geti ekki rólegur og aðgerðalaus horft
upp á það, að ábyrgðarlausir angurgapar,
sem ekki vita hvað þeir vilja, troði undir
íótum allt, sem manni er heilagt.
Oddvitinn ræskti sig.
— Þetta er alveg eins og talað, uh, út
úr mínu hjarta. Það, sem ég dái mest hjá
séra Bjarna, uh, sem presti, er það, hvað
kenning hans er, uh, uh, í samræmi við
það, sem mér var kennt, uh, sem dreng.
Ég segi, að við eigum að halda okkur við
barnalærdóminn. Ég kæri mig ekkert um
prest, sem rífur niður, uh, það sem mér
hefir verið kennt. Þetta rugl, uh, um að
það sé allt lygi, sem stendur í biblíusög-
unum er, uh, uh, bara til ills, — bara til
ills, segi ég. Það leiðir bara, uh, til þess
að enginn veit, hverju má trúa.
— Við eigum að leita sannleikans í trú-
arbrögðunum sem öðru; biblían er síður
en svo óskeikul. Það er margsannað, að
meginið af henni er skáldskapur. Prest-
arnir eiga að vera forystumenn okkar,
leiðbeinendur í leitinni að sannleikanum,
en með allri virðingu fyrir séra Bjarna,
tel ég hann ekki hæfan til þess, sagði Pét-
ur í Brekku.
— Ég held maður viti svo sem, að þú og
þínir líkar vilja helzt enga trú, anzaði
meðhjálparinn fyrirlitlega.
Samræðurnar urðu ekki lengri, því að
séra Bjarni kom á vettvang. Þurfti hann
að tala við vin sinn, meðhjálparann. Hóp-
urinn dreifðist. Sumir áttu eftir að kjósa
og sneru sér nú að því. Aðrir fóru að
hugsa til heimferðar.
— Við vinnum, prestur minn, sagði
meðhjálparinn, þegar þeir voru orðnir
tveir einir, eins og kosningin gilti hann
ekki síður en prestinn.
— Það má ég sjálfsagt þakka yður, Jó-
hannes minn. Þér hafið unnið fyrir mig
af mikilli trúmennsku.
— Nefnið þér það ekki. Það var mér
ljúft og skylt.
—• Hefir Guttormur ekki komið?
— Nei, ónei. Það sagði einhver, að hann
mundi ekki koma, og enginn þaðan. Þér
megið vera feginn prestur minn. Það
verður þá þeim atkvæðunum færra á
móti yður.
Séra Bjarni fékk sér í nefið.
— Ég hefi heyrt, að það hafi ekki verið
hann, sem bar fram þessa tillögu á fund-
inum. Það hefir víst eitthvað skolazt í
Páli, Mér hefir verið sagt, að hann hafi
einmitt viljað vera hlutlaus.
— Það fer nú misjöfnum sögum um
það, prestur minn. En ég þekki Guttorm.
Það var náttúrlega þægilegra fyrir hann
að fá annan til að bera hana fram, en
það þarf enginn að segja mér, að Gutt-
ormur hafi ekki lagt ráðin á.
— Ekki er hann nú einlægur Jónasar-