Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Blaðsíða 14
LANDKONNUÐURINN BERING
N. Kv.
15ti
ur er þó leiðangur þessi af því, að með hon-
um var sannað, að haf skildi Asíu og Ame-
ríku, og að leiðin norðan \nð Asíu var opin,
ef ekki tálmuðu ísalög, en um þær mundir
var mikill hugur í mönnum að freista að
sigla þá leið, og ná þannig til hinna auðugu
landa suðaustur Asíu.
Eftir rúmlega ársdvöl á Kamtschatka,
þar sem hann gerði ýmsar landfræðilegar
rannsóknir, liélt Bering heim til Péturs-
borgar .Þegar þangað kom gaf liann stutt-
orða skýrslu um ferð sína og afhenti liana
stjórninni ásamt landsuppdráttum sínum.
En þótt hann héldi þar hiklaust fram, að
hann hefði leyst það verkefni, sem honunr
var falið, þ. e. að leiða í ljós hversu háttað
væri um tengsl Asíu og Ameríku, sem hann
var sannfærður um að engin væru, þá var
honum fálega tekið, og uppdrættir lians
viðurkennfjir af fáum.
LEIÐANGURINN MIKLI.
Enda )rótt Bering hlyti ntinni viðurkenn-
ingu og meiri' gagnrýni eftir heimkomu
sína en liann hafði vænzt, lét hann það ^kki
á sig fá, heldur fitjaði hann upp á ráða-
gerðum um nýjan rannsóknarleiðangur tii
norðaustur Asíu. Áætlun hans var þríþætt.
í fyrsta lagi skyldi mæla og kanna alla norð-
urströnd Síberíu, og skyldu leiðangursflokk-
arnir hafa bækistöðvar við ósa stóránna og
sigla þaðan meðfram ströndinni. Frá
Kamtschatka skyldi gera út tvo meginleið-
angra, annar skyldi sigla yfir til norðvestur-
strandar Ameríku, mæla hana og gera af
henni landabréf, einnig skyldi hann koma
af stað verzlunarsanrböndum við lönd þessi.
Hinn leiðangurinn átti að kanna austur-
strendur Asíu allt til Japan.
Enda þótt hér væri um að ræða stórfelld-
ara fyrirtæki en áður hafði þekkzt í þessum
efnum, og ýmsar tálmanir væru í vegi þess,
fór svo að lókum, að stjórnin gaf út bréf 2.
maí 1732, þar sem heitið var fé til rann-
sókna þessara og verksvið leiðangursins
markað. Æðsti maður rannsóknanna var
Bering, og voru nú metorð hans enn aukin.
Hins vegar hafði svo mjög hlaðizt ut.in á
hina upprunalegu áætlun hans, að svo er
talið, að hér liafi orðið um að ra.-ða mesta
landkönnunarfyrirtæki, sem sögur fara af.
Fyrirætlunin var að kanna og rnæla alla
strandlengjuna frá Archangelsk í Rússlandi
og til Japans, og þar að auki vesturströnd
Norður-Ameríku frá Mexikó og norður úr.
Þegar Bering lagði fram hinar fyrstu til-
lögur sínar, hafði hann alls ekki gert ráð
fyrir að takast á hendur framkvæmd þeirr-
ar áætlunar og enn síður, þegar verksviðið
var aukið svo stórkostlega, þar við bættist
einnig, að stjórnin fól honum framkvæmd
ýmissa umbóta í Austur-Asíu. En hitt láð-
ist henni, að veita honum völd, sem væru í
samræmi við ábyrgð þá, er á honum hvíldi,
því að í öllum meiri háttar málum var hon-
um boðið að leita ráða og umsagnar em-
bættismanna, vísindamanna leiðangursins
og undirforingja. Var því sýnilegt að allar
framkvæmdir yrðu þunglamalegar. En þrátt
fyrir þetta tókst Bering forstöðu þessa
mikla rannsóknabákns á hendur.
Bering lagði af stað með leiðangur sinn
frá Pétursborg í ársbyrjun 1733. Helztu for-
ingjar hans voru Spangberg og Chirikov en
auk þeirra var fjöldi annarra foringja,
læknar, prestar, handiðnámenn og óbreytt-
ir liðsmenn eða alls 570 rnanns auk 40 vís-
indamanna. Farangur þessara manna allra
var geysimikill og ekki bætti það úr, að
flestir yfirmenn í leiðangrinum tóku fjöl-
skyldur sínar með. Fæði og aðrar nauðsynj-
ar handa öllu þessu fólki, skyldu bæir og
héruð Síberíu láta í té, hvar sem leiðangur-
inn fór um, og var ráðamönnum þeirra
boðið af stjórninni í Pétursborg að sjá um
allan undirbúning, og vinna að því, að leið-
angurinn gæti haldið fram ferð sinni sem
hraðast. En skipanir þessar drukknuðu í
skriffinnskuflóði skrifstofanna, og venju-
legast var allur undirbúningur í óreiðu.