Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 39

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 39
N. Kv. VITASTÍGURINN 77 drengur minn, að þú ætlir að fara að tengj- ast þessari bakarafjölskyldu?" ,.Tengjast? svaraði Roosevelt. „Ég ætla mér aðvitað að kvænast Rósu.“ ,,Rósu?“ „Viljirðu vera reglulega fín, mamma, þá geturðu kallað hana Rósalíu; en mér þykir nú miklu skemmtilegra að segja Rósa mín —“ „Fu-h, en það nafn,“ sagði Fía. „Nei, mamma, það fer ágætlega við Roosevelt, ha-há-ha!“ „Hvað skyldi frú Bramer segja um þetta?“ „Frú Bramer?" sagði Roosevelt. Hann nam staðar og horfði forviða á Fíu. „Já, frú Bramer og öll þessi fína fjöl- skylda á Bjarkasetri.“ „O, þau hugsa eflaust eins og ég, að „ást- in, ástin á engan vilja, — hún fæst ei um hvort það er fjóla eða lilja, — er það ekki satt, mamma?“ sagði Roosevelt og hló glað- lega. „Já, en þú veizt nú, að við getum litið með hreykni upp á við. Bæði til afa admír- áls og Kommandörsins, sem voru hátt settir menn í þjóðfélaginu." „Já, og líka upp til „Sigurðar konungs", sem sigldi til Hamborgar,“ sagði Roosevelt og skellihló. Fía gat ekki staðist glaðværð drengsins; lrún varð líka að hlæja. „Þú ert dálítið orðhvatur, strákur! ívar- sen hefir alveg gerspillt þér. Annars er hann alltaf jafn ósanngjarn og uppstökkur og áður. Ég lrélt sannarlega, að skelkurinn, sem hann fékk í sig uppi í vitanum síðast, hefði mýkt hann ofuríltið; en það varð nú lýgi! Hann gerði mig dauðhrædda áðan með þjösnaskap sínum.“ „Um lrvað hafið þið nú rifizt í dag?“ spurði Roosevelt. „Veiztu hvað hann sagði? Hann sagðist ætla að gefa aleigu sína Kínverjum og Zúiú- negrum, eða trúboði þeirra." „Það er honum líkt,“ sagði Roosevelt. „En elsku drengurinn rninn, þá fengir þú ekki neitt.“ „O, það jafnar sig allt saman," sagði Roosevelt og hló. „Þú skalt ekki vera svona óhræddur um það. Það er aldrei að vita, hvað svona ná- unga getur dottið í hug. Hugsaðu þér bara, Kínverjum! Það verður Jdó að vera hóf í góðgerðaseminn i! “ „Þú hefir ííklega verið að erta hann með einhverju?“ „Ég? Nei, en ég var samt svo heirnsk, að ég sagði, að hann ætti að gefa fátæklingum og h'knarstarfsemi eitthvað af auði sínum. Ég mundi þá í svipinn ekkert eftir þér, drengur minn, annars Iiefði ég víst varað mig á því að ympra á jx.ssu. En svo varð hann grófur í munninum og fór að hall- mæla frú Bramer og því fólki, auðvitað í því skyni að storka mér í tilefni af þessum nýju tegundum okkar. Hann öfundar okk- ur, skal ég segja þér! í rauninni er hann mesti ruddi.“ Roosevelt hló að þessu rausi ltennar, og Fía varðgröm útafþessumskorti á sonarlegri virðingu. „Segðu ekkert misjafnt um fóstra, mamma mín. Hann er sannur karlmaður, sem segir blátt áfram það, sem honum býr í brjósti.“ Fía lézt ekki heyra þetta og hélt áfram án þess að láta þetta á sig fá: „Ég ætla nú sarnt að segja þér eitt alvöru- orð, drengur minn, áður en ég fer: Hugsaðu Jrig vel um og tvisvar, áður en þú giftist inn í Jressa fjölskyldu." „Góða mamma, ég giftist nú ekki fjöl- skyldunni!" „Æ, það er sama súrdeigið, allt saman.“ „Pabbi spurði víst ekki eftir fjölskyldu Jrinni, þegar hann kvæntist þér, mamma?“ „Uss, ég átti enga aðra fjölskyldu en syst- kinabarn í Ameríku.“ Hún þagnaði sem snöggvast, því að henni datt í hug umslagið góða; það olli henni enn nokkrum kvíða. — Þegar þau skildust, tók Roosevelt í höndina á henni og sagði:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.