Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Síða 22
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ekki að furða þótt maður verði dálítið
sár, og vilji gjarnan losna við ölið“.
„En við þessu get ég ekkert gert, ung-
frú“.
„Nei, ekki beinlínis, en að vissu leyti
eigið þér sök á þessari eymd og fátækt.
Fyrirgefið að ég segi þetta, en ég gæti að
minnsta kosti aldrei orðið áfengissali. Við
hverja flösku, sem ég seldi, mundi ég
hugsa um þær bágstöddu og þjáðu konur
eins og frú Hansen, og börn þeirra“.
Hann stóð og horfði á hana. Það var
ekki vottur af reiði eða beiskju í fari
hennar eða orðum, aðeins djúpa samúð,
með þeim sem þjáðust, mátti lesa úr hinu
álúta andliti hennar.
„Já, ungfrú Ström, „um þetta vandamál
verðum við víst ekki sammála, en ég vona
að það verði ekki til neinnar óvináttu á
milli okkar“.
Hann tók hikandi í litlu, hvítu höndina
hennar, bauð enn góða nótt, og gekk svo
niður stigann.
En þegar hann kom niður í litla her-
bergið sitt, sat hann lengi í djúpum hugs-
unum. Bernskuminningarnar, kynningin
við þessar tvær ástúðlegu, menntuðu kon-
ur í björtu, hlýlegu stofunni, og svo loks
þetta með ölverzlunina, allt blandaðist
þetta saman í huga hans nú. En hvað hér
var annars þröngt og óvistlegt. Honum
fannst hann varla geta andað. Hann opn-
aði hurðina og gekk út á götuna, hann gekk
lengi úti þetta stjörnubjarta kvöld, þang-
að til hann hafði fengið þann frið í sál
sína, að hann gat gengið heim og tekið sér
hvíld.
Blöðin höfðu verið að falla af trjánum
undanfarna daga, og nú féllu fyrstu snjó-
kornin, þau þiðnuðu fljótlega í þetta
skipti, en nokkru síðar komu þau aftur
svífandi, og lögðust þá á jörðina eins og
hvítt lín. Það var allt sem benti á að vet-
urinn ætlaði að leggjast snemma að. En
þegar fram liðu stundir var það einkum
eitt orð, sem oftast heyrðist í gegnum all-
ar aðrar raddir vetrarins. Það heyrðist al-
staðar bæði úti og inni, og þetta eina orð
var „jól“.
Sjönning heyrði það fyrst hjá börnun-
um úti á götunni, svo fór að koma jóla-
svipur á búðirnar, og loks komu jólatrén
á torgið. Jólaannríkið og undirbúningur-
inn stóð sem hæst, og tilhlökkunin og eft-
irvæntingin skein úr andlitum barnanna,
hvar sem þau fóru.
Sjönning sá þetta allt frá ölbúðinni
sinni. Hann fann gleði og tilhlökkun ólga
allt í kringum sig, — en sjálfur lifði hann
einmana og gleðilausu lífi, og þegar dags-
verkinu var lokið, settist hann þögull inn
í litla herbergið sitt og horfði hugsandi og
þungbúinn út í bláinn.
Hann fann það æ betur og betur hve
einmana hann var. Hann átti engan vin.
Ekkert vinarheimili að flýja til, þegar
honum leiddist. Engan stað, þar sem hann
gat notið jólagleðinnar eins og aðrir
menn. Engan vin, sem hann gat haft á-
nægju af að gefa jólagjöf. Og þó átti hann
svo mikið til að gefa. Ölverzlunin gaf af
sér góðar tekjur, og peningar hans í bank-
anum gáfu af sér vexti og vaxtavexti.
Hann var auðugur maður, og þó svo sár-
fátækur og einmana.
Þau þrjú ár, sem hann hafði búið hér
í höfuðstaðnum, hafði hann haldið jólin
hér í litla herberginu sínu. Hann hafði
reynt að gera það eins vistlegt og unnt
var, en nú mátti hann ekki til þess hugsa
að lifa þar einn og vinalaus þessi komandi
jól. Síðan um kvöldið, er hann í fyrsta
sinni hafði setið í björtu, hlýju stofunni
uppi á þriðju hæð, kom það hvað eftir
annað fyrir, að honum fannst litla her-
bergið sitt vera fangaklefi.
En gat hann nú ekki — honum datt
þetta allt í einu í hug — gat hann nú
ekki fengið sér eitthvert erindi, upp á