Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 5

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 5
N. Kv. HART VOR 147 þeim til, þar sem skárst var. — Yar það verk okkar bræðranna, sem komnir vorum eitt- hvað á legg og lieima vorum, enda var eitt- hvað talsvert af ókunnugum skepnum — einkum hrossum, rekið að Brekkulæk og haldið þar til ltaga eins og unnt var. Skepn- ur þessar voru hýstar, Ifvar sem við varð komið, og voru því afskapleg þrengsli í öll- liúsum. — Bjarni bróðir minn (f 1906) var þá um það bil 15 ára, og sinntum við mest þessum störfum. Við vorum vaktir eldsnemma á hverjum morgni til þess að koma hrossun- Um í haga, meðan þeir fullorðnu hugsuðu um féð. Man ég það sérstaklega, hve kalt var að koma út og lylgja hróssunum móti norðannæðingnum. — Stundum verkjaði okkur svo í nefið að tárin streymdu úr aug- nnum. Kölluðum \ið það að fá ,,kvala- pínu“. Allan liðlangan daginn vorum við svo að rölta, ýmist \ ið Iirossin eða kindurnar, þangað til inn var látið á kvöldin. Allt í allt undum við þessu útilífi ekki illa. — Þegar frarn á daginn leið var oft sólskin, og þá ekki kalt, þegar við gátum komizt í skjól. En langir voru nú dagarnir samt sem áður, það man ég. . . . Ég veit nú ekki, hvort ég hefi gert svo mikið gagn, en oftast Var ég þó látinn rölta með frá morgni til kvölds, ef ekki var verið í heyflutningum, en þar var ég stundum látinn vera með. Með því var hægt að spara fullorðinn rnann. Heyið var flutt á sleða. En þá var ekki siður að hafa kjálka á sleð- anum, heldur dráttartaugarnar einar sam- an. Þegar sleðinn var hlaðinn, vildi hann því vera óþægur í brekkum eða hliðarhalla °g renna á ýmsa vegu. Varð þá að vera að minnsta kpsti einn maður fullorðinn. til þess að styðja hann, stýra honurn eða halda aftur af honum, svo að hann rvnni ekki á hestinn. — Þegar svo stóð á, varð ég að teyma hestinn og stjórna hontim. . . . Eins og áður er sagt kom batinn ekki fyrr en í annarri viku surnars — og kom hann þá svo skyndilega, að ég man ekki eftir öðru eins. Einn dag seinnipartinn, urð- um við þess varir að svolítil krepja var far- in að koma í snjóinn. Þá var þykkt loft, og fannst okkur blátt áfram reglulega hlýtt í veðri, svo vanir vorum við orðnir frostun- um. — Um nóttina fór að drjúpa dálítið úr þökum og við baðstofugluggana. Og um morguninn, þegar við komurn út, var kom- ið það fegursta vorveður, sem á verður kos- ið: Sólskin og sunnanvindur með smáskúr- um. Eins og nærri má geta kom afskaplegt flóð í ár og læki í þessum leysingum, er hófust svo snögglega, en snjór var afarmik- ill bæði á fjöllum og sléttlendi. — Og í sambandi við þetta mikla vorflóð kom fyr- ir dálítið atvik, sem líklega gerir það, að mér er þetta vor einna minnisstæðast a£ öllum harðindavorum, sem komu á upp- vaxtarárum mínum. IV. Um landareign Brekkulækjar renna tveir lækir. Annar rennur um túnið, rétt fyrir utan bæinn — hinn nokkru norðar — eða utar, eins og við köllum það. — Hann heitir Stekkjarlækur. — Venjulega eru þessir læk- ir ósköp vatnslitlir, en í leysingum geta þeir orðið næstum því alveg ófærir. Þetta vor nrðú þeir, eins og nærri má geta, óvenjulega ægílegir. Ég hygg, að það hafi verið annan eða þriðja daginn, eftir að þýðuna gerði. að við vorum ekki vaktir eins snemma og venju- lega. \;ar okkur leyft að sofa, þangað til um tíu-leytið (eftir búmannsklukku). Þá vorurn við sendir af stað til kinda, og var okkur sagt að halda þeim rnilli lækjanna, en var- aðir við að láta þær sleppa yfir, þó að snjó- brýr væru. Veðrið var reglulega gott, og við vorum í svo góðu skapi þennan dag, að \ ið alveg ósjálfrátt fórum að leika leik, sem \ ið höfð- 19*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.