Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 27
N. Kv. BENSI BARNFÓSTRA 65 hafi gefið honum helzt til sterkan skammt. En hér sézt nú enginn á ferli, svo að þið Spánski-Jón skulið fara yfir í Áttundu götu, en við hinir röltum þá Sjöundu, og ef þið gangið svo stilltir eins og á kirkjugólfi eða borgarar í löggildum erindum ætti allt að ve'ra í lagi.“ Þegar hér er komið, býst ég við að Litli- Dóri sé orðinn þreyttur á félagsskapnum við Jón litla junior, því að hann segist ætla að verða Harra Hrossa og Spánska-Jóni sam- ferða, og af því leiðir að við Bensi og Jón jún. verðum einir samferða eftir Sjöundu götu. Nú, við leggjum þá líka af stað, en þegar minnst varir koma tveir pólar heldur illir fyrir hornið á móti þeim Litla-Dóra, Harra Hrossa og Spánska-Jóni. Allar líkur benda til að þeir liafi fundið skakið á hríst- ingnum hans Stóra-Bensa og korni nú til þess að reka nefið í það sem gerzt hefur. Sennilegt er það einnig, að ef þeir Harri Hrossi og félagar hans hefðu farið að ráðuni Stóra-Bensa og marserað hægt og virðulega leiðar sinnar, hefðu pólarnir enga athygli veitt þeim. En um leið og Harri Hrossi kemur auga á þá hnöttóttu, gufar öll skyn- sarnleg gætni burtu úr kollinum á lionum. og hann dregur upp gamla sáttasemjarann sinn og byrjar strax að skjóta, og hvað mundi þá Spánski-Jón gera nema alveg það sama, þrífa upp sinn hólk og byrja fretgang- inn. Á næsta augnabliki liggja tveh' pólar á götunni með þó nokkuð af blýi í holdinu, en nú drífa líka aðrir löggar að úr öllum áttum, blásandi í hljóðpípur og fretandi þó nokkuð líka, svo að þarna verður fyrsta flokks príma uppistand og æsing, ekki sízt þe gar það vitnast, að nokkrir pólar, sem ekki taka þátt í matreiðslunni á Harra Hrossa, Litla-Dóra og Spánska-Jóni, þefa nppi kunningja Harra.varðmanninum.sem liggur þarna fagurlega krossbundinn, og gefur þeim skýrslu um aðfarirnar eins og hver annar góður og dyggur vörður, og það kemur í Ijós, að einhverjir urguþrjótar hafa sprengt opinn mauraskápinn. Meðan þetta gerist göngum við Stóri- Bensi í áttina til Sjöundu götu, og Bensi ber Jón junior á handleggnum. en sá junior orgar nú af öllum kröftum. Ef til vill er iiann ennþá að luigsa um stóru þrumuna, sem hann var svo hrifinn af og langar máske meira að seg ja til að lieyra aðra, að minnsta kosti setur hann núáreiðanlega—nýttöskur- met meðan við göngum þarna. en Stóri- Bensi segir rétt svona: „Ég þori ekki að hlaupa,“ segir hann, „því að ef pólarnir sæju mig gera það mundu þeir vafalaust fara að bauna á mig, og það gæti hæglega meitt Jónka litla, auk þess mundi mjólkin þá líka fara að gutlast í maganum á honum og honum sennilega verða eitthvað bumbult. Hún gamla mín hefur tekið mér \ ara fyrir því að hrista Jón junior, þegar hann er nýbúinn að drekka mjólk.“ „Jæja, Bensi,“ segi ég, „það er engin mjólk í vömbinni á mér, svo að mér má á sarna standa þó slængið í mér skakist dálítið. og ég ætla þess vegna að fá mér ofurlítinn sprett, þegar ég kem fyrir næsta horn.“ En rétt í þessu koma tveir pólar ásamt akfeitum lögregluforingja fyrir liornið, og annar pólinn. sem er lafmóður eftir að hafa skekið skankana á hlaupunum eftir stræt- inu, er að skýra foringjanum frá því, að ein- hver þrjótur bafi sprengt opinn peninga- skáp og skotið þrjá lögga um leið og hann komst undan. Og hér er Stóri-Bensi með Jón junior í fanginu og fjörutíu græna undir skyrtunni og dálítið mislita æfisögu að baki, gangandi beint í fangið á delunum. Ég er ákaflega hryggur og verulega sorg- bitinn vegna Bensa og minnar eigin per- sónu, og ég lofa sjálfum mér því, að ef ég sleppi úr þessu skuli ég aldrei eiga félags- skap við neina aðra en preláta og kenni- menn svo lengi sem mér endist líf og heilsa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.