Nýjar kvöldvökur - 01.10.1942, Qupperneq 43
N. KV.
HARKAND RÉTTLÁTI
185
„Nú verður þú að borga mér átta annas“;
sagði Harkand kveinandi við konu sína.
„Æ, ég á engá peninga, það veizt þú sjálf-
ur“, sagði hin ógæfusama móðir, veinandi
og kveinandi. „Er það ekki nóg að þú hefir
steypt okkur í eymd og volæði, að við höf-
um misst son okkar, viltu einnig heimta
peninga fyrir lík hans, einkasonar þíns?“
„Já, ég verð að heimta það“, sagði
Harkand réttláti, „því að ég hefi lofað hús-
bónda mínum að gera það. Ef þú átt ekki
peninga, verður þú að láta mig fá linda
þinn að launum.
Hírali grét heitum tárum yfir óhamingju
sinni. Hún tók af sér linda sinn og fékk
manni sínum. Hann tók þegjandi við hon-
um og'lét hann hjá öðrum fötum, sem hann
hafði tekið. Þau hjónin settust svo við vatn-
ið og grétu beizklega.
Lík Marikhands hafði ekki sokkið, það
flaut á tjörninni og andlit litla drengsins
var svo vingjarnlegt og brosandi eins og
hann svæfi.
„Er það ekki óréttlátt", sagði móðirin,
„að guð svona lengi þjáir okkur, það eru
víst 12 ár síðan að sól lífs okkar gekkundir!"
„Það er mjög hryggilegt“, sagði maður-
inn, „en það er guðs vilji, og við verðum að
hlýða örlögunum með þolinmæði“.
Á þessu augnabliki kom fagur og tíguleg-
ur maður til þeirra og heilsaði þeim. Hann
var skrautlega og ríkmannlega klæddur. Vhð
hlið lians gekk ungur maður. Þau höfðij
ekki séð hvaðan ferðamennirnir komu, og
þau vissu ekki, að það var guð með einum
af englum sínum.
Harkand", sagði hinn ókunnugi, lor.ning-
arverði maður við radshainn, „vilt þú aft-
ur fá konu þína, son þinn og ríki?“
„Ef það er guðs vilji, svo vil ég það gjain
an“, sagði Harkand.
Ókunnugi maðurinn rétti hendi sína til
vatnsins og þar varð mikið kraftaverk. Lík
Marikhands kom hægt og hægt ^yndandi til
þeirra og þegar það kom að bakkanum, sté
fagri drengurinn upp af öldunum, gekk
glaður og heill heilsu til foreldranna og
heilsaði þeim alúðlega. Þegar þau, frá sér
numin af gleði, höfðu faðmað’ son sinn,
féllu þau á kné og þökkuðu gestinum.
Hann sagði: „Komið með mér!“ Og svo
fór hann með þeim þangað, sem líktilsjón-
armaðurinn dvaldi.
„Hvað viltu fá mann þennan borgaðan?"
spurði guð hann. /
„Ég hefi einungis gefið pund fyrir iiann,
„en þar eð hann er svo þénugur og trúr, þá
læt ég hann ekki lausan fyrir minna en 4
pund“.
„Hér eru fjögur pund“, sagði guð og
Harkand varð frjáls.
Síðan fór hann til kaupmannsins, sem
Hírali var veðsett.
„Hvað krefst þú fyrir konu þessa?“ spmði
guð.
„Ég hefi gefið eitt pund fyrir hana“, svar-
aði verzlunarmaðurinn, en hún er mjög
falleg og dyggðug, þvi sel ég hana ekki
minna en sex pund“.
„Héma eru sex pund“, sagði guð, og þar
með var Hírali frjáls.
N ú fór maharadshainn Harkand heim til
hallar sinnar ásamt Hírali konu sinni og
Marikhand syni sínum, eftir að hann hafði
þakkað gjafia allra góðra hluta fyrir allt það
góða, sem hann hafði veitt þeim öllum.
Þegar hann kom til heimilis síns, þá var
garðurinn, þeim til mikillar undiunar,
skreyttur fögrum blómum. Trékolin höfðu
einnig breytzt og orðið að silfri, gulli og
gimsteinum, og fólkið var á sínunt venju
stöðum, reiðubúið til að hlýða skipun hús-
bóndans. Fyrstu orð hans, eftir að hann var
stiginn yfir þröskuldinn, voru þessi: „Fjár-
stjóri, gefðu fyrst og fremst fátæklingunum
hálft þriðja pund gulls, og svo skulum við
flytja guði bæn og þakka honum fyrir allar
hans velgerðir“.
X þýddi.
24