Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 18
56
SÆÆXSKIR HOFÐINGJAR
N. Kv.
upp munni sínum á þinginu, svo hræddir
voru þeir við, að þeir mundu ekki geta stað-
ist hina Irægu málsnilld hans.
Sverrir lét þá leiða fram tvo hesta á þing-
inu og bauð 'mönnum sínum að slátra þeim.
Síðan mælti hann:
— Það mun nú spyrjast um öll lönd, að
þið Helsingjar eruð svo nízkir og ógestrisn-
ir, að kristnir menn, sem til ykkar koma,
geta því aðeins haldið lífinu, að þeir syndgi
gegn boðum Guðs og eti óheilagt lirossa-
kjöt.
Þá blygðuðust bændur sín. Og þegar
hann svo gekk fram fyrir þingalmúgann í
rauða kyrtlinum, bryujunni og með silki-
húfu á höfðinu og talaði skýrt, viturlega og
með ofurlítilli gamansemi, eins og vandi
hans var, þá var það öllum ómögulegt að
hlusta á hann, án þess að verða honum vin-
veittir. —
Að nokkrum tíma liðnum fóru menn aft-
ur að sjá hina rauðu kyrtla Birkibeina á
hæðunum fyrir norðan Niðarós. Og Sverrir
mælti þá til manna sinna:
— Nú er tími til kominn, að vér fáum
launin fyrir alla hrakninga vora. — Þarna
niðri í bænum eru þeir nú Erlingur jarl og
Magnús sonur hans með hermenn sína. Sér-
liver yðar skal eignast vopn, jarðeignir og
nafnbætur þess, er Itann fellir í orrustunni.
— Það skulu vera sigurlaun yðar.
Maður með þúst reiddan um öxl hljóp
fram fyrir alla aðra, þegar fylking Birki-
beina hélt til bardaga. Einn af Birkibeinum
sagði við hann:
— Þú munt komast að raun um það, að
eitt er að þreskja korn og annað að berjast
við Erling skakka.
— Vopnin. sent ég skal bera í bardagan-
um, eru nú á leið til vor frá bænum, því að
þau ber nú einhver jarl, eða annað stór-
menni! svaraði hinn.
Vittiko fylgdi hernum og læddist fram
hjá öllum óséður inn í bæinn til þess að
njósna. Skip jarlsins, þar sem hann svaf um
nóttina, lá við festar. Þangað fór Vittiko, og
sá nú að skuggi jarlsins og allra, sem með
honum voru, féllu höfuðlausir á þiljurnar.
— Það merkir, að J^eir allir skulu deyja í
fyrramálið, hugsaði Vittiko með sér. E.n svo
heyrði hann jarlinn segja:
— Ég get ekki neitað því, að mér dettur í
hug að réttast mundi vera, að kalla allt lið-
ið út á skipin og leggja frá landi. — En ég
get ekki þolað að hugsa til Jæss, að Jress'i
Sverrir prestur setjist í hásæti sonar míns!
Með þessum orðum gekk hann á land. — í
kirkjugarðinum mætti liann syni sínum og
höfðingjum hans. Þar féllu Jieir á kné og
báðust fyrir, Jrangað til Erlingur mælti:
— Standi menn nú upp og taki vopn sín!
Nógu lengi munuð þér síðar fá að liggja.
Þá var blásið í herlúðrana, þó komu færri
menn til orrustunnar, en hann hafði búizt
við — naumast fleiri en sex hundruð manns.
— Hvar eruð þér nú allir? spurði jarlinn,
eftir að orrustan hófst og fylking hans tók
að hopa. — Hann fékk sjálfur lag í gegnum
sig og féll aftur á bak deyjandi. Brast nú
flótti í lið þeirra feðga. Þegar Magnús kon-
ungur hljóp þar fram hjá, sem faðir hans lá,
laut hann að honum, kyssti hann á ennið og
mælti:
— Við munum hittast aftur á degi gleð-
innar, faðir minn.
Ari síðar saf Birgir Brosa eitt kveld með
mönnum sínum í höll sinni. Erfiði da2ísins
o
var á enda, en allir sátu þögulir og djúp
þögn ríkti allt í kring. Það var hráslagalegt
og kalt vorkveld, en svo bjart, að menn í
fyrsta sinn það vor þurftu ekki að kveikja
Ijós. Þeir sátu klæddir loðfeldum sínum við
opnar dyrnar og fögnuðu því að þeir á blað-
lausum trjánum úti fyrir gátu séð litla.
óþroskaða brumknappa.
Þá kom allt í einu í ljós úti á veginum
stór böggull af vopnum, brynjum, góðum
klæðum, silfurslegnum söðlum og beizlum.
F.fst uppi, ofan á öllu saman, sat hjálmur