Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Page 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 117 »Nú, ekkert liggur á og þangað til getið þjer skemt yður við kvenfólkið,« sagði hann og hvesti á mig augum. »Jafníramt því get jeg, ef yður svo líkar, kynt yður ýmsum giftingar- skrifstofum og er sú stærsta auðvilaí í þessari borg. Ekki vantar girnileg framboð, kæri vin — yndisleg dökkhærð og glóhærð sýnishorn fyrir gjafverð. Við skulum líta á það við tækfæri. Mjer þykir vænt um, að þjer hafið afráðið að gerast kunningi minn, því að jeg er stórlátur — talsvert dram’bsamur, er mjer óhætt að segja — og treð aldrei neinn mann um tær, ef hann vill heldur vera laus við mig. Góða nóttU »Góða nótt!« svaraði jeg og tókumst við aftur í hendur. Meðan við stóðum svona, lýsti um herbergið af blossandi eldingu og dundi geigvænleg þruma strax á eftir. Rafljósin slokn- uðu og sást ekki í annað en aringlóðina. jeg varð forviða og felmtraður, en prinsinn stóð grafkyr og brá sjer hvergi. Augu hans tindr- uðu í myrkrinu eins og augu í ketti. »Skárra er það nú veðriðl* sagði hann blátt áfram. >Svona þrumuveður er sjaldgæft að vetrarlagi. Amíel!« Pjónninn kom inn. Hið alvarlega andlit hans líktist hvítri grímu og sást glögt í myrkrinu. »Ljósin sloknuðu,* sagði húsbóndi hans. »Rað er næsta undarlegt, að hið siðaða mann- fjelag hefir ekki enn komist upp á að gæta rafljósanna. Getið þjer gert við það, Amíel?« »Já, yðar hágöfgi,« Hann fjekk ljósin til að lýsa með enn skaerri birtu eftir fáeinar mínútur, með einhverri aðferð, sem jeg sá ekki eða skildi ekki. Ein þruma dundi enn yfir höfðum okkar og síðan kom hell'rigning. sRetta er sannarlega einkennilegt veður í janúarmánuði,* sagði Rímanez og rjetti mjer altur hönd sína. »Góða nótt, kæri vin, og sofn- ist yður vel.« »Ef höfuðskepnurnar leyfa,« svaraði jeg í gamni. »Uss, kærið þjer yður ekki um höíuðskepn- urnar. Mennirnir hsfa þær næstum á valdi sínu eða tekst það víst innan skamms, nú þeg- ar þeir eru smámsaman að sannfærast um, að engirn guðdómur sje til, sem vaini því eða taki fram fyrir hendur þeim. Amíel, visaðu herra Tempest til heibergis síns.« Amíel hlýddi því. Við fórum þveit yfir ganginn og inn í stórt herbergi piýðilega búið, uppljómað af arire'dinum. Móti mjer lagði þægilegan yl, þegar jeg kom inn og fann jeg til óumræðilegrar gleði yfir þessari velsæld minni, enda hafði jeg ekki átt við eins golt að búa síðan jeg var barn. Amíel beið auðmjúk- ur og gaut til mín augunum við og við, en eitthvert háð fanst mjer í augnaráði hans. »Get jeg gert nokkuð meira fyrir yður?« spurði hann. »Nei, kæra þökk,« svaraði jeg með einskon- ar uppgerðar lítilæti, því hvernig sem því var varið, þá fann jeg, að ekki tjáði að gefa þess- um manni höggsfað á sjer. »Rjer hafið verið mjög eftirlitssamur og jeg skal ekki gleyma því.« Hann brosti dauflega. »Jeg kann yður bestu þakkir, herra. Góða nótt,« sagði hann og gekk burt og skildi mig einan eftir. Jeg fór að ganga um gólf í her- berginu og reyna að hugsa — reyna að koma hinum ýmsu viðburðum dagsins í eitthvert samhengi. En jeg var ennþá eitthvað ringlað- ur í höfðinu og eina myndin, sem mjer stóð skýrt fyrir augum, var hin tígulega persóna míns nýja vinar, Rímanez. Hið venjulega yfir- bragð hans, alúð og hið undarlega bölsýni, öll fiamkoma hans og tilburðir ásóttu mig og urðu svo að segja eitt með sjálfum mjer og öllu því, sem mjer við kom. Jeg afklæddi mig við eldstóna og hlustaði eftir rigningunni og þrumuveðrinu, en því var nú að slota. »Geoffrey, heimurinn liggur fyrir fótum þjer,« sagði jeg við sjálfan mig. »Rú ert ungur, heilsugóður, laglegur og gáfaður — og í of- anábg áttu svo fimm miljónir og voldugan prins að vin. Hvers geturðu krafist meira af ham- ingjunni? Eitikis nema frægðar — og hana mun þjer verða auðvelt að fá, því að á okk- ar tímum er jafnvel hægt að kaupa sjerfrægð-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.