Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Side 2
178
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Jeg svaraði engu, en þótiist vita, við hvað
hún ætti. En, því miður! — Jeg vissi ekki,
hve djúpar rætur »sáð spillingariunar« hatði
fest í hjarta hennar, eða hvern ávöxt það mundi
bera. Tjaldið fjell, en var jafnskjótt dregið
upp attur og sást þá »Síðasta kaupið lians.«
Rað var skrautlegur salur og sátu í honum átta
eða tíu menn. Þeir voru auðsjáanlega nýstaðnir
upp frá spilaborðinu og einn þei ra, andstyggi-
legur slarkari, sem brosti illúðlega, benti hálf
hæðnislega á »síðasta kaupið« sitt, en það var
fríðieiks stúlka. Hún var kiædd skínandi hvít-
um brúðarklæðum, en hún var burdin eins
og fangi við súlu eina, en frá súlunni gægðist
gloítandi Bakkusarhöfuð úr marmara og gaut
augum á stúlkuna. Hendur hennar voru fast
reyrðar saman með demantshlekkjum og um
mitti hennar lágu þykk perlubönd. Um háls:nn
voru hlekkir úr roðnsteinum og frá brjóstinu
niður á fætur var hún vafinn snúrum úr gulli
og gimsteinum. Hún bar höfuðið hátt og lýsti
sv'purínn drambi og kaldhæðni, en augnaráð
hennar bar vott um blygðun, sjálfsfyiirl'tningu
og örvæntingu yfir ánauð sinni. Maður sá, sem
átti þessa hvítu ambátt, taldi upp alla kosti
hennar og fríðindi, en fjelagar hans klöppuðu
lof í lófa. Tilfinningar þeirra lýstu sjer greini-
lega í svip þeirra — lostagirnd, grimd, öfund-
sýki, hæðni og eigingirni — lýstu sjer betur,
en nokkur hefði gétað útmálað það.
»Petta er agætt dæmi upp á flest hjónabönd
nútimans,® heyrði jeg að einhver sagði.
»Ljómandi!« svaraði annar. »Rað eru falsæl
og rjett-trúuð hjón.«
Jeg leit á Síbyl, og var hún föl, en brosti
þó. Mjer var einhverskonar huggun í því, að
jeg myntist þess að hún hafði sagt mjer, að
hún »hefði lært rð elska« og að gifting okkar
væri því ekki lengur eingöngu peningaspursmál.
Hún var ekki »kaupið« mitt, heldur heitmey
■mín, dýrlingur minn, drotning mín — þannig
hugsaði jeg þá í einfeldni minni.
Nú var komið að seinustu sýningunnh »Trú
og efn;"hyjgjs« og reyndist hún eitirtakanleg-
USt allra sýninganna. Smám saman dimdi í
salnum, tjaldið var hafið upp og sást nú ynd-
islega fögur strandlengja. Tungl var í fyllingu
og varpaði geislum sínum á spegilsljettan
sjávarflötinn, en dásamleg vera með vængjum,
er gl.truðu í öllum regnbogans litum, sveif frá
jörðinni upp til himna. Hún leið upp í loftið
eins og engill, þrýsti liljuskúf að brjósti sjer
og augu hennar tindruðu af guðdómlegum
fögnuði, von og ást. Unaðslegur hljóðfæra-
sláttur kvað við og dýrðlegur lofsöngur heyrð-
ist álengdar. Himin og jörð, haf og loít virt-
ist alt lyfta þessari uppleitandi sál og hún hóf
sig hærra og hærra — en meðan við horfð-
um hugfangin á þetta, heyrðist alt í einu
þrumugnýr. Leiksviðið varð myrkt og sævarnið-
ur heyrðist í fjarska. Tunglskinið hvarf og
hljóðfæraslátturinn hætti. Sást þá fyrst rauðleit-
ur bjarmi, er smám saman óx og nú sást efn-
ishyggjan í líkingu skininnar beinagrindar, sem
glotti draugslfga við okkur. En svo hrundi
hún saman, meðan við vorum að horfa á hana
og hlykkjaðist langur ormur út úr beinahrúg-
unni, en annar skreið út um augnatóffirnar á
hauskúpunni. í salnum Ijetu menti viðbjóð sinn
í Ijós og risu úr sætum sínum, en merkur vís-
indamaður stjakaði mjer frá sjer til þess að
komast sem fyrst út og tautaði: »Rað kann að
vera, að öðrum þyki þetta skemtilegt, en mjer
finst það andslyggilegt.«
»Nákvæmlega eins og yðar eigin kenningar,
kæri prófe?sor,« sagði Lúció, og varð nú all-
bjart í leikhúsinu. »Rær skemta sumum, en
aðrir hafa andstygð á þeim. En jeg bið yður
afsökunar! Retla var ekkert annað en gaman
og jeg útbjó þessa sýningu beinlinis í heiðurs-
skyni við yður.«
»Já, það er svo — gerðuð þjer það?«
nöldraði prófessorinn. »Nú jæja, en hvað um
það — mjer fanst sannarlega ekkert til þess
koma.«
»Pað hefði yður þó átt að þykja, því að
þetta var alveg vísindalega rjett,« sagði Lúcíó
hlægj’ndi. »Vængjuð trúm, sem svífur rpp til
ímyndaðs himins, samrýmist ekki vísundun-
um, en beinagrindin og ormarnir koma vel