Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 16
158
LANDKÖNNUÐURINN BERING
N. Kv.
armanna. Eftir að hafa náð 46° n. br. sneri
hann til norðausturs. En nokkru síðar
misstu skipin hvort af öðru. Chirikov lenti í
hinum mestu hrakningum, komst þó yfir til
Ameríku og náði loks aftur til Kamtsehatka
í október, og hafði hann þá misst margt
manna bæði af slysum og skyrbjúg, en mjög
höfðu þeir þjáðst af vatnsskorti mestan
hluta leiðarinnar, og er hann úr sögunni.
Bering hélt.nú áfram feíð sinni, og hinn
25. júní hafði hann gengið úr skugga um,
að ekkert Gamaland var til. En leitin að
því hafði tekið langan tíma, og sú tíma-
eyðsla reyndist síðar og hafa örlagaríkar af-
leiðingar.
Hér verður að nefna mann þann til sög-
unnar er Georg Steller hét. Hann var kekn
ir og var ráðinn í leiðangur þenna sem
skipslæknir og náttúrufræðingur, en hann
var ágætur grasa- og dýrafræðingur og hefir
gert ómetanlegar uppgötvanir í þeim fræð-
um. Dagbók Stellers er helzta heimildin
um Kyrrahafssiglingu Berings.
Eftir hálfsmánaðar siglingu sáu þeir loks
land hinn 16. júlí. Ströndin, sem þeir nálg-
uðust var hálend með hrikalegum fjöllum,
en í baksýn gnæfði þar eldfjall mikið snævi
þakið. Kölluðu þeir það St. 'Elías, en á degi
hans litu þeir fyrst land. Fjall þetta liggur
syðst í Alaska. Ekki réðust þeir til land-
göngu þar, en sneru við vestur með strönd
Alaska, sem þeir eygðu öðru hvoru. Fjórum
dögum síðar gengu þeir á land á lítilli eyju,
sem Kajakey heitir, til þess að taka vatn.
Enda þótt dvölin þar væri aðeins nokkrar
klukkustundir, gerði Steller þar ýmsar at-
huganir og fann þar meðal annars merki
um að eyjan væri byggð. Vildi Steller dvelja
þar annan dag, en Bering þvertók fyrir það,
enda sá hann fram á að vistir tækju að
þverra, svo að hver dagur væri dýrmætur til
heimferðarinnar. Hann hafði heimild til að
gera út nýjan leiðangur næsta ár, og vildi
því ekki að þessu sinni hafa nokkuð í hættu.
Annars var þrek hans nú tekið mjög að bila.
Hann var 60 ára að aldri og beygður af
alls konar erfiðleikum og andstreymi. Þar
við bættist og, að hann var nú tekinn að
sýkjast af skyrbjúg eins og fleiri af skips-
höfninni. Tók hann því rninni beinan þátt
í stjórn skipsins en endranær, en lét undir-
foringja sína ráða, en þeim ber Steller hina
verstu sögu fyrir hroka og skort á hyggind-
um og stjórnsemi. En svo er að sjá, að þegar
í öndverðu hafi þeir orðið ósáttir við Stell-
er, svo að hæpið er að treysta dómi hans til
fullnustu, en samkvtemt honum hafa þeir
eða einkum annar þeirra, Waxell að nafni,
verið algerlega óhæfir til að fara með stjórn
leiðangursins.
Næstu þrjár vikurnar var sigh meðfram
ströndum Alaska og um eyjaklasana þar úti
fyrir. Veður var stormasamt og þokur tíðar,
en engu að síður fengu leiðangursmenn
gert furðu gott kort af strandlengju þeirri.
er þeir sigldu fram hjá. En nú tók skyr-
bjúgurinn að gera vart við sig fyrir alvöru.
Þegar þeir öndverðlega í september voru
yzt í skerjagarðinum við suðvesturodda
Alaska, dó fyrsti hásetinn, Shumagin að
nafni. Helmingur áhafnarinnar var þá orð-
inn óvérkfær, en hinir drógust á fótum rneir
af vilja en mætti. Steller gekk þar í land á
eyju nokkurri um leið og vatn var sótt, til
þess að safna skarfakáli og öðrum þeim
jurtum, sem að gagni máttu koma gegn
skyrbjúgnum. Fór hann þess á leit við Wax-
ell undirforingja, að hann fengi svo marga
menn til aðstoðar, að hann gæti safnað
drjúgum forða af jurtum þessum, en Wax-
ell harðneitaði. Ekki var heldur skeytt orð-
um Stellers, er hann benti á, að vatn það,
er tekið var, væri óhæft til neyzlu, en betra
drykkjarvatn var fáanlegt í grennd. Þessi
þverúð Waxells kostaði mörg mannslíf, en
þó batnaðh heilsufarið fyrst eftir að Steller
kom með jurtir sínar, og meðal annars
hresstist Biering sjálfur verulega.
Frá Shumaginseyjum var siglt 6. septem-
ber, og lá leiðin þvínæst fram og aftiir milli