Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 12
m LANDKÖNNUÐURINN BERING N. Kv. vetrarhörkurnar fóru stöðugt vaxandi. Kvikasilfrið fraus í mælunum, og snjónum kingdi niður. Sleðafærið ónýttist með öllu, svo að þeir urðu að skilja sleðana eftir. í 8 vikur urðu þeir að grafa sig í fönn á hverri nóttu, og ofan á allt annað bættist, að vist- irnar þrutu. Leiðangursmenn neyddust því já 1 að leggja sér til munns ólar, leðursekki og skóna af fótunr sér. Að líkindum hefðu þeir allir farizt, ef svo vel hefði ekki viljað til, að þeir komust á slóð Berings, og nokk- ur mélforði, sem hann hafði skilið eftir og skrokkarnir af hestum hans, sem fallið höfðu, urðu hinurn aðþrengdu mönnum til bjargar. Jafnskjótt og Bering bárust tíðindi þessi, sendi hann 10 hundasleða hlaðna vistum flokki Spangbergs til hjálpar, og degi síðar aðra 37 sleða. í byrjun janúar náði Spang- berg með fólki sínu til Okotsk. F.n þrátt fyr- ir alh það erfiði fór Spangberg enn tvisvar sinnum jrá unr veturinn til Judoma og sótti farangur þann, er hann hafði eftir skilið, en loks um mitt sumar náði allur leiðangur- inn til Okotsk. Ferðin frá Pétursborg til Okotsk yar geysilegt þrekvirki, en engu að síður var Béring enn fjarri þeim stað, þar sem rann- sóknir hans skyldu hefjast. Til þess þurfti hann að sigla yfir innhaf það, sem liginr milli meginlands Asíu og Kamtscliatka- skagans og Okotska haf heitir og síðan að fara á landi yfir skagann, að ósum Kamtschatkaárinnar. Til ferðarinnar yfir hafið smíðaði hann skip, sem skírt var „For.tuna“ og hljóp það af stokkunum 8. júní 1729. Einnig notaði hann skútu þá, sem áður hafði siglt yfir hafið. Á skipum þessum flutti nú Bering lið sitt,, hesta, uxa og allan farangur til strandar Kamtschatka, en þar tók ekki betra við, því að. skaginn er hálendur og illur yfirferðar. Miklu hefði verið auðveldara að sigla suður fyrir skag- ann, en sjóleiðin var ókunn með ölluj og skaginn sýndur miklu stærri á kortinu en hann í raun og veru er. Hinn 10. marz 1728 náði Bering loks til ákvörðunarstaðar síns. Þar voru 40 kofar á víð og dreif meðfram ánni, stauravirki í 30 km. fjarlægð frá sjón- um og ein kirkja. Nokkrir Kósakkar bjuggu þarna og lifðu á fiski, rótum og veiðum líkt og frumbyggjar landsins. Landið var þarna alvaxið birkiskógum, og nægur við- ur til skipasmíða. enda var nri tekið til óspilltra málanna. Trén voru dregin til strandar á hundum, og þótt marga erfið- leika væri við að stríða fann Bering stöðugt einhver ráð, og hið nýja leiðangursskip hljóp af stokkunum á miðju sumri 1728. Var það skírt „Gabríel“. Skipið var nægi- lega stórt og sterkt, til að þola stórsjói á úthafssiglingu, en viðbúnaður állur hafði skemmzt allmikið á hinu þriggja ára langa ferðalagi, svo að nrjög skorti á, að hann væri eins vel úr garði gerður og nauðsyn krafði. \ristaforði skipsins var og þannig, að flestum nútímamönnum lrefði óað við að leggja með lrann í langan leiðangur. Ekk- ert feitmeti var til annað en lýsi, og í stað- inn fyrir ket var nær eingöngu harðfiskur. Salt það, er Jreir þurftu, suðu Jreir rrr sjó, og af Kósökkunum hafði Bering lært að gera einskonar hvannarótarbrennivín. En af þessum vistum höfðu Jreir ársforða, og þeg- ar skipið var ferðbúið, lögðu þeir af Stað hinn 13. júlí, til að kanna strendur og höf, sem enginn lrvítur nraður fyrr hafði augum litið. Bering sjálfur hafði stjórn skipsins á hendi, en næstir honum að völdum voru þeir Spangberg og Rússinn Chirikov, alls var 44 manna áhöfn á skipinu. Samkvæmt boði Pétufs keisara sigldi Bering nreð ströndum fram, svo að hann missti sjaldan sjónar af landinu. Fengu þeir með því móti allgóða lrugnrynd um legu strandarinnar, enda þótt ýmsir gallar séu á korti því, er Bering gerði af henrii. ; Hinn 7. ágúst gengu þeir á land, til að sækja vatn og fundu þá nokkra kofa og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.