Nýjar kvöldvökur - 01.04.1945, Blaðsíða 24
62
BENSI BARNFÓSTRA
N. Kv.
brúðutetrið, sem gat sagt mamma, skemmd-
ist ekki svo, að það missti málið, því að þá
hefði hann sannarlega ekki sloppið við að fá
einn vel útilátinn á kyssandann.
Við yfirgefum bílinn góðan spöl frá
ákvörðunarstaðnum, og göngum síðasta
spottann af leiðinni, tveir og tveir saman.
Ég geng við bliðina á Stóra-Bensa og ber
böggulinn, sem hann trúði mér fyrir, en
hann draslast sjálfur með króann innpakk-
aðann í teppi, verkfæratöskuna og flata
böggulinn, sem líkist biblíu. Á þessum tíma
sólarhringsins er svo kyrrlátt í Átjánda
stræti að hver óg einn getur hæglega heyrt
sjálfan sig hugsa. Og sannarlega heyri ég
Iíka sjálfan mig hugsa um hvaða erki aula-
bjálfi ég sé að vera að flækjast hér í þessum
erindum og félagsskap, þar sem krakka-
skinn er haft með í förinni, en áfram held
ég þó, og sýnir það be/.t hvað ósjálfstæður
garmur ég er.
Það eru harla fáir á ferli í Átjánda stræti
þegar við heiðrunr það með komu okkar.
Einn þeirra næturlrrafna er feitur kúlu-
vambi, sem styður vegginn nálægt miðri
sambyggingunni, en gengur strax afsíðis
þegar við komum. Sá mörpoki virðist vera
varðmaðurinn hjá kolafélaginu og auk þess
góðvinur Efana Hrossa, og er það síðara
ástæðan til þess að hann hypjar sig burtu
þegar hann sér til ferða okkar.
Áður en við förurn að heiman frá Stóra-
Bensa, hefur Jrað orðið að samkomulagi, að
Harri Hrossi og Spánski-Jón skuli halda
vörð úti fyrir húsinu á meðan Bensi gerir
uppskurðinn á skápskrokknum, en að
Litli-Dóri skuli fylgja honum eftir inni í
húsinu. Ekkert hefur verið ákveðið um
stöðu mína í samfélaginu, og raunar sé ég
að minnstu máli skipti hver hún er, vegna
Jress að ég er ekkert annað en utanveltu-
gemlingur, en af Jrví að Bensi hefur falið
mér að bera böggulinn geri ég ráð fyrir að
hann ætlist til þess að ég doki við hjá hon-
um innan dyra.
Við sleppum inn í skrifstofuna eins og
fingur í þumal. Skrifstofan er á neðstu hæð
og ekki verður annað séð en að vörðurinn
hafi verið svo hugulsamur að skilja við
dyrnar opnar. Vörðurinn er meira að segja
svo greiðvikinn að koma röltandi til okkar
svo að Harri Hrossi og Spánski-Jón geta
krossbundið bann í stökustu rólegheitum,
og troðið klútrýju upp í hann og lagt hann
til hliðar úti fyrir skrifstofudyrunum, svo
að engri sálu geti dottið í hug að hann hafi
verið nokkur hluthafi í því að opna skáp-
hólkinn, ef einhvern tíma yrði um Jrað
spurt.
Skrifstofan veit út að götunni, og skápur-
inn, sem þeir Harri Hrossi, Litli-Dóri og
Spánski-Jón, vilja láta Stóra-Bensa opna.
stendur við bakvegginn og snýr andlitinu
út að glugganum. Lítið rafljós logar dauf-
lega yfir skápnum, svo að í hvert sinn sem
vörðurinn gengur fram hjá getur hann séð
að skápurinn er ekki strokinn, ef hann er
ekki alveg stauraður. Þetta er hvorki hár né
digur skápur, og ég sé Stóra-Bensa brosa
svo að endajaxlarnir í honum korna nærri
Jrví út á hlaðið, þegar hann sjónar gripinn.
Eg kenrst því að þeirri niðurstöðu að Jressi
öryggisskápur hjá kolafélaginu sé kannske
ekkert öruggur, rétt eins og Harri Hrossi
liélt fram við Bensa.
Jafnskjótt og Stóri-Bensi með króann og
við Litli-Dóri erum komnir inn í skrifstof-
una og búnir að ná áttunum, gengur Bensi
að skápnum og flettir sundur bögglinum,
sem leit út eins og biblía ,og hvað skyldi þá
koma í Ijós annað en stór hlíf eða skermur,
sem er máluð á framhliðinni eins og andlit
á peningaskáp. Stóri-Bensi reisir Jjessa hlíf
á glófinu fyrir framan hinn raunverulega
skáp, og ætlar sér hæfilegt athafnapláss á
bak við. Hlífin á auðsjáanlega að hylja
Bensa sjónunr Jreirra, sem um götuna fara
meðan lrann gerir uppskurðinn á skápnum,
vegna þess að lrver og einn, sem er að grufla
í innýflum peningaskáps undir svona kring-