Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Side 24
166 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv.. amir klifið upp vegginn fljótsmegin, án þess að því vas'ri veitt athygli. Aðeins höfuðin sáust upp fyrir á tveim þeirra, en sá þriðji var kominn með hand- leggina upp fyrir brúnina og gerði sig lík- legan til að vega sig upp. í einu vetfangi hjó Nevado þann í lierð- ar niður, sem fremstur fór. Steyptist hann þegar niður í fljótið. Hinir tveir fóru sömu leiðina. Nevado, Járnhönd og faðir Matteo gægð- ust út fyrir þakbrúnina og sáu þá hvað gerzt hafði. Án þess að séð yrði af þakinu, hafði tólf indíánum tekizt að komast í eikju upp að húsveggnum, þótt það hefði ö.rlagaríkari afleiðingar fyrir þá, en þeir höfðu gert ráð fyrir. Hinir voru á leiðinni upp, en þeirn ýmist fataðist tökin við hra’kfarir félaga sinna, eða urðu fyrir þeim í fallinu. Bylgj- ur fljótsins gleyptu þá alla og aðeins þrem- ur skaut upp aftur. Járnhönd skaut á einn þeirra. Skotið hitti. Sömu útreið fengu báðir hinir, þótt þeir reyndu að kafa sem mest og koma sér á sundi úr skotfæri. „Við skulum nota hvíldina vel,“ mælti Járnhönd. „Að vísu verðum við að hafa vörð, þar sem þörf gerizt, en ég veit af reynslunni að við þurfum ekki að óttast fleiri árásír í dag. Við skulum yfirgefa þak- ið, enda verður hér vart líft vegna hitans, þegar fram á daginn kemur. íbúar haciendunnar fóru nú til herbergja sinna, en Járnhönd, Nevado og presturinn út í garðinn. Völdu þeir fjóra menn úr þjónaliðinu sem áttu að halda vörð næstu fjórar klukkustundirnar. Skyldu þeir gera aðvart, ef þeir yrðu varir við eitthvað grun- samlegt. Þegar þeir félagar komu inn í borgar- stofuna fundu þeir Mestizen Inez á samá stað og hún hafði verið, þegar Donna DoL lores yfirgaf hana. Hún þrýsti andlitinu út að skotauganu og tautaði í sífellu: ,Það er handþurrkan hans Sautuchosl Víst er það hún!“ „Hvað varstu að tauta?“ spurði einn þeirra félaga. Inez hrökk við. Hún hafði ekki fyrr orð- ið vör við komu þeirra. „Ekkert, ekkert!“ svaraði hún þrjósku- lega og skautst út úr stofunni. „Heyrðuð þið hvað hún sagði?“ „Nei, ég hefi lengi haldið áð hún væri ekki með öllunr mjalla. Það gengur eitt- hvað lrenni." XIII. HLÉ MILLI HRÍÐA Faðir Matteo og þeir félagar héldu til herbergis Donnu Dolores. Beið hún þeirra þar, ásamt stöllu sinni, Donnu Rausuru. „Afsakið, fagra mey,“ mælti Jámhönd. „framkomu. okkar. Við, sem alið höfum mest'an hluta æfinnar inni í frumskógi, meðal hálfviltra manna og blóðþvrstra dýra, kunnum lítið til háttprýði hins sið- menntaða fólks. „Það eru ýmsir eiginleikar, svo sem dirfska og hreinskilni", svaraði Donna Dolo- res, „sem ég met rneira en yfirborðskurteisi þeirra, sem þér berið yður saman við. Fag- urgali þeirra er oft fláttskapur einn, en sem lretur fer hefi ég ekki kynnzt mörgum slík- um, enda er ég dóttir frumskógarins og hefi átt þess lítinn kost!“ „Má ég kynna mig yður og félaga minn, og skýra yður frá, hversvegna við erum hingað komnir? Það nafn, sem ég er bezt. þekktur undir, er Járnhönd-----.“ „Þetta nafn þekkjum við öll“, greip Donna Ðolores fram í. „Þegar góðs veiði- manns og ofurhuga hefir verið getið við þetta borð, þá hefir þetta nafn borið oftast á góma“. Veiðimaðurinn roðnaði. „Gullhamrar hljóma svo vel af yðar fögrú vörum, að ég freistást til þess að trúa því, sem um mig er sagt, þótt ég hingað til hafi dregið margt af því í efa. Félagi minn, sem

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.