Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 8
150
HART VOR
N. Kr.
í ómegin, og hélt ég þá, að nú hefði hann
gefið upp öndina. — En nú mátti ég ekki
vera að hugsa frekar um það. Nu reið á að
ná í mannhjálp.
Ég tók af mér hálsklútinn, sem var þurr,
og batt um hálsinn á honum, lét á liann
vettlinga, sem ég hafði í vasanum, fór úr
treyjunni og breiddi yfir hann. Meiya gat
ég ekki gert. Og svo hljóp ég eins og ég
ætti lífið að leysa upp með læknum að
fyrstu snjóbrúnni. Ég gaf mér engan tíma
til að huga að henni, heldur hljóp yfir.
Það mátti ekki seinna vera, því að þegar ég
var kominn örlítinn spöl frá læknum,
heyrði ég skruðning, leit við og sá snjó-
brúna hrynja.
Ég linnti nú ekki á sprettinum fyrri en ég
var kominn inn á baðstofugólf. — Fólk var
allt inni að borða miðdagsmatinn. — Þá
segi ég, og reyndi að vera eins rólegur og ég
gat: „Ég ætla nú að biðja ykkur að vitja um
hann Bjarna. Hann datt í Stekkjarlækinn,
og liggur nú meðvitundarlaus úti á Stekkj-
areyri.“
Ég þarf ekki að taka það fram, að nú var
brugðið við. Það gekk fljótt, ér hestar voru
heima á túni — öðru vísi en á hestum varð'
honum ekki komið yfir lækinn, jafnvel
þarna niðri á sléttlendinu.
Hann lá meðvitundarlaus, þegar að var
komið, og var hann fluttur heim og háttað-
ur ofan í rúm. — Eftir nokkra klukkutíma
fór karl þó að hressast. Og morguninn eftir
var hann orðinn alfrískur. En þó var hann
með sár og stóra kúlu á hnakkanum, annað
augað var næstum sokkið — og gekk liann
með „blátt auga“ nokkra daga á eftir — og
dálitið var hann hruflaður í framan. Að
■öðru leyti varð honum ekki meint við. —
En ekkert mundi hann af því,; sem komið
hafði fyrir, frá því að hann fór niður fyrir
fossinn. ...
Og lýkur þar með þessum endurjninn-
ingum. :
Friðrik Ásmundsson Brekkan.
STEN SELANDER:
Vorregn.
Regnið drýpur, regnið niðar,
rótin drekkur. Moldarangan
stígur jarðar-fylgsnum frá.
Hug minn grípur hryggð við regnsins
hljóðfall — líkt og að mér sæki
einhver löngun, einhver þrá.
Góða regn, sem gefur öllum
gróðri jarðar lífsins 'þrótt, —
lætur blóm og grös af gleði
gráta heila nótt.
Glaður \ il eg falla fram og
faðma þenna unga gróður —
lífs og vaxtar leyndardóms.
Hvernig dirfist mennskur maður
mjúka jörð að fótumtroða
— móður blaðs og blóms.
E.ins og blómin vil eg vera
vakinn bjarta nótt í maí, —
ljúka upp ungum augum mínum
eftir síðsta vetrarfjúk.
Öll þau tár, sem eg hef grátið
áður fyrr í hugarleynum
verði frjódögg mild og mjúk.
Allt er fánýtt, einkisvirði,
eyðing háð og hverfulleika,
fátæklegt og feygðarkalt
móti þessu eina, eina:
endurfæðing jarðargróðans,
hún er, — hún er allt.
Guðmundur Frímann
þýddi.