Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 6
148
H ART VOR
N. Kv.
um ha'dið átram með árum saman, nasst-
um því eins lengi og ég mundi eftir mér,
en höfðum þó lagt niður þá nokkra hríð,
sennilega vegna þess, að Bjarni hefir þótzt
vera kominn á þann aldur, að slíkt ætti ekki
við lengur. — Leikur þessi hafði ekkert
upphaf og var endalaus, og var í því fólg-
inn, að við létumst vera persónur, sem við
höfðum búið okkur til, og rötuðum í alls-
konar ævintýri, bæði heima og ekki síður
erlendis. Þessi ævintýri skiptumst við á að
segja hvor öðrum, þannig að þegar ímynd-
unarafl annars kom í þrot, þá tók hinn við
— og þannig alltaf koll af kolli alveg enda-
laust. Leikurinn var sérstaklega góður að
því leyti, að hann tafði okkur ekki til muna
frá skyldustörfunum, þó að hann hins vegar
hafi naumast gert okkur athugasamari við
þau. — Við röltum í hægðum okkar kring-
um féð og vorum búnir að ná þ\ í saman
um hádegisbilið. En er við töldum það,
vantaði nokkrar kindur. Við fórum að svip-
ast eftir þeim og sáum þá, að nokkrir geml-
ingar voru komnir út fyrir ytri lækinn og
all langt burtu. Höfðu þeir farið yfir á snjó-
brú.
Við héldurn þegar af stað að sækja þá.
áhyggjulausir með öllu. — Lækurinn var
alveg óhemju mikill og með öllu ófær. Far-
vegurinn, sejn þarna er nokkuð djúpur,
var bakkafullur og meira tih En þegar við
gengum niður með honum fundum við
snjóbrú, sem virtist vera traust, og þar fór-
um við yfir. Nú segir ekki af okkur fyrr en
við vorum komnir fyrir gemlingana og
stugguðum þeim heim á leið. En í þeim var
galsi í góða veðrinu, og tóku þeir sprett suð-
ur að læknum. — Við héldum í humáttina
á eftir — og vorum þá — eða réttara sagt —
ævintýrahetjumar okkar voru einhvers
staðar lengst suður í Afríku í landkönnuð-
arleiðangri. Samt höfðum við augun á ,
kindunum og sáum að þær hlupu að lækn-
um og stönsuðu þar. Við fórum okkur
hægt og héldum. að þegar við kæmum,
mundu þær renna niður með læknum á
snjóbrúna, sem þar var.
V.
Þetta fór allt öðm' vísi: Lækurinn renn-
ur þarna í stokk ekki ýkja breiðum, og þeg-
ar við nálguðumst, tóku nokkrir gemlingar
undir sig stökk til þess að hendast yfirum.
Sá fyrsti dró alla leið, en þrír lentu í lækn-
um, og reif straumurinn þá undir eins með
sér og sveiflaði þeim í hringi við bakkann.
Var það átakanleg sjón að horfa á dauða-
angist aumingja skepnanna, sem þarna
börðust um gersamlega hjálparlausar.
Bjarni var, eins og áður er getið, um það
bil fimmtán ára, þegar þetta var. Hann var
ekki stór vexti, en saman rekinn og sterkur
eftir aldri, skjótráður, kappsfullur mjög og
ofurhugi, þegar því var að skipta. — Hann
hrópaði upp, að nú yrðum við að duga,
eins og við værum drengir til — og án þess
að hika eða hugsa sig um hljóp hann til og
ætlaði að komast yfir, því að við hinn bakk-
ann börðust gemlingarnir stöðugt um í
hringiðunni. Hann komst líka yfir. En um
leið þreif hann með báðum höndum í
svartan gelding, sem næstur var bakkanum,
og ætlaði að kippa honum upp. En bæði
var, að geldingurinn hefur verið þyngri, en
hann á;tlaði, og að hann hafði ekki almenni-
legða náð fótfestu á bakkanum, — reiddi
hann til falls út í lækinn. Hann kom þó eitt
augnablik fótum fyrir sig í sjálfum bakkan-
um, en straumþunginn var of mikill, og í
miðjum stokknum var geysistraumur og al-
veg óstætt. Féll hann nú aftur á bak og lenti
geldingurinn svarti að nokkru leyti undir
honum.
Ég sá strauminn sveifla þeim í nokkra
hringi með geysihraða — en svo langt frá
mér, að ég gat hvergi náð til, enda hefðu
kraftar mínir ekki mátt sín mikils — og í
næsta vetfangi voru þeir komnir út í miðj-
an stokkinn, þar sem flaumurinn var mest-
ur. Og svo þevttust þeir af stað niður eftir.