Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Síða 18
160 LANDKÖNNUÐURINN BERING N. Kv. að fíytja sjúklingana í land, og dóu þá ' insir þeirri í flutningnum eða af vosi og kulda á skýlislausu ströndinni. Bering var fluttur í land 10. nóvember, og bjó hann fyrst í tjaldi en síðar í hreysi við liliðina á liolu Stellers. Svo er að sjá, sem undirforingjarn- ir hafi enga stjórn haft á björgunarstarfinu. Hver maður varð að bjarga sér sem bezt hann gat, og mikið af vistaleifum skipsins fór forgörðum. Hins vegar var þarna slík gnótt villidýra, að engin hætta var á að skipbrotsmennimir færust úr hungri. Þvert á móti, heilsa þeirra tók óðum að batna, er þeir fengu nýmetið. Smárn saman komst þó nokkur skipan á, og menn bjuggu um sig í 5 hreysum, og höfðu íbúar hvers hreysis matseld út af fyrir sig. Heilsu Berings hrakaði óðfluga. Engin tök voru að hjúkra honum að nokkru gagni, og hann gat ekki neytt nokknrs að ráði af nýmeti því, sem unnt var að afla. Kuldinn þjáði hann afskaplega og loks lézt hann 8. desember. Steller segir berum orðum að hann hafi dáið úr kulda, hungri, þorsta, skorti á aðhlynningu og harmi yfir örlögum leiðangursins, en ef þeir hefðu náð til Kamtschatka, þar sem unnt hefði verið að veita honurn sæmilegt fæði og hjúkrun mundi hann hafa komið til heilsu. Ennfremur segir hann: „Svo hörmulegt, ‘ sem andlát hans var, þá var rólyndi hans og virðuleiki fram til hinstu stundar jafn að- dáanlegt. Hann var sjálfur sannfærður um, að vér höfðum lent þarna á ónumdu landi, en hann lét sem minnst á því bera, svo að það drægi ekki kjarkinn úr mönnum hans. Hann reyndi til hins síðasta að liughreysta þá og vekja þeim vonir og hvetja þá til starfa. Daginn eftir andlát hans greftruðum við hann að hætti mótmælenda, og þá er vér fórum á brott reistum vér trékross á leiði hans.“ Smám sarnan komst nokkur skipan á líf skipbrotsmannanna. Er leið á veturinn tóku þeir að smíða sér skip úr gamla flak- inu, og á þeirri skútu sigldu þeir brott næsta sumar í ágústmánuði, og náðu loks til Avacha eftir nálægt hálfs mánaðar sigl- ingu. Kom þá í ljós, að ef fylgt hefði verið ráðum Berings haustið áður myndu þeir hafa náð þangað og sennifega borgið mörg- um mannslífum. Enda þótt hinn mikli leiðangur Berings fengi þannig ömurlegan enda, og árangur ferðanna yrði minni en við hefði mátt bú- ast, sem einkum var þó því að kenna, að margt af skýrslum þeim, sem gerðar voru um ferðina hafnaði í skjalasöfnum í Péturs- borg og sá ekki dagsins ljós fyrr en löngu síðar, bíandast engum liugur um, að Bering fékk leyst mikið þrekvirki af hendi. Dómar manna um hann og störf hans eru allir á eina lund, að líánn hafi verið óvanalegur þrekmaður, óeigingjarn og gcfugmenni.. Einum æfisöguritara hans fai'ast orð á þessa leið: „Bering dó eins og hann hafði lifað,- hraustur, heiðvirður, sanngjarn og guð- hræddur. Hanii var að vísu enginn Kolum- bus, enda gerði hann engar kröfur um met- orð né völd. Hann helgaði sig viðfangsefni sínu án jress að hugsa um sjálfan sig. Ekki voru ferðir hans til fjár farnar, því að eftir- látnar eignir hans voru seldar á einar 1000’ rúblur. í framkomu sinni við hinár ósiðuðu þjóðir í Austur-Síberíu var hann mildur og tillátssamur. í ferðinni til Alaska voru nokkrir munir teknir úr geymslu Eskimóa, en þá gætti Bering þess vandlega, að aðrir ■ hlutir væru skildir eftir til endurgjalds- Það var samkvæmt áætlun hans og þraut- seigju hans að þakka, að íshafsströnd Síber- íu, Kurileyjarnar og nyrzti hluti Japans- strandar var kannað og mælt. Hann fann fyrstur manna sundið milli Ameríku og Asíu og kannaði strendur Alaska og Aleuta- eyja. James Coook rak síðar smiðshöggið á verk hans. Löngu síðar sigldi Nordenskiöld leið þá, er Bering hafði sýnt að væri fær, og Amundsen þá leið, er hann hafði bent á-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.