Nýjar kvöldvökur - 01.08.1924, Síða 14
124
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
XIX.
Kastalinn unninn. Áróra fundin aftur.
Við höíðum ágæta stöðu þarna í skógar-
biúninni til þess að aðgæta kastalann án þess
að okkar yrði vart. Hann stóð þarna, kastal-
inn, með turnum og hvolfþökum, á klettastalli,
svo að á þrjár hliðar lionum var hengiflug, en
girtur háuni og þykkum múrvegg á hina fjórðu.
Mjer virtist kastalinn svo rambyggilegur, að
djörfustu vonir um það, að þessi litli hópur
rninn myndi nokkru getað áorkað, hlutu að
verða að engu. F*að var eins og kastalinn
vissi, að við stæðum þarna með ásetninginn
að ráðast á hann, og gerði sig sem ægileg-
astan.
Jeg gerði mjer í hugarlund, að kastalinn væri
leyfar frá hinni gömlu rómönsku riddaratíð,
þegar slíkar borgir eða kastalar voru reist'r
víðsvegar, og hinn mikilláti borgherra rjeði
þar með miklu veldi og áleit sig voldugan
eins og konung, og oft og tíðum sem hann
þrjóskaðist við að hlýða boðum konungs og
tók á móti her hans og varðist í borg sinni.
Seinni tíma þekking hafði kent eigendunum að
búa enn betur um kastalann, og einkum nú,
þegar sænski herinn fór yfir Rýskaland, hafði
stjórnin látið gera hann enn rambyggilegri, og
sett í hann fallbyssur, enda var hann líka
landamæravígi,
Pessar hugleiðingar mínar, sem jeg fjekk æ
betri staðfestingu á að væru rjettar, voru ekki
beinlínis til þess, að gera hug minn kátari.
Pað var engum blöðum um það að fletta, að
jeg mundi engu getað áorkað um að taka kast-
alann með áhlaupi, eins og jeg var liðfár. Jeg
fleygði því þeirri hugmynd minni frá mjer
sem brjálæði, því að auðsætt var, að við
mundum ekki komast lífs af úr slíku áhlaupi.
En hvað setn öllu leið, varð jeg að komast
inn í kastalann, það varð að kosta hvað sem
verða vildi.
Jeg var að mynda mjer eina lausnina á fæt-
ur annari til þess að komast inn í kastalann,
en varð að láta af þeim öllum sem óframkvæm-
anlegum. Jeg leit til fjelaga minna, til þess
að reyna að finna út úr svip þeirra hvort, ein-
hver þeirra ætti ekki tjettu lausnina á málinu.
En þeir horfðu á mig spttrnaraugum og voru
enn alvarlegri en venjulega.
I þessum svifum kom Tiyggur til mín og
mælti:
»Hvað hafið þjer í hyggju að gera?» spurði
hann lágt. »Kastalinn er of rambyggilegur til
þess að við fáttm lekið hann með áhlaupi.«
»Því miður. Við erum of fáliðaðir til þess,
auk þess vantar okkur það, sem til þarf, fall-
byssurnar.«
»En það eru fleiri ráð til en að taka hann
með áhlaupi.
»Við hvað áttu?«
»Ef jojer viljið koma með mjer lítinn spöl,
skal jeg ségja yður, hvað mjer hefir komið til
hugar.«
Jeg gaf mönnum mínum skipun um að halda
kyrru fyrir þangað til jeg kæmi aftur, og fór
svo með Trygg. Leiðin, sem hann valdi, var
engan vegin góð, þvi að við urðum ýmist að
brjótast gegnum þjetta viðarrunna eða vaða
keldur í hnje, þangað til hann nam staðar í
skógarbrúninni. Jeg sá nú, að bæði gat jeg
frá þessum stað athugað kastalann frá nýrri
hlið, og að hann var rniklu nær én áður, og
gat jeg nú miklu fremur skoðað hann ná-
kvæmlega.
En hversu sem jeg reyndi að gera mjer grtin
fyrir hvað Tryggur meinti með þessu ferðalagi,
gat jeg ekki komist að neinni niðurstöðu. Jeg
sá múrveggina og turnana og varðmennina,
sem gengu þar fram og aftur. En fyrir augu
mín bar ekkert, sem gæti vakið von mína um
að ná inngöngu í kastalann.
»Hvað svo?« spurði jeg Trygg, þegar jeg
hafði staðið þarna nokkra stund, án þess að
verða nokkru nær. »Jeg get ekki sjeð, að hjer
sje nokkur von fremur til þess að komast
í kastalann frá þessaii hlið. Annars þætti mjer
vænt um að heyra, hvað þjer virðist hjer að
græða.«
»Jeg skal segja yður, að jeg hefi ekki verið