Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Page 31
:n. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
173
einnig útbúnaður sá, er notaður var til að
Jhefja og fella vindbrúna.
Að þessu sinni voru þrír húskarlar stadd-
ir í klefanum. Einn þeirra stóð við skotaug-
að, en hinir tveir sátu úti í horni og spiluðu
á spii.
„Þetta er meiri þokan!“ mælti sá er hélt
vörðinn.
„Já,“ svaraði annar spilamannanna, „það
má mikið vera, ef þessir rauðu hundar nota
ekki slíkt tækifæri til þess að gera nýtt
áhlaup.“
„Hvað gerir það til,“ svaraði sá þriðji,
„síðan Járnhönd og félagi hans komu, ótt-
ast ég ekkert framar.“
„Eru þeir báðir á verði?"
„Já, Járnhönd er hér rétt yfir okkur, en
rauðskinninn heldur vörð á þakinu, fljóts*
megin. Þeir ætla að vaka alla nóttina."
,,Það eru nú karlar í krapinu," sagði sá
fyrsti. „Ég hélt að ég væri sjálfur ekki neinn
kararkarl, en mér finnst ég vera svo und-
arlega þreyttur eftir daginn. Ég er svo syfj-
aður að ég get varla haldið augunum opn-
um.“
„Drekktu meira toddý, það liressir þig.“
„Ég veit ekki. Ég er búinn að drekka tvö
glös. Mikil drykkja gerir mig syf jaðan.“
„Þegar spilið er búið, verður kominn
tími til að leysa þig af verðinum. Þá getur
þú sofið nokkra stund."
„Ég ætla aðeins að setja mig niður and-
artak. Ég er svo máttfarinn. Lánaðu mér
spilin, þegar þú skiptir við mig. Þá mun ég
vakna.“
Eftir stutta stund reis annar spilamann-
anna á fætur og rétti spilin að þeim, sem
vörðinn hélt. Tók hann sér síðan stöðu við
skotaugað og tók að rýna út í myrkrið. En
hann sá ekkert og liljóð bárust engin að
eyrum hans, önnur en skrjáfið í spilunum
og sultarleg vein sjakala og úlfa, sem reik-
uðu um valinn.
Þar sem þjónninn stóð og hélt vörð við
skotaugað, gefandi öllu úti fyrir nánar gæt-
ur, tók hann ekki eftir því að sagnirnar hjá
félögum hans urðu sífellt strjálari og strjál-
ari.
Hann varð ekki lítið undrandi, er hann
að lokum leit við, til þess að sjá hvernig
spilið gengi, þegar hann sá að báðir spila-
mennirnir voru steinsofnaðir.
„Dauði og djöfull! Það er naumast að
þeir hafa verið orðnir syfjaðir. Það er bezt
að lofa þeim að sofa áfram, þangað til þeir
eiga að leysa mig af.“
Hann sneri sér við og hélt áfram að stara
út í nóttina og myrkrið.
„Hvílíkur kuldi!“ mælti hann ennfrem-
ur. „Þótt ég sé ekki mikill vinur áfengra
drykkja, þá held ég að ég freistist til að fá
mér ögn meira af toddýinu, ég hefi varla
bragðað á því.“
Allt var nokkurn veginn hljótt í kringum
hann. Dapurlegar hroturnar í félögum hans
og einmanalegt vælið í úlfunum, var hið
eina, sem rauf hina miklu þögn.
„Hvernig stendur á því að ég verð allt í
einu svo syfjaður? Skyldi ætla að fara eins
fyrir mér og félögum mínum Ég verð, livaA
sem það kostar að verjast svefninum, því
innan skamrns verða vaktaskipti.“
Hann barðist eftir mætti gegn svefninum,
en árangurslaust. Hann fann máttinn smám
saman draga úr sér, hann sá það sem kring-
um hann var eins og í gegnum þoku.
Síðasta hugsun hans var: að úr því hon-
um ekki auðnaðist að vinna bug á svefnin-
inum, þá bæri sér þó skylda til að vekja
þann félaga sinn, sem taka átti við af hon-
um. Hann reikaði því eins og í draumi yfir
að spilaborðinu. greip í handlegginn á öðr-
um þjóninum og kallaði veikum mætti:
„Vaknaðu! leystú — mig — af. — Ég —
get — ekki — vakað-------—“
Hann endaði ekki setninguna. Hann
skjögraði, reyndi enn á ný að finna eitthvað
til þess að styðja sig við, en hneig niður á
gólfið og var samstundis sofnaður.