Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 42
80 VITASTlGURINN N. Kv. „Sá á að borga, sem sigurs missti,“ sagði Sylvester og hló við. ,,Já, en það varst: þú, hö-hö-hö!“ „Jæja þannig er það vant að vera,“ sagði Sylvester; og brá snöggvast alvörusvip á and- lit iians. En svo lýsti geislandi bjart bros alla ásjónu lians, og hann rétti fram hönd- ina: „jæja, en vertu nú velkominn heim aftur, Gottlieb bróðir!" Gottlieb tók þétt í hönd liands og dró hann að sér. Þeir stóðu lengi kyrrir og horfðust í augu, áður en þeir lögðu af stað upp Seljaveg. Þeir gengu þvert yfir Hlynahrygg og langt inn á Steinabæjar- móa, þar sem friður og kyrrð ríkti í skógar- þykkninu. Þess háttar átti bezt við skap þeirra og hugarfar í dag; því að nú þurftu þeir þess að vera einir saman. Þeir gengu yf- ir víðlenda furumóana í djúpum samræð- um. Öðru hvoru lagði Sylvester höndina á öxl Gottliebs, eða þá tók Gottlieb hnakka- taki á Sylvester óg hristi hann ofurlítið og hló: „hö-hö-hö“ svo hátt, að héri spratt upp dauðhræddur og lientist á burt í löngum stökkum. Síðan námu þeir staðar og litu á skóginn, sérstaklega þar, sem gömlu risatrén höfðu fengið að standa í friði. Stórar krónur þeirra lutu saman, en ungviðið leit til þeirra með lotningu, úr nokkurri fjarlægð. Sylvester og Gottlieb klöppuðu gulbrúnum og hnútóttum berkinum og mældu með augunum risastofna þeirra. „Er þetta ekki alveg eins og víkingarnir gömlu á Þingvelli, sem ráðguðust um leið- angur til Garðaríkis og Vínlands?“ sagði Sylvester. „Hö-hö-hö,“ rumdi í Gottlieb. „Þau grunar víst ekki, að innan skamms muni þau ferðast til Hjaltlands og Frankalands sem borð og plankar." „Ekki í minni tíð,“ sagði Sylvester. „Nei, við skulum láta Jens um það. En við skulum halda tryggð við gömlu vinina okkar, á meðan við lifum. Þetta verða von- andi nánustu samvista-vinir okkar, jrað sem við eigum eftir ólifað." „Þakka Jrér fyrir Jrau orð, Gottlieb," sagði Sylvester og sló hann á öxlina. Síðan gengu þeir áfram inn eftir Steina- bæjar-móum. . . . Langt var liðið á dag, er Jreir komu aftur í „Sælureit". Hlátur Gottliebs heyrðist lang- ar leiðir og djúp og hrein rödd Sylvesters. „Svo verðurðu að taka vel á móti Jreim ungu, þegar Jrau koma, Sylvester.“ „Vertu viss, bróðir. Þú mátt treysta Jrví! Henni skal ekki verða vísað burt frá Bjarka- setri að þessu sinni, hér er hönd mín upp á það. Ég hefi lært talsvert í skóla lífsins þessi árin, sem ég hefi ráfað hérna einmana og spjallað við skóginn minn. Þá fær rnaður tíma til að skilja svo rnargt, sem áður var óskiljanlegt.“ „Hö-hö, já, Jrað er víst æði margt, sem við skiljum ekki.“ „Já, Jrað er Jrað, Gottlieb; en eitt skil ég nú, að ástarlausu lífi er erfitt að lifa, og Jrað á sonur minn ekki að Jrurfa að revna.“ „Þér hefir ekki liðið vel Jressi árin, Syl- vester?“ „Onei, Jrau hafa verið fremur gleði- snauð.“ „Eg hefi hugsað mér Jrað. Já, það er víst, eins og Adam Stolz segir, að „Vitastíginn" verðum við öll að klífa fyrr eða síðar, hjá því geti enginn kornizt. Vonandi ert þú nú kominn upp á örðugasta hjallann.“ „Þessi vitavörður hlýtur að vera einkenni- legur maður, Gottlieb. Áður en Jens fór seinast, sagði hann mér heihnargt um Jrá fjölskyldu. Mér skildist á honum, að hann hefði álit á ungu stúlkunum Jrar efra; en svo sagði hann nokkuð um Adarn Stolz, sem ég veitti sérstaka eftirtekt.“ „Hvað var það, Sylvester?“ „Allt það, sem við teljunr gott og mikil- vægt, er honum einkis virði. Hann brosir með samúð og meðaumkun með mönn- um--------“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.