Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 3
NÝJAR KVÖLDVÖKUR • OKT.—DES. 1942 • XXXV. ÁR, 10.—12. HEFTI.
Friðrik Asmundsson Brekkan:
Hart vor.
Bernskuminningar.
I.
Þegar ég var rúmlega tíu ára gamall kom
óvenjulega hart vor. — Annars má nú geta
þess, að vetrarhörkur og vorharðindi voru
fremur tíð á þeim árurn. — Um liaustið hóf-
ust kuldar og snjókomur ótanalega
snemma. Var sumstaðar kominn feikna
snjór og jafnvel jarðbönn þegar um vet-
urnætur. Hélst þetta óslitið að mestu all-
an veturinn, svo að varla kom hláka, að
rninnsta kosti ekki svo að þess gætti að
því, er haga eða beit snerti.
í Miðfirði og nærliggjandi sveitum er
venjulega hagasamt, svo að það niá nærri
geta, að mönnum hefir brugðið við, er
beitin brást, og gefa varð inni sauðfé og
jafnvel hrossum mest allan veturinn. Hross
voru þá annars víðast hvar látin sjá um
sig sjálf að vetrinum að mestu leyti og var
víða margt af þeim.
Hey gáfust snennna upp, og þegar kom
fram á útmánuði, þóttust nrargir sjá fram
á alger vandræði sökum heyleysis, ef bati
bæmi ekki mjög bráðlega.
Frameftir vetri höfðu oft verið stórhríðar
og fannfergja, en síðast á góu og á ein-
uaánuði komu nokkuð meiri stillur. Sól-
skin var þá stundum á daginn, og móaði þá
ofurlítið í sunnan í móti, þar sem skjól
voru. En annars voru alltaf hörkufrost og
oft norðannæðingur með skafhríðarkófi,
þar sem snjór var ekki orðinn of harður til
að skafa. A sumardaginn fvrsta var norðan-
liríð, og á sunnudaginn fyrstan í sumri var
logndrífa allmikil og kyngdi niður snjó. Þá
var þó fremur lilýtt í lofti framan af degi,
og var fullorðna fólkið að tala um, að nú
mundi hláka vera í aðsigi og batinn að
komá. — En um nóttina herti aftur frostið
með hríð. Þegar birti upp, brá aftur í still-
ur og frost. Hélzt það enn um nríð, eða, að
mig minnir, þangað til í annarri \ iku sum-
ars.
IL
Þegar á einmánuði tóku hev mjög að
ganga til þurrðar, sem von var eftir svona
langan innistöðuvetur. Jafnvel bændur, sem
\anir voru að vera það, sem kallað var,
„grónir í iieyjum", tóku að gerast lieytæpir,
enda hjálpuðu menn hver öðrum eftir því,
sem föng voru til, og létu þá ýmsir af hendi
meira, en þeir rnáttu missa, þegar batinn,
sem allir treystu á, kom ekki.
Vandræðin rnundu hafa orðið almenn
og sennilega meiri og rninni fellir á ýmsum
bæjum,' ef Jón Skúlason, söðlasmiður, sem
þá bjó á Söndum í Miðfirði, hefði ekki
hlaupið undir baggann og bjargað sveit-
19