Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 13
N. Kv.
LANDKÖNNUÐURINN BERING
155
götuslóða en menn hvergi. D'áginn eftii
komu 8 menn róandi úr landi í skinnbát.
Þeir þorðu þó ekki að róa alveg að skipinu,
en einn þeirra svamláði fram að því með
tveimur selbelgjum. Menn þessir voru af
þjóðflokki þeim er Tsjúktar kallast. Með
aðstoð tveggja túlka af Korjaka-kyni tókst
Bering að tala við mann þann, sem fram í
skipið kom. Hann sagði, að land Tsjúkt-
anna lægi að tveimur flóum og að ströndin
beygði síðan til vesturs að Kolymaánni.
Einnig sagði liann, að ís væri að staðaldri í
hafi því, sem áin félli í. Ennfremur sagði
hann, að innan skamms mundu þeir koma
til eýjar einnar. Bering gaf honum ein-
hverja smámuni og éggjaði hann á að láta
félaga sína koma á skipsfjöl. En þeir sneru
í land hið bráðasta og hurf'n sjónum. Þrern-
ur dögum síðar, 11. ágúst, komu þeir til
eyjarinnar, sem þeir nefndu Skt. Laurentíus
eyju og 13. ágúst sigldi „Gahríel" fram hjá
austurodda Asíu, -og sáu skipsmenn nú, að
ströndin heygði til vestnrs eins og Tsjúkt-
inn hafði sagt. Þann dag hélt Bering ráð-
stefnu ásamt foringjum sínum; og lagði fyr-
ir þá eftirfarandi spurningar: „Þar eð vér
nú höfum náð 65° 30’ n. hr. og jafnframt.
að því er ég hygg samkvæmt frásögn Tsjúkt-
;fnna, höfum siglt fram hjá austasta odda
landsins, þá verðum vér nú að afráða, hvort
vér skuhun sigfa lengra norðnr? Ef vér ger-
um það, þá hve langt? Hvenær eigurn vér að
leita hafnar? Ef vér tökum tilfit til, hversú
vér þjónum bezt landi voru, hvar eigum vér
þá að leita vetrarhafnar?"
Spangberg taldi ómögulegt að hafa vet-
ursetu í landi Tsjúktanna, þar eð þeir
hvorki hefðu séð þar hafnir né skóga, og
allar líkur bentu til, að vetrarríki væri þar
mikið, og þar að auki væru landshúar
Rússum fjandsamlegir. Hann lagði ]d\ í til.
að þeir héfdu áfram til norðurs til 16. ágúst,
en sneru þá við og freistuðu að ná aftur til
Kamtschatkaárinnar fyrir veturinn.
Ghirikov réð hins vegar til að sigla áfram
vestur með landi til ósa Kolymaárinnar eða
þangað til ekki yrði lengra komizt vegna ísa.
Með því einu móti gætu þeir sannað ótví-
ræðlega að Asía og Ameríka væru aðskildar.
Einnig réði hann til þess, að þeir hefðu
vetursetu þar á ströndinni.
Bering fór að ráðum Spangbergs. Þegar
„Gabríel" hafði náð 67° 18’ n. br. seinni
hluta dags 16. ágúst gaf hann skipan um að
snúa við. Hann var sannfærður um, að haf
var á milli Asíu og Ameríku og að. hann
þannig hefði uppfyllt skipan keisarans, sem
var að fá fulla vissu í því efni. Honum virt-
ist óverjandi, að halda ferðinni áfram, þar
eð þeim væri algerlega ókunnugt um, hve-
nær vetur gengi í garð á þessum slóðum. ög'
mótvindur kynni að harnla ferðum þeirra,
en skylda hans væri umfram allt annað að
koma skipi og mönnum í örugga höfn.
Sýndi Bering þar sem oftar gætni og ábyrgð-
artilfinningu.
Siglingin suður á hóginn gekk greiðlega
og sigldi „Gabríel” lnaðhyri. Daginn eftir
fóru þeir þar fram hjá, sem sundið milli
álfanna er rnjóst, en dimmviðri var og þoka
eins og á norðurleiðinni, og þeir fylgdu
Asíuströndinni og sáu því ekki strönd Ame-
ríku og vissu heldur eigi að hún væri svo
nálæg. Það varð hlutskipti enska landkönn-
uðarins James Cook að sjá háðar strendur
fyrstui; rnanna, er hann hálfri öld síðar
sigldi næstur á eftir Bering norður gegn-
um sundið. En það er drengskap Cooks að-
allega að þakka, að surtd þetta fékk heitið
Berings sund.
Þrátt fyrir nokkur smáóhöpp náði „Gabrí-
el” höfn í ósum Kamtschatkaárinnar 2. sept.
og var þeirri ferð þar með lokið. Bering
hafði að þessu sinni siglt 13 bi'eiddarstig og
30 lengdarstig meðfram alókunnri strönd
og gert af henni kort, sem í öllum liöfuð-
dráttum hefir reynzt vera rétt. Sigling þessi
mátti þrekvirki kallast, ekki sízt þegar á
það er litið, hversu illa búið skipið var með
hálffúinn reiða- og seglabúnað. ög annan
búnað af \anefnnm gervan. En merkast-
20*
)