Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1925, Side 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 183 og ráðvendni nokkurs manns eða konu, fyr en þjer hafið reynt að múta þe*m með álitlegri peningaupphæð. Peningarnir hafa gert alt fyrir yður, Geoffrey góður — verið minnugur þess! Sjálfur hafið þjer ekkeit gert.< • Rað er nú miður góðgjarnlega að orði komist,« sagði jeg. »Á, finst yður það? Og vegna hvers? Rað er þó aldrei nema satt. En jeg hefi annars tekið eftir því, að flestir taka það óstint upp, ef þeim er sagður sannleikurinn. En þetta e r nú alveg satt og jeg sje ekki, að það sje nein móðgun. Rjer hafið ekkert gert fyrir sjálfan yður og enginn ætlast heldur til þess — nema ef það væri þá það, að þjer færuð nú að hátta og Ijetuð yður dreyma um hina ynd s- legu Sibyl,« bætti hann við hlægjandi. >Já jeg skal játa það, að jeg er þreyttur,* sagði jrg og stundi ósjálfrátt. »En þje>?« Hann horfði hugsandi út f garðinn. »Jú, jeg er líka þreyttur,* svaraði hann. >En þí þreytu losna jeg aldrei við, því að jeg er þreyttur af sjálfum mjer — og sef altaf óvært! Góða nótlU »Góða nótt!« svaraði jeg og leit á hann, en hann horfði á mig aftur. »Hvað er nú?< spurði hann. »Nú-jæja!< sagði jeg brosandi. »Jeg man annars ekki, hvað jeg ætlaði að segja — en jeg vildi óska, að jeg þekti yður eins og þjer eruð. Jeg finn, að þjer höfðuð rjett fyrir yður, þegar þjer sögðust ekki vera það, sem þjer sýndust.« »Fyrst að þjer óskið þess,« svaraði hann. »Þá skal jeg lofa yður því, að þjer skuluð einhverntíma fá að þekkja mig. Rað getur ver- ið gott fyrir yður — vegna annara, sem kynnu að vilja komast í kunningskap við mig.« Jeg stóð upp og bjóst að ganga burt. »Jeg þakka yður nú alla fyrirhöfnina í dag,« sagði jeg glaðlega, »og jeg á engin orð yfir þakklátsemi mfna.< »Ef þjer vMjið e'nhverjum þakka, þá þakk- ið guði íyrir að hafj komist I fandi út úr þessu.« »Vegna hve>s?« spurði jeg forviða. »Vegna hvers? Vegna þess, að líffð »blaktir á skari« og að manni ber að vera þakkiátur, ef maður sleppur lifandi úr sollinum og glauntn- um — það er alt og sumt. Og annars er guði svo sjaldan þakkað, að þjer gætuð ofur- vel unt honurn fárra þakkarorða núna fyrir farsælleg endalok þessa dags.« Jeg hló að þessu og gerði ekki annað úr því, en þessa venjulegu kaldhæðni hans. Jeg htti Amíel i hetbergi mínu. Hann beið mín þar, en jeg Ijet hann fara, því að jeg gat ómögulega felt mig við hið lymskulega andlít hans og fýlusvipinn á honum og kvaðst ekki þutfa hjálpar hans. Jeg var dauðþreyttur og sofnaði fljótt — en þau hræðilegu öfl, sem unnið höfðu að þessari stórveislu, sem jeg var veitandi að, opinberuðust mjer. ekki einu sinni í draumum mínum, svo að þeir hefðu getað orðið mjer til aðvðrunar. XXV. Nokkrum dögum efúr veisluna á Willows- mere og áður en blöðin voru hætt að fimbul- famba um alt það skraut og alla þá dýrð, sem þar var að sjá og heyra, vaknaði jeg einn morguninn, eins og Byron skáld, og »fann að jeg var orðinn frægur«. Ekki samt fyrir andlega hæf leika mína — ekki fyrir neitt af- reksverk, hvorki í sljórnmálum nje þjóðfje- laginu — nei, ó-nei! — það var ferfætt skepna, sem jeg átti alla þá frægð að þakka — það var »Fósfór«, er sigraði við Derby veðreiðarn- ar! Var löng og ströng viðureign milli hans og hests forsætisráðherrans og virtist sigurinn óviss um stund. En þegar þe:r nálguðust mark- ið, herti Amíel, er var klæddur skarlatslitum búningi og sat hann ágætlega, svo eft?rminni- lega á »Fósfór«, að hann virt?st vart koma við jörðina og þeyttist tvo metra fram fyrir keppi- naut sinn og vann þannig glæsilegan sigur. Kváðu þá við fagnaðarópln úr öllum áttum og jeg var hafinn upp til skýjanna. J’g hsfði gamanafóíörum foisæt sráðherrans, endabar hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.