Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 19
N. Kv. LANDKÖNNUÐURINN BERING 161 AUar rannsóknir og uppgötvanii', sem síðar hafa gerðar verið í heimskautalöndunum standa í þakkarskuld við hugsjónir og reynslu Vitus Berings." Svo farast þessunr höfundi orð, og um- mæli hans eru ekkert einsdæmi. Vitus Ber- mg er og verður ætíð talinn í röð hinna fremstu afreksmanna, senr helgað hafa líf sitt og starf þeirri hugsjón að kanna hnött þann, er vér lifum á. Akureyri 15. nóvember 1942. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Auður. Auður kvaddi ei til fylgdar aðra en lítinn snralasvein. Hefndir sínar hugðist reka hjálparlaust, að starfi ein. Steig á gæðing, brókum búin, beindi för á heiðarslóð, lrleypti blakki beint til Lauga. Björt var nótt og sveitin hljóð. Snúðugt gekk hún heim á hlaðið, Irurð í klofa sigin var, opnar dyrnar, aðgang buðu, inn lrún steig í skálann þar; allt var hljótt, en andardráttur eldaskála lreyrðist frá. Gætti hún að; þar inni sofa Ósvíf, líka Þórð hún sá. ,,‘Vakna Þórður!“ Auðu ræpti, yfir honum saxi brá. „Vil ég ei, þó svikull sértu, sofanda þér vinna á.“ Þórður sér á beði bylti brjóst hans þegar saxið snart. Auður jafnskjótt utar sneri og á burtu reið hún hart. Ósvífur til orða tekur: „Einhver gekk um skálann hér,“ „það var Auður“ anzar Þórður, „áverka hún veitti mér.“ ,,Óhapp mikið," aldinn mælti, „eftirför skal hafin skjótt; safna liði, flagðið fanga, fyrr en líður þessi nótt.“ „Eftirför skal ekki hafin,“ anzar Þórður, „ræð ég því. Auðui' skuld mér átti að gjalda; all-vel stóð hún skilum í. Eins þó banvænt yrði sárið, að ei frekar gera skal. Sýna hefnd hún hefir rekið hr'eystilegar mörgum hal.“ „Guðrún hreif minn huga allan hana þegar fyrst ég leit. Sakir ég við Auði átti engar þá ég samvist sleit. Engra bóta unni ég henni; ekki hirti að gera sátt. Málstað á hún miklu betri: Minni sök, til varnar fátt.“ Fáir treystu, eins og Auður, eigin mætti hefnd að ná. Vildi ei sín^ bræður brýna bllóðgan vígaferil á. Vildi Þórði víti skapa; vega ei, en taka blóð. — Af dugnað Auðar, drengskap Þórðar dæmi geymist mætri þjóð. Bjarni Þorsteinsson frá Höfn. 21

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.