Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Side 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 153 ekki viðeigandi að gefa tilfinningum sín- um lausan taum hvar og hvenær sem var. —: Velkominn, vinur minn, og til ham- ingju með sigurinn, sagði hún svo, og því fylgdi koss á munninn, áður en hann gat gert nokkra ráðstöfun, til að koma í veg fyrir það. — Þakka þér fyrir, góða, þakka þér fyr- ir, góða! Svona, við skulum ekki standa hér í allt kvöld-. Það geta einhverjir komið. — Ég er ein heima og mér leiddist svo mikið; með þessum orðum klæddi hún hann úr frakkanum, tók af honum hatt- inn og hengdi hvort tveggja upp á snaga; svo dró hún hann með sér inn í stofu, lét hann setjast þar í djúpan stól og settist svo umsvifalaust í fang hans. Hún hét Vigdís Björnsdóttir. Var yngsta barn séra Björns Þorsteinssonar, sem hafði verið prestur einhverstaðar í Ár- nessýslunni. Á efri árum hafði hann hætt prestskap og flutt til Reykjavíkur. Var hann dáinn fyrir tæpu ári, og kona hans nokkru fyrr. Eftir það hafði Dísa litla, eins og hún hafði verið kölluð að þessu, dvalið hjá bróður sínum og konu hans, en nú var þetta að nálgast, þetta, sem hún kallaði æfintýrið sitt, og hún horfði ókvíðin gegn því. Hún var léttlynd og ekki gefin fyrir að sökkva sér niður í -óþarfa heilabrot. Andlitið var frítt, en ekki svipmikið, en einlægnin og hispurs- leysið í svip hennar og fasi bætti það upp. Hún var allvel skynug, þó að hún hefði ekki gengið í aðra skóla en kvenna- skólann. Þótt undarlegt mætti virðast, var hún meira gefin fyrir búsýslustörf en nám, og það var stærsti metnaður hennar að vera góð húsmóðir, þegar lífið heimt- aði það af henni. Hún var ekki nema átta ára, þegar fað- ir hennar flutti úr sveitinni, og síðan voru þrettán ár. Hún þekkti þess vegna ekki sveitalífið nema í endurminningum frá barnsárunum. En þessar endurminningar áttu sér sterkar rætur í vitund hennar. Hún hafði alltaf þráð það að komast aft- ur út í sveitina. Það var ekkert, sem batt hana við Reykjavík. Þess vegna horfði hún með eftirvæntingu til þeirrar stund- ar, er hún sjálf yrði virkur þátttakandi í æfintýrinu, sem fram undan var. Raunar hafði hún enga hugmynd um, hvað beið hennar, en hún var ekki ein af þeim, sem gera sér áhyggjur út af því, sem í vænd- um er. Með barnslegri bjartsýni vænti hún sér alls hins bezta af framtíðinni. Nú sat hún á hnjám unnustans og lét móðan mása. Lagði fyrir hann miklu fleiri spurningar en hann gat svarað. Hún vildi vita skil á öllu, sem á einhvern hátt snerti væntanlegt heimili hennar. Hún fór að bollaleggja og gera áætlanir, — barnalegar áætlanir, sem margar hverjar áttu ekki stoð í neinum veruleika, en slíkt verður öllum elskendum á að meira eða minna leyti.. Tíminn leið fyrr en varði. Hjónin komu heim. Buðu hann velkominn og óskuðu honum til hamingju með sigurinn. Ræddu við hann dálitla stund og fóru svo að hátta. Það var orðið framorðið. Hann stóð upp og sýndi á sér fararsnið. Það kom vonbrigðasvipur á andlit hennar. Þetta var svo stutt töf. — Þarftu að fara alveg strax, góði? — Það er kominn háttatími fyrir allt heiðarlegt fólk. Það dugar ekki að vaka svona lengi fram eftir. — Ég ætla að koma út með þér. Við skulum ganga stuttan spöl, áður en við förum að sofa. Hann gat ekki fengið sig til að neita henni um ekki meira. Bara stuttan spöl, og svo í rúmið. Veðrið var svo blítt og kyrrt, — nærri því of kyrrt, því að reykj- arsvælan lá svo þungt jdir bænum og gerði erfitt um andardrátt. Þau stefndu vestur bæinn. Hún stakk 20

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.