Nýjar kvöldvökur - 01.10.1940, Qupperneq 20
162
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
dagsins, sat því næst stundarkorn og leit
í eitthvert blað, en gekk 'svo til sængur
til þess að geta svo á ný, eftir næturhvíld-
ina, byrjað næsta morgun á sínu tilbreyt-
ingarlausa lífi.
Á næstu hæð fyrir ofan hann bjó rit-
stjóri, þar fyrir ofan bjó liðþjálfi, á þriðju
hæð bjó öldruð kennaraekkja með dóttur
sinni, en efst uppi bjó múrari, ásamt konu
sinni og börnum.
Sjönning þekkti þetta fólk vegna við-
skipta þess í verzlun hans. Ritstjórinn
var fastur viðskiptavinur, og sendi vinnu-
stúlkuna daglega í búðina. Liðþjálfinn
sendi konu sína. Ekkjan og dóttir hennar
létu aldrei sjá sig í búðinni, og keyptu
þar aldrei eyrisvirði, en múrarinn var
stærsti viðskiptavinur hans í öllu hús-
inu, og þótt víðar væri leitað. Sjönning
varð stundum að færa honum heila öl-
kassa.
En þótt mæðgurnar á þriðju hæð létu
aldrei sjá sig í búð hans, gat Sjönning þó
ekki komist hjá því að verða þeirra var,
og það kom til af því, að ungfrúin kenndi
söng og orgelspil, og þegar gott var veður
og allir gluggar opfiir, bárust stundum
mjúkir orgeltónar inn í búðina til hans.
Annars höfðu þær að mestu ofan af fyrir
sér með því að prjóna og sauma út, og
höfðu rétt fyrir sig.
Dag nokkurn hafði Hansen múrari aft-
ur gert boð eftir heilúm ölkassa, og vegna
þess, að enginn gestur var í búðinni þá
stund, stakk Sjönning lyklinum að pen-
ingaskúffunni í vasa sinn, og hljóp sjálfur
með kassann upp til múrarans. Þegar
hann kom upp á þriðju hæð vildi það
leiðinlega óhapp til, að hann rak sig lítið
eitt á ungfrú Ström, svo að hún missti
bakka, fullan af postulínsbollum, á gólfið,
og hann vissi ekki fyrri til en þetta lá allt
í brotum fyrir framan fætur hans. Það
kom mikið fát á hann, og hann setti kass-
ann frá sér, og stóð nú beint frammi fyrir
ungfrúnni.
„Ó fyrirgefið, ungfrú Ström“, stamaði
hann.
„Og þetta var gamla postulínsstellið
hennar mömmu, sem henni þóiti svo
vænt um“, andvarpaði ungfrúin.
Já, þetta var nú meira óhappið, bæði
bakkinn, sykurkerið, rjómakannan og
bollarnir lágu í smábrotum á gólfinu.'
Ósjálfrátt beygðu þau sig bæði niður og
fóru að safna saman brotunum í ein-
hverju ráðaleysi. Hann rétti henni fullan
lófann af brotum. „Þetta er víst þýðingar-
lítið erfiði, bollarnir verða áreiðanlega
aldrei heilir aftur“, sagði hún og stóð
upp. „Ég ætlaði einmitt að að fara að
færa konunni hans Hansens múrara te,
hún liggur veik. Og svo komið þér með
allt öliS“. Síðustu setninguna sagði hún
dálítið hvasst og kuldalega, svo að honum
brá einkennilega við.
„Hvað - ég?“
Hún tók kuldalega við síðustu brotun-
um úr lófa hans, kinnkaði lítið eitt kolli
og gekk inn.
Hálfgramur í geði kom hann kassanum
upp á loftið til múrarans, og fór síðan
niður í búðina, þar sem nokkrir menn
biðu eftir afgreiðslu.
— „Og svo komið þér með allt ölið“. —
Það var alveg eins og það væri eitthvað
ósæmilegt að selja góða og ósvikna vöru
til manna, sem báðu um hana.
Hann afgreiddi enn mann, sem inn kom.
— „Og þetta var gamla postulínsstellið
hennar mömmu, sem henni þótti svo vænt
um“. —
Já, þetta var annars ljóti klaufaskap-
urinn. Auðvitað gat hann bætt þeim
þennan skaða, hann hafði sannarlega ráð
á því.
Þegar hann hafði lokað búðinni um
kvöldið, greiddi hann hér sitt og skegg