Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 11
N. Kv.
LANDKÖNNUÐURINN BERING
153
vita heiti strandaiinnar og skrásetjið
það, gangið í land og aflið náinnar t’itn-
eskju um það, teiknið landabréf og fær-
ið það hingað. •
Með bréfi þessu var Bering gerður for-
ingi fyrir fyrsta Kamtschatkaleiðangrinum
og honum fengið ákveðið viðfangsefni til
úrlausnar, en hvernig hann framkvæmdi
það var algerlega komið undir frumkvæði
og dugnaði hans. Hinn 5. febr. lagði hann
sjálfur af stað, en nokkur hluti leiðangurs-
ins var farinn á undan.
Erfiðleikarnir, sem leiðangurinn þurfti
að yfirstíga voru geysilegir. Vegalengdin
frá Pétursborg til strandar Kamtschatka er
yfir 7200 km. loftlína, og mikið af þeirri
leið lá um óbyggðir eða lítt byggð lands-
svæði, og vegir voru vitanlega engir. Alla
þessa óraleið þurfti að flytja vistir til
margra ára handa leiðangursmönnum, og
efni til skipasmíða, því að austur \ ið Kyna-
haf var einskis að vænta af þeim hlutum
nema timbur var þar nóg. í leiðangrinum
tóku þátt hásetar, smiðir, seglasaumarar og
fjöldi annarra handiðnamanna, auk rnargra
hundraða verkamanna, sem unnu að flutn-
ingununr. Einu hjálparstöðvar leiðangurs-
ins á óraleið þessari, sem lá unr köldustu
héruð jarðarinnar, voru fáein smáþorp og
nokkur hundruð timburvirkja. Hvergi voru
ruddir vegir. Allir flutningar fóru fram á
hestum, eða hundasleðum, eða eftir straum-
hörðurn ám á flatbyttnum og flekum, sem
smíða varð við hverja á, sem komið var að.
Oft og einatt lá leiðin gegnum mýrafen eða
yfir snæviþakta fjallgarða. 29. september
náði leiðangurinn til Uimsk nálægt miðri
Síberíu, og hafði hann þar vetrarsetu. Unr
vorið var haldið til Jakutsk, sem var höfuð-
staður Austur-Síberíu, þar voru þá aðeins
300 hús, Þegar þangað var kornið, var eftir
örðugásti hluti leiðarinnar til Okotsk.
Leiðin lá þar um ss æði, sem að mestu leyti
voru ókönnuð um fjalllendi og skóga. í
Jakutsk dró Bering að sér mesta fjölda af
hestum og lét gera 2000 leðurbelgi til mél-
flutninga., Bering skipti nú liði sínu í
nokkra flokka. Fyrir einn þeirra setti hann
Spangberg samlanda sinn, sem var næst
æðsti maður leiðangursins. Viðfangsefni
hans skyldi vera að flytja matvæli og annan
flutning á 13 timburflekum áleiðis eftir
hliðarfljótum Lenafljótsins. Til þessara
flutninga hafði hann 204 menn. Eftir ánum
átti hann að komast til staðar, er heitir
Judomskvje Krest, en þaðan lá leiðin yfir
lágan fjallgarð en síðan mátti komast eftir
Urakánni. til Okotsk. Til landflutninganna
, hafði Bering fengið 800 hesta, og voru
menn sendir með þá í nokkrum flokkum. í
flokki þeirn, er Bering sjálfur stýrði voru
200 hestar. Eftir 45 daga ferð náði leiðang-
urinn loks til Okotsk, nreð 26 smálestir af
méli. En ekki hafði sú ferð gengið þrauta-
laust. Þótt ferðin stæði yfir seinni hluta
ágúst- og septembernránuð, þá var orðið
geysi kalt og nriklir snjóar konrnir. Kuldi
og sultur þjáði leiðangursmennina, og bæði
nrenn og lrestar féllu unnvörpum af kulda,
lrungri og ofþreytu. En ekki var þrautunum
lokið þótt til Okotsk kæmi. Þar var ekki
önnur byggð en 11 kofar, og bjuggu þar 10
fjölskyldur. Þar var því ekki um annað að
. gera en taka til htisagerðar, og 2. desenrber
gat Bering og menn hans flutt inn í hin ný-
reistu hús, en þrátt fyrir alla þessa erfiðleika
var þegar Irafin snríð á skipi og var Bering
óþreytandi að finna ráð til að hraða skipa-
smíðinni senr nrest. En 21. desenrber bárust
alvarlegar fréttir til Berings frá Spangberg.
Ferðin e.ftir ánum hafði gengið seinna en til
var ætlast, og þegar vetur gekk í garð, átti
hann ófarna unr 200 km. til Judomskvje
Krest. Þar senr flekarnir stöðvuðust voru
óbyggðir nrýraflóar og engrar lrjálpar von.
Til þess að gæta farangursins skildi Spang-
berg eftir 6 hernrenn og einn stýrinrann-
anna, en sjálfur hélt hann með nreginliðið
áleiðis til Judonrskvje Krest, en vistij fluttu
þeir á sleðum, sem þeir drógu sjálfir. En
20